Sainz náði í fyrsta sigur sinn í Formúlu 1 á Silverstone eftir frábæran kappakstur Árni Jóhannsson skrifar 3. júlí 2022 16:45 Carlos Sainz að sigla heim sigrinum á Silverstone í dag. GETTY IMAGES Carlos Sainz vann Breska kappaksturinn sem fram fór á Silverstone brautinni í Englandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Sainz í Formúlu 1 en hann náði í sinn fyrsta ráspól í gær. Kappaksturinn var fullur af dramatík og var sigurinn í mikilli hættu á tímabili. Sainz var eins og áður segir á ráspól í fyrsta sinn en þegar kappaksturinn hófst þá missti hann Max Verstappen fram úr sér en hafði heppnina með sér að endurræsa þurfti kappaksturinn. Endurræsa þurfti kappaksturinn vegna áreksturs sem varð til þess að Zhou Guanyu velti bílnum sínum og lenti fyrir utan öryggisvegg brautarinnar. Þegar áreksturinn var settur af stað aftur þá var það gert með upprunalegri röðun á ráspól þannig að Sainz endurheimti fyrsta ráspól. Það var gert vegna þess að ekki voru allir bílarnir komnir framhjá öryggisbíla línunni þegar rauða fánanum var flaggað til að stöðva áreksturinn. Mikið var um snertingu á milli bíla og skemmdir á þeim í kjölfarið og tapaði Max Verstappen stöðu sína en hann byrjaði í öðru sæti en endaði í því sjöunda að lokum. Þegar stutt var eftir þá þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina og það gerði það að verkum að hópurinn þéttist fyrir síðustu fimm eða sex hringina. Sergio Perez og Charles Leclerc í baráttunni í dag.GETTY IMAGES Sainz náði að halda í fyrsta sætið en sætin fyrir aftan hann breyttust heldur betur og á tímabili var Lewis Hamilton í öðru sæti og liðsfélagi Sainz, Charles Leclerc, í því þriðja en mikil barátta var um tvö síðustu verðlaunasætin. Sergio Perez á Red Bull náði þá að lauma sér í annað sætið í þeirri baráttu og endaði þar. Hamilton tók annað sætið og Leclerc þurfti að sætta sig við fjórða sætið. Gamla brýnið Fernando Alonso á Alpine bílnum náði að koma sér í fimmta sæti og gerði tilkall til efri sætanna. Charles Leclerc þurfti að lúta í lægra grasi fyrir Lewis Hamilton í baráttunni um verðlaunasæti.GETTY IMAGES Eftir Breska kappaksturinn heldur Max Verstappen efsta sæti í keppni ökuþóra, Sergio Perez er í öðru sæti og Charles Leclerc í því þriðja. Carlos Sainz er þá kominn í það fjórða. Í keppni bílasmiða er Red Bull efstir og með þokkalegt forskot á Ferrari sem er í öðru sæti og í því þriðja situr Mercedes. Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sainz var eins og áður segir á ráspól í fyrsta sinn en þegar kappaksturinn hófst þá missti hann Max Verstappen fram úr sér en hafði heppnina með sér að endurræsa þurfti kappaksturinn. Endurræsa þurfti kappaksturinn vegna áreksturs sem varð til þess að Zhou Guanyu velti bílnum sínum og lenti fyrir utan öryggisvegg brautarinnar. Þegar áreksturinn var settur af stað aftur þá var það gert með upprunalegri röðun á ráspól þannig að Sainz endurheimti fyrsta ráspól. Það var gert vegna þess að ekki voru allir bílarnir komnir framhjá öryggisbíla línunni þegar rauða fánanum var flaggað til að stöðva áreksturinn. Mikið var um snertingu á milli bíla og skemmdir á þeim í kjölfarið og tapaði Max Verstappen stöðu sína en hann byrjaði í öðru sæti en endaði í því sjöunda að lokum. Þegar stutt var eftir þá þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina og það gerði það að verkum að hópurinn þéttist fyrir síðustu fimm eða sex hringina. Sergio Perez og Charles Leclerc í baráttunni í dag.GETTY IMAGES Sainz náði að halda í fyrsta sætið en sætin fyrir aftan hann breyttust heldur betur og á tímabili var Lewis Hamilton í öðru sæti og liðsfélagi Sainz, Charles Leclerc, í því þriðja en mikil barátta var um tvö síðustu verðlaunasætin. Sergio Perez á Red Bull náði þá að lauma sér í annað sætið í þeirri baráttu og endaði þar. Hamilton tók annað sætið og Leclerc þurfti að sætta sig við fjórða sætið. Gamla brýnið Fernando Alonso á Alpine bílnum náði að koma sér í fimmta sæti og gerði tilkall til efri sætanna. Charles Leclerc þurfti að lúta í lægra grasi fyrir Lewis Hamilton í baráttunni um verðlaunasæti.GETTY IMAGES Eftir Breska kappaksturinn heldur Max Verstappen efsta sæti í keppni ökuþóra, Sergio Perez er í öðru sæti og Charles Leclerc í því þriðja. Carlos Sainz er þá kominn í það fjórða. Í keppni bílasmiða er Red Bull efstir og með þokkalegt forskot á Ferrari sem er í öðru sæti og í því þriðja situr Mercedes.
Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira