Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2022 14:02 Kona sem særðist í árás Rússa á Kramatorsk fær aðhlynningu bráðaliða í sjúkrabíl í dag. AP/Nariman El-Mofty Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. Allt frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu fyrir tæpum fimm mánuðum hafa Úkraínumenn þrábeðið Vesturlönd að útvega þeim nútímaleg þungavopn sem nú hafa borist þeim. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi að nú væru þessar vopnasendingar loksins farnar að skila árangri í stríðinu við Rússa. Rússar gera stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á fjölda borga og bæja í Úkraínu en segja árásirnar ekki beinast að óbreyttum borgurum. Hér sjást miklar skemmdir á fjölbýlishúsi í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Þeirra á meðal eru fjölodda færanlegir skotpallar fyrir langdrægar og mjög nákvæmar eldflaugar sem Bandaríkjamenn útveguðu. Forsetinn segir varnarlið Úkraínu hafa náð að valda innrásarliðinu verulegu tjóni með árásum á birgðastöðvar og aðra mikilvæga staði hjá hersveitum Rússa. Marumbeðin vestræn þungavopn virðast nú hafa skilað sér til Úkraínu því Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir vopin loks hafa nýst til að valda verulegu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu.AP/Andrew Kravchenko „Þessar árásir hafa dregið verulega úr árásargetu rússneska hersins. Tjón innrásarliðsins mun eingöngu aukast á næstu vikum og það mun draga úr getu þeirra til birgðaflutninga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Forsetinn skoraði á alla þá sem væru í sambandi við íbúa í þeim hluta í suðurhluta landsins sem Rússar hefðu hernumið, eins og í Kherson og öðrum borgum, að segja íbúunum sannleikann. Að stjórnvöld Úkraínu hefðu ekki gleymt þeim. „Úkraínskar hersveitir sækja nú fram í nokkrar hernaðarlega mikilvægar áttir, sérstaklega í suðurhluta landsins, í héruðunum Kherson og Zaporizhzhia,“ sagði Zelenskyy. Sextíu og sex ára nafni forseta Úkraínu (Volodymyr) situr særður og blóðugur í eyðilagðri íbúð sinni í borginni Kramatorsk í Donetsk héraði þar sem miklir bardagar hafa verið undanfarna daga.AP/Nariman El-Mofty Varnarlið Úkraínu væri að berjast um yfirráðin um allan suðurhluta landsins og Donbas svæðisins í austurhlutanum. „Þar eru nú hörðustu bardagarnir, í nágrenni Slovyansk og Bakhmut. Við erum einnig að berjast um yfirráðin í Kherson héraði. Innrásarliðið skal ekki ímynda sér að vera þess í landinu sé til langframa og að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Volodymyr Zelenskyy í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Allt frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu fyrir tæpum fimm mánuðum hafa Úkraínumenn þrábeðið Vesturlönd að útvega þeim nútímaleg þungavopn sem nú hafa borist þeim. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi að nú væru þessar vopnasendingar loksins farnar að skila árangri í stríðinu við Rússa. Rússar gera stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á fjölda borga og bæja í Úkraínu en segja árásirnar ekki beinast að óbreyttum borgurum. Hér sjást miklar skemmdir á fjölbýlishúsi í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Þeirra á meðal eru fjölodda færanlegir skotpallar fyrir langdrægar og mjög nákvæmar eldflaugar sem Bandaríkjamenn útveguðu. Forsetinn segir varnarlið Úkraínu hafa náð að valda innrásarliðinu verulegu tjóni með árásum á birgðastöðvar og aðra mikilvæga staði hjá hersveitum Rússa. Marumbeðin vestræn þungavopn virðast nú hafa skilað sér til Úkraínu því Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir vopin loks hafa nýst til að valda verulegu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu.AP/Andrew Kravchenko „Þessar árásir hafa dregið verulega úr árásargetu rússneska hersins. Tjón innrásarliðsins mun eingöngu aukast á næstu vikum og það mun draga úr getu þeirra til birgðaflutninga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Forsetinn skoraði á alla þá sem væru í sambandi við íbúa í þeim hluta í suðurhluta landsins sem Rússar hefðu hernumið, eins og í Kherson og öðrum borgum, að segja íbúunum sannleikann. Að stjórnvöld Úkraínu hefðu ekki gleymt þeim. „Úkraínskar hersveitir sækja nú fram í nokkrar hernaðarlega mikilvægar áttir, sérstaklega í suðurhluta landsins, í héruðunum Kherson og Zaporizhzhia,“ sagði Zelenskyy. Sextíu og sex ára nafni forseta Úkraínu (Volodymyr) situr særður og blóðugur í eyðilagðri íbúð sinni í borginni Kramatorsk í Donetsk héraði þar sem miklir bardagar hafa verið undanfarna daga.AP/Nariman El-Mofty Varnarlið Úkraínu væri að berjast um yfirráðin um allan suðurhluta landsins og Donbas svæðisins í austurhlutanum. „Þar eru nú hörðustu bardagarnir, í nágrenni Slovyansk og Bakhmut. Við erum einnig að berjast um yfirráðin í Kherson héraði. Innrásarliðið skal ekki ímynda sér að vera þess í landinu sé til langframa og að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Volodymyr Zelenskyy í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. 6. júlí 2022 11:50
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent