Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2022 07:35 Sportveiðiblaðið fagnar 40 ára afmæli á þessu ári og nú þegar laxveiðitímabilið er hafið fagna veiðimenn nýju veglegu blaði frá útgáfunni. Meðal efnis í blaðinu er við tal við goðsögnina Pétur Steingrímsson í Nesi en það eru 80 ár síðan hann landaði fyrsta laxinum sínum á flugu mog var um áratugaskeið leiðsögumaður við Laxá í Aðaldal. Oddur C. G. Hjaltason skrifar samantekt um Veitt og sleppt sem í dag er að verða sífellt algengara í ám landsins en árangur af þessari breytingu í venjum Íslenskra veiðimanna er að verða óumdeildur þar sem mældur árangur sýnir það svart á hvítu. Einar Páll Garðarsson eða Palli í Bendir eins og hann er betur þekktur í dag fer yfir veiðiferilinn sem spannar áratugi. Páll fer yfir breytingar sem hafa orðið á veiðimarkaðnum síðustu árin og segir sögur bæði af skot og stangveiði en í báðum þessum málum hefur hann frá ansi mörgu skemmtilegu að segja. Hafsteinn Reykjalín segir frá veiðum sínum í Vatnsdalnum, Geir Þorsteinsson segir sögur af fiskum, veiðidrottningin Helga Gísladóttir fer yfir veiðiplönin sín í sumar en hún var 70 daga við veiðar sumarið 2021 og ætlar að gera betur í sumar. Þetta og margt fleira fyrir veiðimenn í nýju tölublapi af Sportveiðiblaðinu. Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Starir taka við Bíldsfelli af SVFR Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði
Meðal efnis í blaðinu er við tal við goðsögnina Pétur Steingrímsson í Nesi en það eru 80 ár síðan hann landaði fyrsta laxinum sínum á flugu mog var um áratugaskeið leiðsögumaður við Laxá í Aðaldal. Oddur C. G. Hjaltason skrifar samantekt um Veitt og sleppt sem í dag er að verða sífellt algengara í ám landsins en árangur af þessari breytingu í venjum Íslenskra veiðimanna er að verða óumdeildur þar sem mældur árangur sýnir það svart á hvítu. Einar Páll Garðarsson eða Palli í Bendir eins og hann er betur þekktur í dag fer yfir veiðiferilinn sem spannar áratugi. Páll fer yfir breytingar sem hafa orðið á veiðimarkaðnum síðustu árin og segir sögur bæði af skot og stangveiði en í báðum þessum málum hefur hann frá ansi mörgu skemmtilegu að segja. Hafsteinn Reykjalín segir frá veiðum sínum í Vatnsdalnum, Geir Þorsteinsson segir sögur af fiskum, veiðidrottningin Helga Gísladóttir fer yfir veiðiplönin sín í sumar en hún var 70 daga við veiðar sumarið 2021 og ætlar að gera betur í sumar. Þetta og margt fleira fyrir veiðimenn í nýju tölublapi af Sportveiðiblaðinu.
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Starir taka við Bíldsfelli af SVFR Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði