Mikil aðsókn í opna húsið Bjarki Sigurðsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. júní 2022 14:04 Það myndaðist löng röð fyrir utan Álfabakka 14a klukkan 13 þegar bólusetningar hófust. Vísir/Egill Í dag hófst aftur opið hús í bólusetningar gegn Covid-19 fyrir áttatíu ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Yfirmaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mun fleiri hafi mætt en búist var við. Tala þeirra sem veikjast alvarlega í kjölfar Covid-19 smits hefur farið hækkandi seinustu daga, þá sérstaklega meðal þeirra sem eru áttatíu ára og eldri og eiga eftir að fá fjórða skammtinn af bóluefni. Því var opið hús í bólusetningu í Álfabakka 14a fyrir þann hóp og þá sem eru í áhættuhóp vegna undirliggjandi sjúkdóma. Það kom Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur á óvart hversu margir mættu í dag.Vísir/Egill „Þetta var miklu meiri aðsókn en við áttum von á, gleðilegt að fólk sé að taka við sér og koma í fjórða skammtinn. Við erum strax á fyrsta hálftímanum búin að taka við fimm hundruð manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Þó geta sömu hópar enn pantað tíma hjá sinni heilsugæslu í bólusetningu. Opna húsið er einungis hugsað sem viðbót. „Við erum með nítján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem allir eru að taka þátt í bólusetningum og þetta átti bara að vera auka úrræði. Það eru margir sem vilja koma án þess að hringja, panta tíma og bóka og það var greinilega að virka í dag. Við þurfum að halda svona opin hús oftar,“ segir Ragnheiður. Bólusetningarýmið í Álfabakka.Vísir/Egill Mikill fjöldi fólks mætti á opna húsið og myndaðist löng röð í rigningunni fyrir utan Álfabakka. Aðsóknin kom Ragnheiði á óvart þar sem það hefur verið dræm mæting í bólusetningar á heilsugæslustöðvunum hingað til. „Það hefur verið nóg af lausu plássi en Þórólfur kom í sjónvarpið og þetta hefur verið að aukast síðustu daga og Landspítalinn að segja frá og þetta virkar allt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. 20. júní 2022 14:57 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Tala þeirra sem veikjast alvarlega í kjölfar Covid-19 smits hefur farið hækkandi seinustu daga, þá sérstaklega meðal þeirra sem eru áttatíu ára og eldri og eiga eftir að fá fjórða skammtinn af bóluefni. Því var opið hús í bólusetningu í Álfabakka 14a fyrir þann hóp og þá sem eru í áhættuhóp vegna undirliggjandi sjúkdóma. Það kom Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur á óvart hversu margir mættu í dag.Vísir/Egill „Þetta var miklu meiri aðsókn en við áttum von á, gleðilegt að fólk sé að taka við sér og koma í fjórða skammtinn. Við erum strax á fyrsta hálftímanum búin að taka við fimm hundruð manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Þó geta sömu hópar enn pantað tíma hjá sinni heilsugæslu í bólusetningu. Opna húsið er einungis hugsað sem viðbót. „Við erum með nítján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem allir eru að taka þátt í bólusetningum og þetta átti bara að vera auka úrræði. Það eru margir sem vilja koma án þess að hringja, panta tíma og bóka og það var greinilega að virka í dag. Við þurfum að halda svona opin hús oftar,“ segir Ragnheiður. Bólusetningarýmið í Álfabakka.Vísir/Egill Mikill fjöldi fólks mætti á opna húsið og myndaðist löng röð í rigningunni fyrir utan Álfabakka. Aðsóknin kom Ragnheiði á óvart þar sem það hefur verið dræm mæting í bólusetningar á heilsugæslustöðvunum hingað til. „Það hefur verið nóg af lausu plássi en Þórólfur kom í sjónvarpið og þetta hefur verið að aukast síðustu daga og Landspítalinn að segja frá og þetta virkar allt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. 20. júní 2022 14:57 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. 20. júní 2022 14:57