Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2022 14:02 Kona sem særðist í árás Rússa á Kramatorsk fær aðhlynningu bráðaliða í sjúkrabíl í dag. AP/Nariman El-Mofty Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. Allt frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu fyrir tæpum fimm mánuðum hafa Úkraínumenn þrábeðið Vesturlönd að útvega þeim nútímaleg þungavopn sem nú hafa borist þeim. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi að nú væru þessar vopnasendingar loksins farnar að skila árangri í stríðinu við Rússa. Rússar gera stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á fjölda borga og bæja í Úkraínu en segja árásirnar ekki beinast að óbreyttum borgurum. Hér sjást miklar skemmdir á fjölbýlishúsi í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Þeirra á meðal eru fjölodda færanlegir skotpallar fyrir langdrægar og mjög nákvæmar eldflaugar sem Bandaríkjamenn útveguðu. Forsetinn segir varnarlið Úkraínu hafa náð að valda innrásarliðinu verulegu tjóni með árásum á birgðastöðvar og aðra mikilvæga staði hjá hersveitum Rússa. Marumbeðin vestræn þungavopn virðast nú hafa skilað sér til Úkraínu því Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir vopin loks hafa nýst til að valda verulegu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu.AP/Andrew Kravchenko „Þessar árásir hafa dregið verulega úr árásargetu rússneska hersins. Tjón innrásarliðsins mun eingöngu aukast á næstu vikum og það mun draga úr getu þeirra til birgðaflutninga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Forsetinn skoraði á alla þá sem væru í sambandi við íbúa í þeim hluta í suðurhluta landsins sem Rússar hefðu hernumið, eins og í Kherson og öðrum borgum, að segja íbúunum sannleikann. Að stjórnvöld Úkraínu hefðu ekki gleymt þeim. „Úkraínskar hersveitir sækja nú fram í nokkrar hernaðarlega mikilvægar áttir, sérstaklega í suðurhluta landsins, í héruðunum Kherson og Zaporizhzhia,“ sagði Zelenskyy. Sextíu og sex ára nafni forseta Úkraínu (Volodymyr) situr særður og blóðugur í eyðilagðri íbúð sinni í borginni Kramatorsk í Donetsk héraði þar sem miklir bardagar hafa verið undanfarna daga.AP/Nariman El-Mofty Varnarlið Úkraínu væri að berjast um yfirráðin um allan suðurhluta landsins og Donbas svæðisins í austurhlutanum. „Þar eru nú hörðustu bardagarnir, í nágrenni Slovyansk og Bakhmut. Við erum einnig að berjast um yfirráðin í Kherson héraði. Innrásarliðið skal ekki ímynda sér að vera þess í landinu sé til langframa og að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Volodymyr Zelenskyy í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Allt frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu fyrir tæpum fimm mánuðum hafa Úkraínumenn þrábeðið Vesturlönd að útvega þeim nútímaleg þungavopn sem nú hafa borist þeim. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi að nú væru þessar vopnasendingar loksins farnar að skila árangri í stríðinu við Rússa. Rússar gera stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á fjölda borga og bæja í Úkraínu en segja árásirnar ekki beinast að óbreyttum borgurum. Hér sjást miklar skemmdir á fjölbýlishúsi í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Þeirra á meðal eru fjölodda færanlegir skotpallar fyrir langdrægar og mjög nákvæmar eldflaugar sem Bandaríkjamenn útveguðu. Forsetinn segir varnarlið Úkraínu hafa náð að valda innrásarliðinu verulegu tjóni með árásum á birgðastöðvar og aðra mikilvæga staði hjá hersveitum Rússa. Marumbeðin vestræn þungavopn virðast nú hafa skilað sér til Úkraínu því Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir vopin loks hafa nýst til að valda verulegu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu.AP/Andrew Kravchenko „Þessar árásir hafa dregið verulega úr árásargetu rússneska hersins. Tjón innrásarliðsins mun eingöngu aukast á næstu vikum og það mun draga úr getu þeirra til birgðaflutninga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Forsetinn skoraði á alla þá sem væru í sambandi við íbúa í þeim hluta í suðurhluta landsins sem Rússar hefðu hernumið, eins og í Kherson og öðrum borgum, að segja íbúunum sannleikann. Að stjórnvöld Úkraínu hefðu ekki gleymt þeim. „Úkraínskar hersveitir sækja nú fram í nokkrar hernaðarlega mikilvægar áttir, sérstaklega í suðurhluta landsins, í héruðunum Kherson og Zaporizhzhia,“ sagði Zelenskyy. Sextíu og sex ára nafni forseta Úkraínu (Volodymyr) situr særður og blóðugur í eyðilagðri íbúð sinni í borginni Kramatorsk í Donetsk héraði þar sem miklir bardagar hafa verið undanfarna daga.AP/Nariman El-Mofty Varnarlið Úkraínu væri að berjast um yfirráðin um allan suðurhluta landsins og Donbas svæðisins í austurhlutanum. „Þar eru nú hörðustu bardagarnir, í nágrenni Slovyansk og Bakhmut. Við erum einnig að berjast um yfirráðin í Kherson héraði. Innrásarliðið skal ekki ímynda sér að vera þess í landinu sé til langframa og að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Volodymyr Zelenskyy í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50