„Elgtanaður, helmassaður og tilbúinn í þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2022 08:01 Júlían J. K. Jóhannsson var hress í viðtalinu og það verður fróðlegt að fylgjast með honum á heimsleikunum. S2 Sport Kraftlyftingarmaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson er í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana í kraftlyftingum. Júlían á heimsmetið í réttstöðulyftu og sagði hann það met vera í hættu í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Heimsleikarnir eru stærsta mótið í kraftlyftingum en það er haldið á fjögurra á fresti og kemur í raun í staðinn fyrir Ólympíuleika fyrir íþróttagreinar eins og kraftlyftingarnar sem fá ekki að vera með þar. Júlían og Sóley Margrét Jónsdóttir tryggðu sig bæði inn á leikana í ár. Júlían tók einnig þátt árið 2017 og veit því út í hvað hann er að fara. „Mótið er svona hliðarmót við Ólympíuleikana af því leyti að þetta er fjölgreinamót og stærsta slíka mót fyrir utan Ólympíuleikana. Það er keppt þarna í íþróttagreinum sem ekki eru ekki inn á Ólympíuleikunum,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson. Hann hefur komist yfir mótlæti sem var að stríða honum í vor. Kappinn er ánægður með ástandið á sér núna. „Staðan á mér akkúrat núna er mjög góð en það hefur gengið á ýmsu í undirbúningnum. Ég lenti í smá meiðslum um páskana og var aðeins lengur að vinna mig út úr þeim en ég hefði viljað. Ég vann mig samt úr þeim og kem nú elgtanaður, helmassaður og tilbúinn í þetta ,“ sagði Júlían brosandi. „Mínir helstu andstæðingar á mótinu eru Úkraínumenn og Bandaríkjamenn. Við erum kannski svona þrír efstir í þessum flokki þannig að það verður barist um hvert kílógramm ,“ sagði Júlían sem er að lyfta meira en einum Yaris bíl. „Heimsmetið er í hættu og þetta gætu orðið tveir Yaris-bílar sem fara upp. Það er bara þannig,“ sagði Júlían léttur að venju. Kraftlyftingar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Heimsleikarnir eru stærsta mótið í kraftlyftingum en það er haldið á fjögurra á fresti og kemur í raun í staðinn fyrir Ólympíuleika fyrir íþróttagreinar eins og kraftlyftingarnar sem fá ekki að vera með þar. Júlían og Sóley Margrét Jónsdóttir tryggðu sig bæði inn á leikana í ár. Júlían tók einnig þátt árið 2017 og veit því út í hvað hann er að fara. „Mótið er svona hliðarmót við Ólympíuleikana af því leyti að þetta er fjölgreinamót og stærsta slíka mót fyrir utan Ólympíuleikana. Það er keppt þarna í íþróttagreinum sem ekki eru ekki inn á Ólympíuleikunum,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson. Hann hefur komist yfir mótlæti sem var að stríða honum í vor. Kappinn er ánægður með ástandið á sér núna. „Staðan á mér akkúrat núna er mjög góð en það hefur gengið á ýmsu í undirbúningnum. Ég lenti í smá meiðslum um páskana og var aðeins lengur að vinna mig út úr þeim en ég hefði viljað. Ég vann mig samt úr þeim og kem nú elgtanaður, helmassaður og tilbúinn í þetta ,“ sagði Júlían brosandi. „Mínir helstu andstæðingar á mótinu eru Úkraínumenn og Bandaríkjamenn. Við erum kannski svona þrír efstir í þessum flokki þannig að það verður barist um hvert kílógramm ,“ sagði Júlían sem er að lyfta meira en einum Yaris bíl. „Heimsmetið er í hættu og þetta gætu orðið tveir Yaris-bílar sem fara upp. Það er bara þannig,“ sagði Júlían léttur að venju.
Kraftlyftingar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins