Ekki langt í ofbeldið þegar fólk leyfir sér að sýna fordómana á götum úti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2022 12:25 Tótla er fræðslustýra Samtakanna '78. Hún segir bakslag hafa orðið í baráttunni við fordóma í garð hinsegin fólks. Samsett Fræðslustýra samtakanna '78 segir að fordómar gegn hinsegin fólki dreifist enn hraðar meðal ungs fólks á netinu. Stórt bakslag hafi orðið í réttindabaráttunni en tískubylgja sem snýst um að gelta á hinsegin fólk á almannafæri fer nú um samfélagsmiðla. Í gær greindu tveir menn sem voru úti á lífinu að fagna brúðkaupsafmæli sínu, frá því að þrír karlmenn á þrítugsaldri hefðu komið að þeim, gelt á þá og kallað illum nöfnum. Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökunum '78 segir sams konar mál hafa komið á borð samtakanna upp á síðkastið. Þar hafi verið um ungmenni að ræða. „Við erum að tala um fullorðna menn að fagna brúðkaupsafmælinu sínu niðri í bæ og annar hópur af fullorðnum mönnum byrjar að gelta á þá. Það er eitthvað sem ég hef ekki séð áður, hingað til.“ Stórt bakslag Málið sé angi af tískustefnu af samfélagsmiðlinum TikTok, sem snúist um að afmanneskjuvæða hinsegin fólk. Það sé merki um bakslag í baráttunni gegn fordómum. „Tilfinning mín er að bakslagið sé stórt eins og er. En svo sjáum við þetta alltaf í bylgjum eins og við höfum svolítið talað um, þetta svona kemur og fer.“ Mikilvægt sé að bregðast við með afgerandi hætti. „Þetta þarf að vera samstarfsverkefni heimilanna, foreldranna, og þetta þarf að koma inn í skólakerfið. Þetta er í raun bara spurning um fræðslu og sýnileika held ég. Það eru sterkustu vopnin sem við höfum átt til þess að eiga við fordóma og fáfræði.“ Áreitni er eitt, ofbeldi annað Tótla telur fæsta átta sig á raunveruleika hinsegin fólks, og fordómunum sem það getur átt von á. „Ég held að fæstir séu meðvitaðir um það að hinsegin fólk er alltaf meðvitað um hættuna. Við erum meðvituð um það að við getum lent í áreitni og ofbeldi.“ „Eitt er að geta búist við áreitni og annað er að geta búist við ofbeldi, en við erum náttúrulega alltaf hrædd um það að þetta sé stigmögnun á einhverju. Þegar fólk leyfir sér að sýna fordóma svona opinberlega, þá er ekki langt í hitt,“ segir Tótla. Hinsegin Tengdar fréttir Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Í gær greindu tveir menn sem voru úti á lífinu að fagna brúðkaupsafmæli sínu, frá því að þrír karlmenn á þrítugsaldri hefðu komið að þeim, gelt á þá og kallað illum nöfnum. Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökunum '78 segir sams konar mál hafa komið á borð samtakanna upp á síðkastið. Þar hafi verið um ungmenni að ræða. „Við erum að tala um fullorðna menn að fagna brúðkaupsafmælinu sínu niðri í bæ og annar hópur af fullorðnum mönnum byrjar að gelta á þá. Það er eitthvað sem ég hef ekki séð áður, hingað til.“ Stórt bakslag Málið sé angi af tískustefnu af samfélagsmiðlinum TikTok, sem snúist um að afmanneskjuvæða hinsegin fólk. Það sé merki um bakslag í baráttunni gegn fordómum. „Tilfinning mín er að bakslagið sé stórt eins og er. En svo sjáum við þetta alltaf í bylgjum eins og við höfum svolítið talað um, þetta svona kemur og fer.“ Mikilvægt sé að bregðast við með afgerandi hætti. „Þetta þarf að vera samstarfsverkefni heimilanna, foreldranna, og þetta þarf að koma inn í skólakerfið. Þetta er í raun bara spurning um fræðslu og sýnileika held ég. Það eru sterkustu vopnin sem við höfum átt til þess að eiga við fordóma og fáfræði.“ Áreitni er eitt, ofbeldi annað Tótla telur fæsta átta sig á raunveruleika hinsegin fólks, og fordómunum sem það getur átt von á. „Ég held að fæstir séu meðvitaðir um það að hinsegin fólk er alltaf meðvitað um hættuna. Við erum meðvituð um það að við getum lent í áreitni og ofbeldi.“ „Eitt er að geta búist við áreitni og annað er að geta búist við ofbeldi, en við erum náttúrulega alltaf hrædd um það að þetta sé stigmögnun á einhverju. Þegar fólk leyfir sér að sýna fordóma svona opinberlega, þá er ekki langt í hitt,“ segir Tótla.
Hinsegin Tengdar fréttir Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00