Sérfræðingar fylgjast með nýju afbrigði af afbrigði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 10:02 Kórónuveirufaraldurinn er hvergi nærri yfirstaðinn og talið er að einn af hverjum 25 Bretum sé smitaður um þessar mundir. epa/Facundo Arrizabalaga Sérfræðingar hafa nú augun á nýju afbrigði af afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, sem hefur fengið viðurnefnið „Centaurus“. Það er afbirgði Ómíkron-afbrigðisins BA.2 og breiðist nú hratt út á Indlandi. Þá hefur það einnig greinst á Bretlandseyjum. Yfir 200 þúsund manns hafa nú látist af völdum Covid-19 á Bretlandseyjum en um þrjár milljónir fullorðinna íbúa landsins hafa enn ekki þegið einn einasta skammt af bóluefni. BA.2.75 greindist fyrst á Indlandi í maí síðastliðnum og síðan hefur breiðst hratt út bæði þar og á Bretlandseyjum, hraðar en hið afar smitandi BA.5 afbrigði Ómíkron. Það hefur síðan einnig greinst í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada. Smitvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur sett BA.2.75 á lista yfir afbrigði undir eftirlit, sem þýðir að ábendingar séu uppi um að það sé meira smitandi eða alvarlegra en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist einnig með þróun mála en aðalvísindamaður stofnunarinnar segir erfitt að meta alvarleika afbrigðisins, enn sem komið er. Sérfræðingar eru sagðir vera uggandi vegna þeirra fjölmörgu erfðabreytinga sem fundist hafa á BA.2.75, mun fleiri en á BA.2. Þeir segja erfitt að spá fyrir um hvað þetta þýðir, hvort afbrigðið muni til að mynda taka yfir af BA.5 sem ráðandi afbrigði. Það er óvíst, enda BA.5 ekki algengt á Indlandi, þar sem BA.2.75 hefur verið í mestri útbreiðslu. Stephen Griffin, veirufræðingur við University of Leeds, segir afbrigðið hins vegar enn eitt dæmið um mikla getu kórónuveirunnar til að þola breytingar á broddprótíni sínu, sem það notar til að sýkja frumur. Vert er að hafa í huga að flest bóluefnin gegn Covid-19 beinast gegn umræddu prótíni. Griffin segir því ekki mögulegt að horfa á kórónuveiruna sem einn eina inflúensupestina, heldur verði aðgerðir einnig að miða að úrræðum óháð því hvaða afbrigði um ræðir, til að mynda aukinni loftræstingu, sótthreinsun lofts innandyra, notkun prófa og einangrun sýktra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Indland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Yfir 200 þúsund manns hafa nú látist af völdum Covid-19 á Bretlandseyjum en um þrjár milljónir fullorðinna íbúa landsins hafa enn ekki þegið einn einasta skammt af bóluefni. BA.2.75 greindist fyrst á Indlandi í maí síðastliðnum og síðan hefur breiðst hratt út bæði þar og á Bretlandseyjum, hraðar en hið afar smitandi BA.5 afbrigði Ómíkron. Það hefur síðan einnig greinst í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada. Smitvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur sett BA.2.75 á lista yfir afbrigði undir eftirlit, sem þýðir að ábendingar séu uppi um að það sé meira smitandi eða alvarlegra en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist einnig með þróun mála en aðalvísindamaður stofnunarinnar segir erfitt að meta alvarleika afbrigðisins, enn sem komið er. Sérfræðingar eru sagðir vera uggandi vegna þeirra fjölmörgu erfðabreytinga sem fundist hafa á BA.2.75, mun fleiri en á BA.2. Þeir segja erfitt að spá fyrir um hvað þetta þýðir, hvort afbrigðið muni til að mynda taka yfir af BA.5 sem ráðandi afbrigði. Það er óvíst, enda BA.5 ekki algengt á Indlandi, þar sem BA.2.75 hefur verið í mestri útbreiðslu. Stephen Griffin, veirufræðingur við University of Leeds, segir afbrigðið hins vegar enn eitt dæmið um mikla getu kórónuveirunnar til að þola breytingar á broddprótíni sínu, sem það notar til að sýkja frumur. Vert er að hafa í huga að flest bóluefnin gegn Covid-19 beinast gegn umræddu prótíni. Griffin segir því ekki mögulegt að horfa á kórónuveiruna sem einn eina inflúensupestina, heldur verði aðgerðir einnig að miða að úrræðum óháð því hvaða afbrigði um ræðir, til að mynda aukinni loftræstingu, sótthreinsun lofts innandyra, notkun prófa og einangrun sýktra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Indland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira