Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2022 14:20 Leikmaðurinn sem um ræðir fær að æfa áfram með liði sínu. Plumb Images/Leicester City FC via Getty Images Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. Þetta segir liðið í samtali við vefmiðilinn The Athletic, en leikmaðurinn var handtekinn fyrr í þessum mánuði grunaður um nauðgun. Degi síðar kom svo í ljós að hann væri grunaður um tvö slík brot til viðbótar. Leikmaðurinn neitar sök. Hvorki leikmaðurinn né liðið sem um ræðir er nefnt á nafn af lagalegum ástæðum. Vitað er að leikmaðurinn er 29 ára gamall landsliðsmaður sem er á leið á HM í Katar og að hann var handtekinn á heimili í norðurhluta Lundúna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður heldur áfram að æfa og spila með liði sínu eftir að hafa verið sakaður um glæpi sem þessa. Nýjustu dæmin eru að Yves Bissouma, þáverandi leikmaður Brighton og núverandi leikmaður Tottenham, hélt sínu striki með Brighton eftir að hafa verið sakaður um kynferðisofbeldi í október á síðasta ári. Hann hefur hins vegar verið hreinsaður af þeim ásökunum. Þá hélt Benjamin Mandy áfram að æfa og spila með Manchester City þangað til hann var ákærður af lögreglu, en leikmaðurinn er sakaður um níu kynferðisbrot gegn sex konum. Hins vegar eru einnig nýleg dæmi um leikmenn sem hafa verið settir út í kuldann eftir að hafa verið ásakaðir um gróf kynferðisbrot. Frægustu dæmin eru líklegast mál Mason Greenwood, leikmanns Manchester United, og Gylfa Þórs Sigurðssonar, þáverandi leikmanns Everton. The Premier League club whose player has been arrested on suspicion of rape has told The Athletic it is not suspending him.https://t.co/qcgDlYydAc— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 13, 2022 Enski boltinn Bretland Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni handtekinn grunaður um nauðgun Ónafngreindur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var fyrr í dag handtekinn grunaður um nauðgun. 4. júlí 2022 19:01 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Þetta segir liðið í samtali við vefmiðilinn The Athletic, en leikmaðurinn var handtekinn fyrr í þessum mánuði grunaður um nauðgun. Degi síðar kom svo í ljós að hann væri grunaður um tvö slík brot til viðbótar. Leikmaðurinn neitar sök. Hvorki leikmaðurinn né liðið sem um ræðir er nefnt á nafn af lagalegum ástæðum. Vitað er að leikmaðurinn er 29 ára gamall landsliðsmaður sem er á leið á HM í Katar og að hann var handtekinn á heimili í norðurhluta Lundúna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður heldur áfram að æfa og spila með liði sínu eftir að hafa verið sakaður um glæpi sem þessa. Nýjustu dæmin eru að Yves Bissouma, þáverandi leikmaður Brighton og núverandi leikmaður Tottenham, hélt sínu striki með Brighton eftir að hafa verið sakaður um kynferðisofbeldi í október á síðasta ári. Hann hefur hins vegar verið hreinsaður af þeim ásökunum. Þá hélt Benjamin Mandy áfram að æfa og spila með Manchester City þangað til hann var ákærður af lögreglu, en leikmaðurinn er sakaður um níu kynferðisbrot gegn sex konum. Hins vegar eru einnig nýleg dæmi um leikmenn sem hafa verið settir út í kuldann eftir að hafa verið ásakaðir um gróf kynferðisbrot. Frægustu dæmin eru líklegast mál Mason Greenwood, leikmanns Manchester United, og Gylfa Þórs Sigurðssonar, þáverandi leikmanns Everton. The Premier League club whose player has been arrested on suspicion of rape has told The Athletic it is not suspending him.https://t.co/qcgDlYydAc— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 13, 2022
Enski boltinn Bretland Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni handtekinn grunaður um nauðgun Ónafngreindur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var fyrr í dag handtekinn grunaður um nauðgun. 4. júlí 2022 19:01 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni handtekinn grunaður um nauðgun Ónafngreindur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var fyrr í dag handtekinn grunaður um nauðgun. 4. júlí 2022 19:01