40 ár frá fyrstu einkasýningunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2022 15:01 Heidi Strand stendur fyrir einkasýningunni Heiði og Strönd en þar er að finna 70 textílverk eftir hana. Aðsend Listakonan Heidi Strand opnar sýninguna Heiði og strönd á Hlöðuloftinu að Korpúlfsstöðum á morgun. Í forgrunni verða textílverk hennar sem eru 70 talsins og eru flest unnin á tímabilinu 2015 til dagsins í dag. Aðeins örfá verkanna hafa verið sýnd áður og nærri öll nýrri verkin eru unnin með nálaþæfingu á votþæfðan grunn. Öll þæfing er unnin í höndunum og þar koma vélar hvergi nálægt. Samkvæmt Heidi er allur efniviður lífrænn og hún notast eingöngu við ull og sápu en hluti ullarinnar er þó litaður af framleiðanda. Þessi verk eru í raun unnin fríhendis og engin litarefni eru notuð. Viðfangsefni verka Heidiar er það sem heillar hana við Ísland.Heidi Strand Endurnýtt efni Nokkur verka sýningarinnar eru endurnýting á gallaefnum og öðrum vefjarefnum og flíkur á borð við gamlar gallabuxur öðlast nýtt líf. Verkin eru af ýmsum stærðum og gerðum en sum eru í þrívídd og þau allra umfangsmestu eru fjórir til sex fermetrar að stærð. Viðfangsefni verkanna tengist helst því sem heillar Heidi mest hér á Íslandi. Hún flutti fyrst til landsins í byrjun ársins 1972 og má segja að landið hafi heillað hana þar sem hún hefur búið hér síðan, þó með hléum. Heidi að vinnu. Hún hefur sýnt verk sín víðs vegar um heiminn.Aðsend Tímamót Þessi listasýning markar ýmis tímamót í lífi listakonunnar. Heidi fagnað gullbrúðkaupi í sumar, verður sjötug næstkomandi janúar og í desember verða komin heil 40 ár frá því að hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en einkasýningarnar eru nú orðnar 25 og hafa farið fram á öllum Norðurlöndunum. Einnig hefur Heidi átt verk á 32 samsýningum víða um heiminn. Sýningin stendur frá 9. - 31. júlí, verður opin alla daga frá klukkan 12:00-18:00, aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin. Myndlist Menning Tengdar fréttir „Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“ Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni. 1. júlí 2022 13:31 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Aðeins örfá verkanna hafa verið sýnd áður og nærri öll nýrri verkin eru unnin með nálaþæfingu á votþæfðan grunn. Öll þæfing er unnin í höndunum og þar koma vélar hvergi nálægt. Samkvæmt Heidi er allur efniviður lífrænn og hún notast eingöngu við ull og sápu en hluti ullarinnar er þó litaður af framleiðanda. Þessi verk eru í raun unnin fríhendis og engin litarefni eru notuð. Viðfangsefni verka Heidiar er það sem heillar hana við Ísland.Heidi Strand Endurnýtt efni Nokkur verka sýningarinnar eru endurnýting á gallaefnum og öðrum vefjarefnum og flíkur á borð við gamlar gallabuxur öðlast nýtt líf. Verkin eru af ýmsum stærðum og gerðum en sum eru í þrívídd og þau allra umfangsmestu eru fjórir til sex fermetrar að stærð. Viðfangsefni verkanna tengist helst því sem heillar Heidi mest hér á Íslandi. Hún flutti fyrst til landsins í byrjun ársins 1972 og má segja að landið hafi heillað hana þar sem hún hefur búið hér síðan, þó með hléum. Heidi að vinnu. Hún hefur sýnt verk sín víðs vegar um heiminn.Aðsend Tímamót Þessi listasýning markar ýmis tímamót í lífi listakonunnar. Heidi fagnað gullbrúðkaupi í sumar, verður sjötug næstkomandi janúar og í desember verða komin heil 40 ár frá því að hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en einkasýningarnar eru nú orðnar 25 og hafa farið fram á öllum Norðurlöndunum. Einnig hefur Heidi átt verk á 32 samsýningum víða um heiminn. Sýningin stendur frá 9. - 31. júlí, verður opin alla daga frá klukkan 12:00-18:00, aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.
Myndlist Menning Tengdar fréttir „Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“ Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni. 1. júlí 2022 13:31 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“ Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni. 1. júlí 2022 13:31