„Mjög óvinsæl“ en verður með á EM Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2022 15:01 Nadia Nadim hefur leikið 99 landsleiki fyrir Danmörku. Getty/Stephen McCarthy Danir verða líkt og Íslendingar á Evrópumótinu í Englandi í næsta mánuði og nú hefur danski landsliðsþjálfarinn Lars Söndergaard tilkynnt hvaða 23 leikmenn hann ætlar að taka með á mótið. Mesta athygli vekur að í danska hópnum er læknirinn Nadia Nadim sem eftir að hafa verið mjög vinsæl í Danmörku skapaði sér miklar óvinsældir með því að gerast sendiherra HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Nadim hefur aldrei svarað ítrekuðum fyrirspurnum danskra fjölmiðla varðandi störf sín fyrir Katara en Söndergaard segir ljóst að nú muni hún þurfa að svara spurningum fjölmiðla eins og aðrar landsliðskonur. Hann vill að málið verði afgreitt sem fyrst svo að hægt verði að beina athyglinni að EM. „Hún hefur verið mjög óvinsæl vegna ákvörðunar sem hún tók um að verða sendiherra [HM í Katar]. En ástæðan fyrir valinu á Nadiu er íþróttalegs eðlis,“ sagði Söndergaard þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn í dag. Nadia Nadim fagnar marki sínu gegn Hollandi í úrslitaleiknum á EM 2017. Hún kom til Danmerkur ellefu ára gömul sem flóttamaður frá Afganistan eftir að faðir hennar var myrtur og hefur saga hennar vakið mikla athygli.Getty/Dean Mouhtaropoulos Nadim og Pernille Harder voru skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleikinn á síðasta EM, í Hollandi 2017, og eru báðar í hópnum nú. Harder hefur sagt að hún hefði aldrei sjálf samþykkt að auglýsa HM í Katar, vegna mannréttindabrota sem þar hafa liðist. Jóker en ekki lykilmaður Nadim er nýbyrjuð að spila að nýju með Racing Louisville í Bandaríkjunum eftir að hafa verið frá keppni í níu mánuði vegna meiðsla. Söndergaard lítur því ekki á þessa 99 landsleikja konu sem lykilleikmann heldur leikmann sem gæti komið inn og gert eitthvað óvænt. Eins konar „jóker“. „Við höfum fengið skýrslur um líkamlegt form hennar frá félaginu hennar og séð vídjó af æfingum,“ sagði Söndergaard sem undirstrikaði að Nadim yrði ekki í felum frá fjölmiðlum. „Við viljum gjarnan vera opið og aðgengilegt landslið. Nadia kemur og verður til viðtals rétt eins og aðrir leikmenn.“ EM fer fram dagana 6.-31. júlí og fyrsti leikur Dana er gegn Þjóðverjum 8. júlí. Danski EM-hópurinn: Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen. EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Mesta athygli vekur að í danska hópnum er læknirinn Nadia Nadim sem eftir að hafa verið mjög vinsæl í Danmörku skapaði sér miklar óvinsældir með því að gerast sendiherra HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Nadim hefur aldrei svarað ítrekuðum fyrirspurnum danskra fjölmiðla varðandi störf sín fyrir Katara en Söndergaard segir ljóst að nú muni hún þurfa að svara spurningum fjölmiðla eins og aðrar landsliðskonur. Hann vill að málið verði afgreitt sem fyrst svo að hægt verði að beina athyglinni að EM. „Hún hefur verið mjög óvinsæl vegna ákvörðunar sem hún tók um að verða sendiherra [HM í Katar]. En ástæðan fyrir valinu á Nadiu er íþróttalegs eðlis,“ sagði Söndergaard þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn í dag. Nadia Nadim fagnar marki sínu gegn Hollandi í úrslitaleiknum á EM 2017. Hún kom til Danmerkur ellefu ára gömul sem flóttamaður frá Afganistan eftir að faðir hennar var myrtur og hefur saga hennar vakið mikla athygli.Getty/Dean Mouhtaropoulos Nadim og Pernille Harder voru skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleikinn á síðasta EM, í Hollandi 2017, og eru báðar í hópnum nú. Harder hefur sagt að hún hefði aldrei sjálf samþykkt að auglýsa HM í Katar, vegna mannréttindabrota sem þar hafa liðist. Jóker en ekki lykilmaður Nadim er nýbyrjuð að spila að nýju með Racing Louisville í Bandaríkjunum eftir að hafa verið frá keppni í níu mánuði vegna meiðsla. Söndergaard lítur því ekki á þessa 99 landsleikja konu sem lykilleikmann heldur leikmann sem gæti komið inn og gert eitthvað óvænt. Eins konar „jóker“. „Við höfum fengið skýrslur um líkamlegt form hennar frá félaginu hennar og séð vídjó af æfingum,“ sagði Söndergaard sem undirstrikaði að Nadim yrði ekki í felum frá fjölmiðlum. „Við viljum gjarnan vera opið og aðgengilegt landslið. Nadia kemur og verður til viðtals rétt eins og aðrir leikmenn.“ EM fer fram dagana 6.-31. júlí og fyrsti leikur Dana er gegn Þjóðverjum 8. júlí. Danski EM-hópurinn: Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen.
Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira