Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júní 2022 13:31 Jón Viðar býr í um 30 mínútna göngufæri frá miðbænum þar sem skotárásin átti sér stað. Hann segir götuna afar fjölfarna. facebook/ap Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. Tveir létust í árásinni í gær og eru fjórtán særðir. Enginn þeirra er í lífshættu samkvæmt norskum fjölmiðlum. Árásin var gerð um klukkan eitt í nótt að staðartíma á skemmtistaðnum London Pub sem er vinsæll meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi en hann er 42 ára norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Norska lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Málið er rannsakað sem hryðjuverk og telur lögregla það hafa verið markmið mannsins að skapa ótta. Hald var lagt á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Líklegt er talið að skotárásin tengist gleðigöngunni sem átti að fara fram í Osló í dag. Henni hefur nú verið frestað að ráðum lögreglu. „Hvort að þetta sé hatursglæpur gagnvart samkynhneigðum... það er ýmislegt sem bendir til þess. Og kannski fyrst og fremst að lögreglan ráðlagði að gleðigangan yrði ekki haldin í dag, henni var aflýst. En annars er fréttaflutningur óljós hvað þetta varðar,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Hann er búsettur í um hálftíma göngufæri frá staðnum sem skotárásin var gerð á. „Ég vaknaði við þyrlur í nótt. Maður vaknar öðru hvoru við þær, lögreglustöðin er náttúrulega ekki langt frá okkur. Það var náttúrulega allur mannafli kallaður út í nótt og allt sett í viðbragðsstöðu. Þar af leiðandi voru þyrlurnar settar upp,“ segir Jón Viðar. Nýbúið að afhjúpa minnismerki um Útey Hann man ekki til þess að nokkuð sambærilegt hafi átt sér stað í Noregi frá hryðjuverkaárásinni í Útey. „Það náttúrulega setur óhug í langflesta. Það er nýbúin að vera afhjúpun á minnismerkinu í Útey. Þannig að maður er minntur á það sem gerðist þar,“ segir hann. Andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í morgun. „Þetta er hlutur sem að maður reiknar ekki með að gerist hjá okkur. Fólk sem ég talaði við, það var bara mikill óhugur í því og fólki var brugðið,“ segir Jón Viðar. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Tveir létust í árásinni í gær og eru fjórtán særðir. Enginn þeirra er í lífshættu samkvæmt norskum fjölmiðlum. Árásin var gerð um klukkan eitt í nótt að staðartíma á skemmtistaðnum London Pub sem er vinsæll meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi en hann er 42 ára norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Norska lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Málið er rannsakað sem hryðjuverk og telur lögregla það hafa verið markmið mannsins að skapa ótta. Hald var lagt á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Líklegt er talið að skotárásin tengist gleðigöngunni sem átti að fara fram í Osló í dag. Henni hefur nú verið frestað að ráðum lögreglu. „Hvort að þetta sé hatursglæpur gagnvart samkynhneigðum... það er ýmislegt sem bendir til þess. Og kannski fyrst og fremst að lögreglan ráðlagði að gleðigangan yrði ekki haldin í dag, henni var aflýst. En annars er fréttaflutningur óljós hvað þetta varðar,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Hann er búsettur í um hálftíma göngufæri frá staðnum sem skotárásin var gerð á. „Ég vaknaði við þyrlur í nótt. Maður vaknar öðru hvoru við þær, lögreglustöðin er náttúrulega ekki langt frá okkur. Það var náttúrulega allur mannafli kallaður út í nótt og allt sett í viðbragðsstöðu. Þar af leiðandi voru þyrlurnar settar upp,“ segir Jón Viðar. Nýbúið að afhjúpa minnismerki um Útey Hann man ekki til þess að nokkuð sambærilegt hafi átt sér stað í Noregi frá hryðjuverkaárásinni í Útey. „Það náttúrulega setur óhug í langflesta. Það er nýbúin að vera afhjúpun á minnismerkinu í Útey. Þannig að maður er minntur á það sem gerðist þar,“ segir hann. Andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í morgun. „Þetta er hlutur sem að maður reiknar ekki með að gerist hjá okkur. Fólk sem ég talaði við, það var bara mikill óhugur í því og fólki var brugðið,“ segir Jón Viðar.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna