Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 23:33 Dóttir Ásdísar, Ruja Ignatova og Ásdís Rán á kynningu fyrir OneCoin. Aðsend Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. Ignatova stofnaði rafmyntina OneCoin árið 2014 og fékk fjölda fólks til að kaupa myntina, þrátt fyrir að hún væri hvergi til. Rafmyntir eru ekki til nema að þær séu inni á svokölluðu „blockchain“ en OneCoin var aldrei til þar. Þegar lögreglan fór að rannsaka fólkið á bak við rafmyntina árið 2017 hvarf Ignatova sporlaust. Hún hefur nú verið sett á lista FBI yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims en hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarði dollara eða fjögur hundruð milljarða króna út úr fólki sem fjárfesti í myntinni. Ignatova er eina konan á lista FBI. Athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán var góð vinkona Ignatova fyrir hvarfið og býr hún til að mynda enn í íbúð vinkonu sinnar í Búlgaríu. Þær kynntust í Búlgaríu þegar þáverandi eiginmaður Ásdísar, Garðar Gunnlaugsson, spilaði fótbolta fyrir CSKA Sofia. Fjallað var ítarlega um samband Ignatova og Ásdísar í hlaðvarpsþættinum Eftirmálar í apríl á þessu ári. Rætt var við Ásdísi í þættinum og segist hún þar ekki hafa heyrt frá vinkonu sinni síðan hún hvarf. Einhverjir telja þó að Ignatova hafi verið komið fyrir kattarnef en Ásdís trúir því að vinkona hennar sé enn á lífi. „Það var fullt af fólki sem hefði getað drepið hana út af því hún var það valdamikil og það miklir peningar í gangi,“ sagði Ásdís í þættinum. Bróðir Ignatova og lögmaður hennar hafa báðir verið dæmdir fyrir aðild sína að OneCoin en Ásdís, sem var nánasta vinkona Ignatova þegar hún hvarf, fékk aldrei að vita hvað var að gerast á bak við tjöldin. Bandaríska alríkislögreglan hefur heitið hverjum þeim sem veitir vísbendingu sem leiðir að handtöku Ignatova hundrað þúsund dollara sem samsvarar rúmlega þrettán milljónum króna. Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017.Bandaríska alríkislögreglan Búlgaría Rafmyntir Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Ignatova stofnaði rafmyntina OneCoin árið 2014 og fékk fjölda fólks til að kaupa myntina, þrátt fyrir að hún væri hvergi til. Rafmyntir eru ekki til nema að þær séu inni á svokölluðu „blockchain“ en OneCoin var aldrei til þar. Þegar lögreglan fór að rannsaka fólkið á bak við rafmyntina árið 2017 hvarf Ignatova sporlaust. Hún hefur nú verið sett á lista FBI yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims en hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarði dollara eða fjögur hundruð milljarða króna út úr fólki sem fjárfesti í myntinni. Ignatova er eina konan á lista FBI. Athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán var góð vinkona Ignatova fyrir hvarfið og býr hún til að mynda enn í íbúð vinkonu sinnar í Búlgaríu. Þær kynntust í Búlgaríu þegar þáverandi eiginmaður Ásdísar, Garðar Gunnlaugsson, spilaði fótbolta fyrir CSKA Sofia. Fjallað var ítarlega um samband Ignatova og Ásdísar í hlaðvarpsþættinum Eftirmálar í apríl á þessu ári. Rætt var við Ásdísi í þættinum og segist hún þar ekki hafa heyrt frá vinkonu sinni síðan hún hvarf. Einhverjir telja þó að Ignatova hafi verið komið fyrir kattarnef en Ásdís trúir því að vinkona hennar sé enn á lífi. „Það var fullt af fólki sem hefði getað drepið hana út af því hún var það valdamikil og það miklir peningar í gangi,“ sagði Ásdís í þættinum. Bróðir Ignatova og lögmaður hennar hafa báðir verið dæmdir fyrir aðild sína að OneCoin en Ásdís, sem var nánasta vinkona Ignatova þegar hún hvarf, fékk aldrei að vita hvað var að gerast á bak við tjöldin. Bandaríska alríkislögreglan hefur heitið hverjum þeim sem veitir vísbendingu sem leiðir að handtöku Ignatova hundrað þúsund dollara sem samsvarar rúmlega þrettán milljónum króna. Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017.Bandaríska alríkislögreglan
Búlgaría Rafmyntir Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53
Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna