Sex dagar í EM: Skófrík sem spilar Mario Kart og kemur sér í gírinn með hjálp frá Kanye West Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2022 11:01 Selma Sól Magnúsdóttir á ferðinni í leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í fyrra. Vísir/Hulda Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Næst á dagskrá er miðjumaðurinn Selma Sól Magnúsdóttir. Hún er á leið á sitt fyrsta Evrópumót. Selma þreytti frumraun sína með A-landsliðinu í 2-1 tapi fyrir Noregi í æfingaleik á La Manga á Spáni í janúar 2018. Alls eru landsleikir hennar sautján talsins og mörkin tvö. Selma, sem er 24 ára, er uppalin hjá Breiðabliki og lék sinn fyrsta leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni 2013, þá aðeins fimmtán ára. Hún var lánuð til Fylkis tímabilið 2015 en sneri svo aftur til Breiðabliks og lék með liðinu út síðasta tímabil. Þá samdi hún við Rosenborg í Noregi. Selma hefur stimplað sig vel inn með Rosenborg, leikið alla fimmtán leiki liðsins í norsku úrvalsdeildinni og skorað þrjú mörk. Selma varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2018 og bikarmeistari 2018 og 2021. Hún hefur leikið 84 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað átta mörk. Selma lék ekkert 2020 eftir að hafa slitið krossband í hné undir lok tímabilsins 2019 en hefur komið sterk til baka eftir það. Selma fagnar góðum sigri með Breiðabliki.Vísir/Hulda Fyrsti meistaraflokksleikur? 15.08.2013. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Hlusta á Kanye West fyrir hvern leik. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, fjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Hjúkrunarfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Vapor. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Mario Kart. Uppáhalds matur? Pizza. Fyndnust í landsliðinu? Telma. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Slappa af, eiga gott spjall með liðsfélögum, horfa á sjónvarp, lesa bók og margt fleira Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Besti andstæðingur er Marie-Antoinette Katoto í Paris Saint-Germain. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég er skófrík. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira
Hún er á leið á sitt fyrsta Evrópumót. Selma þreytti frumraun sína með A-landsliðinu í 2-1 tapi fyrir Noregi í æfingaleik á La Manga á Spáni í janúar 2018. Alls eru landsleikir hennar sautján talsins og mörkin tvö. Selma, sem er 24 ára, er uppalin hjá Breiðabliki og lék sinn fyrsta leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni 2013, þá aðeins fimmtán ára. Hún var lánuð til Fylkis tímabilið 2015 en sneri svo aftur til Breiðabliks og lék með liðinu út síðasta tímabil. Þá samdi hún við Rosenborg í Noregi. Selma hefur stimplað sig vel inn með Rosenborg, leikið alla fimmtán leiki liðsins í norsku úrvalsdeildinni og skorað þrjú mörk. Selma varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2018 og bikarmeistari 2018 og 2021. Hún hefur leikið 84 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað átta mörk. Selma lék ekkert 2020 eftir að hafa slitið krossband í hné undir lok tímabilsins 2019 en hefur komið sterk til baka eftir það. Selma fagnar góðum sigri með Breiðabliki.Vísir/Hulda Fyrsti meistaraflokksleikur? 15.08.2013. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Hlusta á Kanye West fyrir hvern leik. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, fjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Hjúkrunarfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Vapor. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Mario Kart. Uppáhalds matur? Pizza. Fyndnust í landsliðinu? Telma. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Slappa af, eiga gott spjall með liðsfélögum, horfa á sjónvarp, lesa bók og margt fleira Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Besti andstæðingur er Marie-Antoinette Katoto í Paris Saint-Germain. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég er skófrík.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira