Fyrirliði Belga segir að mótið sé nánast búið fyrir þær tapi þær á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 12:30 Tessa Wullaert bregður á leik í UEFA-myndatökunni fyrir Evrópumótið. Getty/Alex Caparros Fyrirliði Belgíu ætlar að ræða við Söru Björk Gunnarsdóttur þegar Ísland og Belgía mætast en ekki fyrr en eftir leikinn. Tessa Wullaert er markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi og átti mjög gott tímabil heima fyrir með Anderlecht. Eftir langan feril erlendis fór hún heim og vann titil. Á síðasta tímabili varð hún bæði belgískur meistari og var kosin besti leikmaður belgísku deildarinnar. Hún er 29 ára og er í frábæru formi en á sínum ferli hefur Wullaert spilað með liðum eins og Wolfsburg og Manchester City. Wullaert ræddi við UEFA um riðilinn og leikmanninn í íslenska liðinu sem hún þekkir mjög vel. „Það er enginn auðveldur riðill á EM. Við verðum að gefa allt okkar í alla leiki. Fyrsti leikurinn okkar mun þó ráða miklu um framhaldið,“ sagði Tessa Wullaert um leikinn á móti Íslandi. „Þessi fyrsti leikur á móti Íslandi. Ef við töpum honum þá er nánast hægt að segja að við séum úr leik í mótinu,“ sagði Wullaert. „Aðalmarkmið okkar er því að vinna fyrsta leikinn og gefa síðan allt okkar í leikina við Frakkland og Ítalíu. Markmið okkar er að komast upp úr riðlinum og gera þar sem betur en 2017 þegar það tókst ekki,“ sagði Wullaert. „Ég spilaði með Söru [Björk] Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg og það verður því gaman að hitta hana. Kannski spjöllum við saman eftir leikinn en aldrei fyrir hann,“ sagði Wullaert. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 og verður fylgst vel með honum hér inn á Vísi. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Tessa Wullaert er markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi og átti mjög gott tímabil heima fyrir með Anderlecht. Eftir langan feril erlendis fór hún heim og vann titil. Á síðasta tímabili varð hún bæði belgískur meistari og var kosin besti leikmaður belgísku deildarinnar. Hún er 29 ára og er í frábæru formi en á sínum ferli hefur Wullaert spilað með liðum eins og Wolfsburg og Manchester City. Wullaert ræddi við UEFA um riðilinn og leikmanninn í íslenska liðinu sem hún þekkir mjög vel. „Það er enginn auðveldur riðill á EM. Við verðum að gefa allt okkar í alla leiki. Fyrsti leikurinn okkar mun þó ráða miklu um framhaldið,“ sagði Tessa Wullaert um leikinn á móti Íslandi. „Þessi fyrsti leikur á móti Íslandi. Ef við töpum honum þá er nánast hægt að segja að við séum úr leik í mótinu,“ sagði Wullaert. „Aðalmarkmið okkar er því að vinna fyrsta leikinn og gefa síðan allt okkar í leikina við Frakkland og Ítalíu. Markmið okkar er að komast upp úr riðlinum og gera þar sem betur en 2017 þegar það tókst ekki,“ sagði Wullaert. „Ég spilaði með Söru [Björk] Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg og það verður því gaman að hitta hana. Kannski spjöllum við saman eftir leikinn en aldrei fyrir hann,“ sagði Wullaert. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 og verður fylgst vel með honum hér inn á Vísi.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira