Mikið álag í sýnatökum og margir vilja fjórða bóluefnaskammtinn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. júní 2022 13:01 Bólusetningar og sýnatökur fara nú fram hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í Mjódd. Vísir/Egill Mikil aðsókn er nú í sýnatökur þar sem töluverður fjöldi fólks er enn að greinast með Covid. Áhersla hefur verið lögð á fjórða bóluefnaskammtinn og hafa nokkur þúsund manns mætt í bólusetningu í vikunni hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum sem greinast nú með Covid hefur farið fjölgandi undanfarna daga en í gær greindust 272 manns samkvæmt bráðabirgðartölum almannavarna. 41 er nú á sjúkrahúsi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu. Langflestir eru á Landspítala, alls 31. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eftirspurnin eftir sýnatökum sé að aukast samhliða þessu og því hafi opnunartíminn verið lengdur. „Núna er opið hjá okkur alla daga til klukkan þrjú og það er hér í anddyrinu í Álfabakka 16 þar sem fólk getur komið í PCR sýnatöku og það hefur greinilega verið að aukast núna undanfarið,“ segir Ragnheiður. Um það bil 500 manns mæta nú í sýnatöku daglega og fer það að nálgast þolmörk. „Vonandi fer það ekki mikið meira en það, þá held ég að við séum sprungin hérna í húsnæðinu ef það verður mikið meira. Þannig við svona vonum að þetta hangi í þessu og svo fari þetta bara niður aftur,“ segir Ragnheiður en þau eru með það til skoðunar hvort færa þurfi sýnatökustaðinn. Þúsund manns á dag í bólusetningu Heilbrigðisyfirvöld binda nú miklar vonir við fjórða skammt bóluefnisins og hefur sóttvarnalæknir hvatt fólk til að þiggja þann skammt, sérstaklega þá sem eru 80 ára og eldri, sem og yngri einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. „Við höfum fengið til okkar hérna á höfuðborgarsvæðinu sirka þúsund manns á hverjum degi þannig við erum komin langt með þennan hóp sem er 80 ára og eldri. Þegar við byrjuðum í byrjun vikunnar voru sex þúsund manns eftir á þeim lista þannig hann fer hratt niður,“ segir Ragnheiður. Mætingin hefur verið mjög góð að sögn Ragnheiðar og er ekki aðeins um að ræða eldri einstaklinga, heldur einnig yngra fólk sem hefur til að mynda ekki fengið Covid. Allt er gert til að bóluefni fari ekki til spillis, til að mynda var boðið upp á umfram skammta í Mjóddinni í gær. „Þetta var bara mjög vinsælt, það stöldruðu margir við og þáðu skammtinn þannig það var mjög skemmtileg uppákoma hjá okkur í gær,“ segir Ragnheiður. Heilsugæslan verður með opið hús til 1. júlí og er nóg til af bóluefni. Ragnheiður segir þau geta sinnt öllum þeim sem mæta, en mönnun er helsti takmarkandi þátturinn. „Fólk er náttúrulega farið í sumarfrí, og það kannski bara strandar á því en síðan sjáum við bara til hvað verður með haustinu, hvort það verði farið í almennar bólusetningar með fjórða skammtinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Einstaklingum sem greinast nú með Covid hefur farið fjölgandi undanfarna daga en í gær greindust 272 manns samkvæmt bráðabirgðartölum almannavarna. 41 er nú á sjúkrahúsi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu. Langflestir eru á Landspítala, alls 31. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eftirspurnin eftir sýnatökum sé að aukast samhliða þessu og því hafi opnunartíminn verið lengdur. „Núna er opið hjá okkur alla daga til klukkan þrjú og það er hér í anddyrinu í Álfabakka 16 þar sem fólk getur komið í PCR sýnatöku og það hefur greinilega verið að aukast núna undanfarið,“ segir Ragnheiður. Um það bil 500 manns mæta nú í sýnatöku daglega og fer það að nálgast þolmörk. „Vonandi fer það ekki mikið meira en það, þá held ég að við séum sprungin hérna í húsnæðinu ef það verður mikið meira. Þannig við svona vonum að þetta hangi í þessu og svo fari þetta bara niður aftur,“ segir Ragnheiður en þau eru með það til skoðunar hvort færa þurfi sýnatökustaðinn. Þúsund manns á dag í bólusetningu Heilbrigðisyfirvöld binda nú miklar vonir við fjórða skammt bóluefnisins og hefur sóttvarnalæknir hvatt fólk til að þiggja þann skammt, sérstaklega þá sem eru 80 ára og eldri, sem og yngri einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. „Við höfum fengið til okkar hérna á höfuðborgarsvæðinu sirka þúsund manns á hverjum degi þannig við erum komin langt með þennan hóp sem er 80 ára og eldri. Þegar við byrjuðum í byrjun vikunnar voru sex þúsund manns eftir á þeim lista þannig hann fer hratt niður,“ segir Ragnheiður. Mætingin hefur verið mjög góð að sögn Ragnheiðar og er ekki aðeins um að ræða eldri einstaklinga, heldur einnig yngra fólk sem hefur til að mynda ekki fengið Covid. Allt er gert til að bóluefni fari ekki til spillis, til að mynda var boðið upp á umfram skammta í Mjóddinni í gær. „Þetta var bara mjög vinsælt, það stöldruðu margir við og þáðu skammtinn þannig það var mjög skemmtileg uppákoma hjá okkur í gær,“ segir Ragnheiður. Heilsugæslan verður með opið hús til 1. júlí og er nóg til af bóluefni. Ragnheiður segir þau geta sinnt öllum þeim sem mæta, en mönnun er helsti takmarkandi þátturinn. „Fólk er náttúrulega farið í sumarfrí, og það kannski bara strandar á því en síðan sjáum við bara til hvað verður með haustinu, hvort það verði farið í almennar bólusetningar með fjórða skammtinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira