Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. júní 2022 14:31 James Devaney/Getty Images) Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. Hún er gjarnan kölluð „drottning latnesku tónlistarinnar", og ekki að ófyrirsynju, hún er söluhæsta söngkona Suður-Ameríku, einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma og hefur selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Shakira hefur síðustu ár búið á Spáni, eða allt frá því að ástir tókust með henni og spænska fótboltamanninum Gerard Piqué á Heimsmeistaramótinu 2010. Þeim hefur orðið 2ja barna auðið. Svikin talin hlaupa á milljörðum Þrátt fyrir að vera ein tekjuhæsta tónlistarkona heims, þá lítur út fyrir að nóg sé aldrei nóg. Spænsk skattayfirvöld telja að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði rétt liðlega 2ja milljarða íslenskra króna. Shakira heldur því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum tíma, en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Shakira hefur varið sig með kjafti og klóm en nú er síðasta vígið fallið, dómstólar hafa vísað öllum hennar skýringum á bug og nú er aðeins tímaspursmál hvenær gefin verður út ákæra á hendur Shakiru, í þremur liðum. Við þessum brotum liggur fangelsisvist, en enn getur söngkonan náð sáttum og greitt himinháar sektir, fallist skattayfirvöld á slíkt. Verjendur hennar hafa þó vísað samkomulagi á bug og segja hana munu berjast fyrir sakleysi sínu fyrir dómstólum. Sjaldan er ein báran stök Og eins og þetta sé nú ekki yfirdrifin handfylli að eiga við, þá tilkynntu þau skötuhjú Shakira og Piqué á dögunum að þau hefðu ákveðið að slíta samvistir eftir 12 ára sambúð. Og svo rétt til að bæta gráu ofan á kolsvart þá hefur Piqué nýlega orðið uppvís að því að þiggja 4 milljónir evra í greiðslu fyrir að hafa haft milligöngu um að hinn árvissi úrslitaleikur deildarmeistara og bikarmeistara Spánar um spænska ofurbikarinn fari fram í Sádí-Arabíu. Er því nema von að venjulegur daglaunamaður á Spáni spyrji sig þreytulega: Hvenær er nóg nóg? Spánn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Hún er gjarnan kölluð „drottning latnesku tónlistarinnar", og ekki að ófyrirsynju, hún er söluhæsta söngkona Suður-Ameríku, einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma og hefur selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Shakira hefur síðustu ár búið á Spáni, eða allt frá því að ástir tókust með henni og spænska fótboltamanninum Gerard Piqué á Heimsmeistaramótinu 2010. Þeim hefur orðið 2ja barna auðið. Svikin talin hlaupa á milljörðum Þrátt fyrir að vera ein tekjuhæsta tónlistarkona heims, þá lítur út fyrir að nóg sé aldrei nóg. Spænsk skattayfirvöld telja að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði rétt liðlega 2ja milljarða íslenskra króna. Shakira heldur því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum tíma, en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Shakira hefur varið sig með kjafti og klóm en nú er síðasta vígið fallið, dómstólar hafa vísað öllum hennar skýringum á bug og nú er aðeins tímaspursmál hvenær gefin verður út ákæra á hendur Shakiru, í þremur liðum. Við þessum brotum liggur fangelsisvist, en enn getur söngkonan náð sáttum og greitt himinháar sektir, fallist skattayfirvöld á slíkt. Verjendur hennar hafa þó vísað samkomulagi á bug og segja hana munu berjast fyrir sakleysi sínu fyrir dómstólum. Sjaldan er ein báran stök Og eins og þetta sé nú ekki yfirdrifin handfylli að eiga við, þá tilkynntu þau skötuhjú Shakira og Piqué á dögunum að þau hefðu ákveðið að slíta samvistir eftir 12 ára sambúð. Og svo rétt til að bæta gráu ofan á kolsvart þá hefur Piqué nýlega orðið uppvís að því að þiggja 4 milljónir evra í greiðslu fyrir að hafa haft milligöngu um að hinn árvissi úrslitaleikur deildarmeistara og bikarmeistara Spánar um spænska ofurbikarinn fari fram í Sádí-Arabíu. Er því nema von að venjulegur daglaunamaður á Spáni spyrji sig þreytulega: Hvenær er nóg nóg?
Spánn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira