Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 08:58 Evrópuleiðtogarnir hétu Úkraínu áframhaldandi stuðningi. AP/Ludovic Marin Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð í gær þar sem þeir funduðu með Selenskí. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði Úkraínumönnum fleiri vopnasendingum og lofaði því að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að tryggja að Úkraínumenn einir geti ákveðið framtíð sína. „Ég og kollegar mínir erum hér í Kænugarði í dag með skýr skilaboð: Úkraína er hluti af evrópsku fjölskyldunni,“ sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands á blaðamannafundi leiðtoganna í gær. Úkraínsk yfirvöld hafa að undanförnu lýst miklum áhyggjum af dvínandi stuðningii Vesturveldanna. Heimsókn leiðtoganna fjögurra er því álitin mjög táknræn. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa þá allir verið gagnrýndir fyrir að halda samskiptaleiðum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta opnum og að hafa ekki svarað kalli úkraínskra stjórnvalda um vopnasendingar. Vólódímír Selenskí Úkraínforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari á blaðamannafundi í Kænugarði í gær.AP/Ludovic Marin „Í dag stöndum við Scholz kanslari hlið við hlið. Fyrir hundrað árum síðan háðum við stríð og bandamenn hjálpuðu Frakklandi að sigra. Frakkland gerði gífurleg mistök í því stríði. Það tapaði friði vegna þess að það vildi niðurlægja Þýskaland,“ sagði Macron á fundinum. „Það verður að vinna þetta stríð og Frakkland stendur með Úkraínu. Hvorki Frakkland né Þýskaland munu aldrei reyna að semja um frið við Rússland fyrir hönd Úkraínu og það sem meira máli skiptir, þá höfum við aldrei gert það.“ Selenskí sagði í daglegu kvöldávarpi sínu í gær að það hafi verið honum mikilvægt að heyra að evrópskir leiðtogar væru sammála því að stríðslok og friður í Úkraínu kæmu til á forsendum Úkraínu sjálfrar. Þá bætti hann því við að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast fyrir allt landið sitt. Vísaði hann til þess að Úkraínumenn og sumir nágrannar þeirra hafa haft áhyggjur af því að Vesturveldin muni þrýsta á Úkraínu að sleppa tökunum af hluta af landsvæði sínu til þess eins að stríðið endi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Ítalía Rúmenía Tengdar fréttir Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín. 16. júní 2022 14:30 Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. 16. júní 2022 13:31 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð í gær þar sem þeir funduðu með Selenskí. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði Úkraínumönnum fleiri vopnasendingum og lofaði því að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að tryggja að Úkraínumenn einir geti ákveðið framtíð sína. „Ég og kollegar mínir erum hér í Kænugarði í dag með skýr skilaboð: Úkraína er hluti af evrópsku fjölskyldunni,“ sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands á blaðamannafundi leiðtoganna í gær. Úkraínsk yfirvöld hafa að undanförnu lýst miklum áhyggjum af dvínandi stuðningii Vesturveldanna. Heimsókn leiðtoganna fjögurra er því álitin mjög táknræn. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa þá allir verið gagnrýndir fyrir að halda samskiptaleiðum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta opnum og að hafa ekki svarað kalli úkraínskra stjórnvalda um vopnasendingar. Vólódímír Selenskí Úkraínforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari á blaðamannafundi í Kænugarði í gær.AP/Ludovic Marin „Í dag stöndum við Scholz kanslari hlið við hlið. Fyrir hundrað árum síðan háðum við stríð og bandamenn hjálpuðu Frakklandi að sigra. Frakkland gerði gífurleg mistök í því stríði. Það tapaði friði vegna þess að það vildi niðurlægja Þýskaland,“ sagði Macron á fundinum. „Það verður að vinna þetta stríð og Frakkland stendur með Úkraínu. Hvorki Frakkland né Þýskaland munu aldrei reyna að semja um frið við Rússland fyrir hönd Úkraínu og það sem meira máli skiptir, þá höfum við aldrei gert það.“ Selenskí sagði í daglegu kvöldávarpi sínu í gær að það hafi verið honum mikilvægt að heyra að evrópskir leiðtogar væru sammála því að stríðslok og friður í Úkraínu kæmu til á forsendum Úkraínu sjálfrar. Þá bætti hann því við að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast fyrir allt landið sitt. Vísaði hann til þess að Úkraínumenn og sumir nágrannar þeirra hafa haft áhyggjur af því að Vesturveldin muni þrýsta á Úkraínu að sleppa tökunum af hluta af landsvæði sínu til þess eins að stríðið endi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Ítalía Rúmenía Tengdar fréttir Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín. 16. júní 2022 14:30 Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. 16. júní 2022 13:31 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02
Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín. 16. júní 2022 14:30
Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. 16. júní 2022 13:31