Segir skipta höfuðmáli að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. júlí 2022 11:12 Guðmundur Ingi segir ráðuneytið vera búið að vera að vinna að því í samvinnu við réttindagæsluna síðan í haust. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það algjört grundvallaratriði í sínum huga að vinna að því að gera kerfið betra. „Við þurfum að vinna á öllum þeim áskorunum sem koma upp og ekki síst þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks.“ Mikil umræða hefur myndast um þennan málaflokk á seinustu dögum en á mánudag talaði fréttastofa við foreldra fjölfatlaðrar konu sem varð nýlega átján ára og þá veggi sem þau hafa lent á vegna þess. Guðmundur Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun að sum af þessum málum sem að snúi að málefnum fatlaðs fólks, og þá sérstaklega það sem sé hér til umræðu, sé ekki á alveg á nógu góðum stað í augnablikinu. Hann segir sárt að heyra lýsingarnar og horfa upp á þessi vandræði sem fólk sé að rekast á í kerfinu. „Sumt af þessu erum við byrjuð að vinna í að ráða bót á.“ Guðmundur segir að áður en hann tók við embætti hafi hann ekki sérstaklega hugsað út í að það væru stórar áskoranir fólgnar í því að koma stafrænni þróun á fyrir einhverja ákveðna hópa. Hann segir ráðuneytið vera búið að vera að vinna að því í samvinnu við réttindagæsluna síðan í haust að koma á svokölluðum talsmannagrunni í samstarfi við stafrænt Ísland. „Þetta er svona nokkurs konar umboðsvefur þar sem að þá Ísland.is er tengt við kerfi réttindagæslunnar þar sem allir samningarnir eru við alla talsmennina, þá á að vera hægt að tengja þessa rafrænu þjónustu beint við talsmennina.“ Guðmundur Ingi segir stjórnmálamenn eiga að vinna fyrir fólkið í landinu og fatlað fólk sé hópur sem hann vilji leggja mikla áherslu á að bæta réttindi og þjónustu fyrir. Hann segist halda að það muni skipta höfuðmáli að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þarna erum við að ráðast í vinnu þar sem að við ætlum að búa til landsáætlun þar sem að sett verða fram markmið og aðgerðir um það hvernig við innleiðum hvert og eitt ákvæði samningsins um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur. „Þá sé ég fyrir mér að við séum komin með mjög sterkt vopn í hendurnar til þess einmitt að gera kerfið betra, það er algjört grundvallaratriði í mínum huga að vinna að því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Tengdar fréttir Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4. júlí 2022 20:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Mikil umræða hefur myndast um þennan málaflokk á seinustu dögum en á mánudag talaði fréttastofa við foreldra fjölfatlaðrar konu sem varð nýlega átján ára og þá veggi sem þau hafa lent á vegna þess. Guðmundur Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun að sum af þessum málum sem að snúi að málefnum fatlaðs fólks, og þá sérstaklega það sem sé hér til umræðu, sé ekki á alveg á nógu góðum stað í augnablikinu. Hann segir sárt að heyra lýsingarnar og horfa upp á þessi vandræði sem fólk sé að rekast á í kerfinu. „Sumt af þessu erum við byrjuð að vinna í að ráða bót á.“ Guðmundur segir að áður en hann tók við embætti hafi hann ekki sérstaklega hugsað út í að það væru stórar áskoranir fólgnar í því að koma stafrænni þróun á fyrir einhverja ákveðna hópa. Hann segir ráðuneytið vera búið að vera að vinna að því í samvinnu við réttindagæsluna síðan í haust að koma á svokölluðum talsmannagrunni í samstarfi við stafrænt Ísland. „Þetta er svona nokkurs konar umboðsvefur þar sem að þá Ísland.is er tengt við kerfi réttindagæslunnar þar sem allir samningarnir eru við alla talsmennina, þá á að vera hægt að tengja þessa rafrænu þjónustu beint við talsmennina.“ Guðmundur Ingi segir stjórnmálamenn eiga að vinna fyrir fólkið í landinu og fatlað fólk sé hópur sem hann vilji leggja mikla áherslu á að bæta réttindi og þjónustu fyrir. Hann segist halda að það muni skipta höfuðmáli að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þarna erum við að ráðast í vinnu þar sem að við ætlum að búa til landsáætlun þar sem að sett verða fram markmið og aðgerðir um það hvernig við innleiðum hvert og eitt ákvæði samningsins um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur. „Þá sé ég fyrir mér að við séum komin með mjög sterkt vopn í hendurnar til þess einmitt að gera kerfið betra, það er algjört grundvallaratriði í mínum huga að vinna að því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Tengdar fréttir Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4. júlí 2022 20:06 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4. júlí 2022 20:06