Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 15:26 Zaniar Matapour, sem skaut tvo til bana á aðfaranótt laugardags, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Rodrigo Freitas/Getty Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. Matapour hóf skothríð fyrir framan skemmtistaðinn The London Pub í miðborg Oslóar upp úr eittleytinu á föstudagsnótt með þeim afleiðingum að tveir létust og fjöldi fólks særðist. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina og hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Bannað að eiga samskipti Í gær vakti það athygli að hann neitaði að vera yfirheyrður, nema upptaka af yfirheyrslunni yrði birt opinbererlega. Lögreglan sagðist virða rétt hans til að neita því að útskýra mál sitt en sögðust vera að vinna í því að fá hann til að tjá sig. Skjákskot af myndbandi sem náðist af Zaniar Matapour á aðfaranórr sunndags eftir skotárásina.Skjáskot NRK greindi frá því í dag að Matapour hafi verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá er honum ekki leyft að eiga samskipti við aðra af ótta við að það muni eyðileggja rannsókn málsins. Af þessum sökum má hann ekki fá bréf, heimsóknir eða tala við fjölmiðla og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. Hætta við stuðningsfund Í kvöld ætluðu nokkur samtök hinseginfólks að halda sameiginlegan stuðningsfund fyrir framan ráhúsið í Osló þar sem átti að flytja ræður og tónlistaratriði. Að ráðleggingum lögreglunnar hefur hins vegar verið hætt við viðburðinn. Lögreglustjórinn Benedicte Bjørnland sagði á blaðamannafundi á mánudag að lögregla legði stranglega til að Pride-viðburðinum sem átti að halda í Osló í kvöld yrði frestað og að öllum öðrum Pride-viðburðum annars staðar í landinu yrði frestað uns annað verður ákveðið. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Tengdar fréttir Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum. 26. júní 2022 13:18 Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Matapour hóf skothríð fyrir framan skemmtistaðinn The London Pub í miðborg Oslóar upp úr eittleytinu á föstudagsnótt með þeim afleiðingum að tveir létust og fjöldi fólks særðist. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina og hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Bannað að eiga samskipti Í gær vakti það athygli að hann neitaði að vera yfirheyrður, nema upptaka af yfirheyrslunni yrði birt opinbererlega. Lögreglan sagðist virða rétt hans til að neita því að útskýra mál sitt en sögðust vera að vinna í því að fá hann til að tjá sig. Skjákskot af myndbandi sem náðist af Zaniar Matapour á aðfaranórr sunndags eftir skotárásina.Skjáskot NRK greindi frá því í dag að Matapour hafi verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá er honum ekki leyft að eiga samskipti við aðra af ótta við að það muni eyðileggja rannsókn málsins. Af þessum sökum má hann ekki fá bréf, heimsóknir eða tala við fjölmiðla og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. Hætta við stuðningsfund Í kvöld ætluðu nokkur samtök hinseginfólks að halda sameiginlegan stuðningsfund fyrir framan ráhúsið í Osló þar sem átti að flytja ræður og tónlistaratriði. Að ráðleggingum lögreglunnar hefur hins vegar verið hætt við viðburðinn. Lögreglustjórinn Benedicte Bjørnland sagði á blaðamannafundi á mánudag að lögregla legði stranglega til að Pride-viðburðinum sem átti að halda í Osló í kvöld yrði frestað og að öllum öðrum Pride-viðburðum annars staðar í landinu yrði frestað uns annað verður ákveðið.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Tengdar fréttir Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum. 26. júní 2022 13:18 Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum. 26. júní 2022 13:18
Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28