Sex dagar í EM: Skófrík sem spilar Mario Kart og kemur sér í gírinn með hjálp frá Kanye West Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2022 11:01 Selma Sól Magnúsdóttir á ferðinni í leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í fyrra. Vísir/Hulda Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Næst á dagskrá er miðjumaðurinn Selma Sól Magnúsdóttir. Hún er á leið á sitt fyrsta Evrópumót. Selma þreytti frumraun sína með A-landsliðinu í 2-1 tapi fyrir Noregi í æfingaleik á La Manga á Spáni í janúar 2018. Alls eru landsleikir hennar sautján talsins og mörkin tvö. Selma, sem er 24 ára, er uppalin hjá Breiðabliki og lék sinn fyrsta leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni 2013, þá aðeins fimmtán ára. Hún var lánuð til Fylkis tímabilið 2015 en sneri svo aftur til Breiðabliks og lék með liðinu út síðasta tímabil. Þá samdi hún við Rosenborg í Noregi. Selma hefur stimplað sig vel inn með Rosenborg, leikið alla fimmtán leiki liðsins í norsku úrvalsdeildinni og skorað þrjú mörk. Selma varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2018 og bikarmeistari 2018 og 2021. Hún hefur leikið 84 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað átta mörk. Selma lék ekkert 2020 eftir að hafa slitið krossband í hné undir lok tímabilsins 2019 en hefur komið sterk til baka eftir það. Selma fagnar góðum sigri með Breiðabliki.Vísir/Hulda Fyrsti meistaraflokksleikur? 15.08.2013. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Hlusta á Kanye West fyrir hvern leik. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, fjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Hjúkrunarfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Vapor. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Mario Kart. Uppáhalds matur? Pizza. Fyndnust í landsliðinu? Telma. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Slappa af, eiga gott spjall með liðsfélögum, horfa á sjónvarp, lesa bók og margt fleira Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Besti andstæðingur er Marie-Antoinette Katoto í Paris Saint-Germain. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég er skófrík. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Hún er á leið á sitt fyrsta Evrópumót. Selma þreytti frumraun sína með A-landsliðinu í 2-1 tapi fyrir Noregi í æfingaleik á La Manga á Spáni í janúar 2018. Alls eru landsleikir hennar sautján talsins og mörkin tvö. Selma, sem er 24 ára, er uppalin hjá Breiðabliki og lék sinn fyrsta leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni 2013, þá aðeins fimmtán ára. Hún var lánuð til Fylkis tímabilið 2015 en sneri svo aftur til Breiðabliks og lék með liðinu út síðasta tímabil. Þá samdi hún við Rosenborg í Noregi. Selma hefur stimplað sig vel inn með Rosenborg, leikið alla fimmtán leiki liðsins í norsku úrvalsdeildinni og skorað þrjú mörk. Selma varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2018 og bikarmeistari 2018 og 2021. Hún hefur leikið 84 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað átta mörk. Selma lék ekkert 2020 eftir að hafa slitið krossband í hné undir lok tímabilsins 2019 en hefur komið sterk til baka eftir það. Selma fagnar góðum sigri með Breiðabliki.Vísir/Hulda Fyrsti meistaraflokksleikur? 15.08.2013. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Hlusta á Kanye West fyrir hvern leik. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, fjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Hjúkrunarfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Vapor. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Mario Kart. Uppáhalds matur? Pizza. Fyndnust í landsliðinu? Telma. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Slappa af, eiga gott spjall með liðsfélögum, horfa á sjónvarp, lesa bók og margt fleira Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Besti andstæðingur er Marie-Antoinette Katoto í Paris Saint-Germain. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég er skófrík.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira