Lizzo lagfærir textabút í nýju lagi eftir mikla gagnrýni Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. júní 2022 13:30 Lizzo hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir upplífgandi textasmíð og leggur gjarnan áherslu á að fólk elski sjálft sig eins og það er og náungan sömuleiðis. Getty/Scott Legato Tónlistarkonan Lizzo lenti í vandræðum nú á dögunum vegna niðrandi textabútar í nýútgefna laginu „Grrrls.“ Textinn var gagnrýndur harðlega á samfélagsmiðlum og voru margir aðdáendur hennar miður sín yfir orðnotkuninni. Lizzo hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir upplífgandi textasmíð og leggur gjarnan áherslu á að fólk elski sjálft sig eins og það er og náungan sömuleiðis. Vegna þess urðu margir aðdáendur sárir þegar þeir heyrðu nýja lag tónlistarkonunnar nú síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Í laginu notaði Lizzo orðið „spaz“ eða „spassi“ á íslensku en orðið hefur í árana rás verið notað á niðrandi vegu gagnvart fólki með fötlunina Cerebral Palsy eða CP meðal annars. Samkvæmt heimasíðu Ráðgjafar- og greiningarstöðvarinnar er CP algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni á mánudag og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti Lizzo textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Hér að neðan má heyra breyttu útgáfuna af laginu. Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Lizzo hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir upplífgandi textasmíð og leggur gjarnan áherslu á að fólk elski sjálft sig eins og það er og náungan sömuleiðis. Vegna þess urðu margir aðdáendur sárir þegar þeir heyrðu nýja lag tónlistarkonunnar nú síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Í laginu notaði Lizzo orðið „spaz“ eða „spassi“ á íslensku en orðið hefur í árana rás verið notað á niðrandi vegu gagnvart fólki með fötlunina Cerebral Palsy eða CP meðal annars. Samkvæmt heimasíðu Ráðgjafar- og greiningarstöðvarinnar er CP algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni á mánudag og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti Lizzo textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Hér að neðan má heyra breyttu útgáfuna af laginu.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira