Alfreð Gísla sér íslenska handboltalandsliðið berjast um verðlaun á næstu árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 09:00 Alfreð Gíslason þjálfar nú þýska landsliðið í handbolta. Getty/Marijan Murat Alfreð Gíslason er einn sá reyndasti og sigursælasti í hópi handboltaþjálfara heimsins og hann hefur mikla trú á íslenska karlalandsliðinu í handbolta á næstu árum. Alfreð þjálfar nú þýska landsliðið en hefur unnið marga titla í Þýskalandi með bæði Kiel og Magdeburg. Hann var mættur til gefa af sér á þjálfaranámskeiði Handknattleiksambandsins á dögunum. Alfreð kenndi þar á MasterCoach námskeiði HSÍ þar sem margir af fremstu handboltaþjálfurum landsins mættu til að læra af honum í handboltafræðunum. Íslenska karlalandsliðið hefur við á uppleið á undanförnum árum og liðið er mjög spennandi í dag enda enn ungt að árum. Alfreð hrósar yngri flokka þjálfun hér heima á Íslandi. „Þegar ég kem til Akureyrar þá fylgist ég með yngri flokka þjálfun og ég tal að þessi vinna í yngri flokka þjálfun sé einstaklega góð á Íslandi. Það er frábært hvernig klúbbarnir á Íslandi standa að þessu,“ sagði Alfreð Gíslason. „Það er stórkostlegt hvað er gert fyrir börn og unglinga hér á Íslandi og það er grundvöllurinn fyrir þessari breidd sem við höfum og þessum gæðum sem við erum með í landsliðinu okkar þrátt fyrir fámenni,“ sagði Alfreð. „Við sjáum það á hvernig þessi yngri leikmenn okkar eru að spila í Þýskalandi eins og Ómar Ingi (Magnússon), Gísli (Þorgeir Kristjánsson) og Bjarki (Már Elísson) og fleiri og fleiri eru að spila. Það er frábært að sjá þá og ég er gífurlega stoltur af því,“ sagði Alfreð. Íslenska landsliðið náði sjötta sæti á síðasta Evrópumóti sem fór fram í janúar síðastliðnum. Alfreð sér fyrir sér að það sé stutt í það að íslenska liðið fari að spila um verðlaun á stórmótum. „Íslenska landsliðið er á mjög góðri leið og ég sé þar lið sem kemur til með á næstu árum vera í baráttu um verðlaun,“ sagði Alfreð Gíslason eins og sjá má hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira
Alfreð þjálfar nú þýska landsliðið en hefur unnið marga titla í Þýskalandi með bæði Kiel og Magdeburg. Hann var mættur til gefa af sér á þjálfaranámskeiði Handknattleiksambandsins á dögunum. Alfreð kenndi þar á MasterCoach námskeiði HSÍ þar sem margir af fremstu handboltaþjálfurum landsins mættu til að læra af honum í handboltafræðunum. Íslenska karlalandsliðið hefur við á uppleið á undanförnum árum og liðið er mjög spennandi í dag enda enn ungt að árum. Alfreð hrósar yngri flokka þjálfun hér heima á Íslandi. „Þegar ég kem til Akureyrar þá fylgist ég með yngri flokka þjálfun og ég tal að þessi vinna í yngri flokka þjálfun sé einstaklega góð á Íslandi. Það er frábært hvernig klúbbarnir á Íslandi standa að þessu,“ sagði Alfreð Gíslason. „Það er stórkostlegt hvað er gert fyrir börn og unglinga hér á Íslandi og það er grundvöllurinn fyrir þessari breidd sem við höfum og þessum gæðum sem við erum með í landsliðinu okkar þrátt fyrir fámenni,“ sagði Alfreð. „Við sjáum það á hvernig þessi yngri leikmenn okkar eru að spila í Þýskalandi eins og Ómar Ingi (Magnússon), Gísli (Þorgeir Kristjánsson) og Bjarki (Már Elísson) og fleiri og fleiri eru að spila. Það er frábært að sjá þá og ég er gífurlega stoltur af því,“ sagði Alfreð. Íslenska landsliðið náði sjötta sæti á síðasta Evrópumóti sem fór fram í janúar síðastliðnum. Alfreð sér fyrir sér að það sé stutt í það að íslenska liðið fari að spila um verðlaun á stórmótum. „Íslenska landsliðið er á mjög góðri leið og ég sé þar lið sem kemur til með á næstu árum vera í baráttu um verðlaun,“ sagði Alfreð Gíslason eins og sjá má hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira