Ræddu meiðsli Elínar: Gott að það var högg Valur Páll Eiríksson skrifar 15. júní 2022 12:30 Elín Metta í leik með Val á síðustu leiktíð Vísir/Vilhelm Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen þurfti að fara meidd af velli eftir um klukkustundarleik er lið hennar, Valur, vann Selfoss 1-0 í Bestu deild kvenna í gær. Rætt var um atvikið í Bestu mörkunum. „Við höfum áhyggjur af þessu því Elín Metta lá þarna lengi. Hún lendir í samstuði, reynir að halda áfram, en þetta lítur ekki vel út, sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. Margrét Lára Viðarsdóttir sagði þetta hins vegar ef til vill ekki mjög alvarlegt. Jákvætt væri að um högg var að ræða, en ekki meiðsli án snertingar. „Það sem hræðir mig minna við að sjá þetta, er að þetta er högg. Mar, maður er aumur, það var tilfinningin. Mér finnst alltaf óhugnalegra þegar enginn er nálægt og það er engin snerting,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér finnst það líka sárt, fyrir hönd Elínar Mettu, af því að mér fannst hún öflug frá upphafi í þessum leik, maður sá að það var eldmóður í henni,“ Sonný Lára Þráinsdóttir tók undir það og segir synd að Elín missi mögulega af síðasta leik Vals áður en landsliðið kemur saman. „Hún var spræk og maður væri alveg til í að sjá hana spila þessa leiki sem eftir eru þangað til að EM-hópurinn kemur saman. En vonandi er þetta bara lítið og Ásta [Árnadóttir, sjúkraþjálfari Vals og landsliðsins] ýtir smá í hana, smá olnboga,“ Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta meiðist Helena velti þá upp hvort leikmenn séu stressaðir og beri sig öðruvísi til að forðast meiðsli í aðdraganda mótsins. „Auðvitað pæla þær í því. En það er rosa hættulegt að fara inn í leiki með það í hausnum og þora ekki að fara á fullu í tæklingar eða návígi, því þá ertu að fara að meiðast,“ sagði Sonný Lára en Margrét Lára sagði þá leikmenn sem eru í landsliðinu vera nógu miklir fagmenn til að slíkar hugsanir kæmust ekki að. „Ég held að þegar þú ert komin inn í leik, þá gleymist allt einhvern veginn. Við höfum allar fundið fyrir því að vera með allar heimsins á herðum sér en þegar maður mætir inn í leik eða æfingar man maður ekki neitt hvað maður var að glíma við korteri áður. Þessar stelpur eru ótrúlega miklir fagmenn og mæta í alla leiki til að standa sig vel.“ Umræðuna um meiðsli Elínar Mettu má sjá í spilaranum að ofan. Síðasta umferð Bestu deildar kvenna fyrir rúmlega mánaðar hlé vegna EM á Englandi er um helgina. Breiðablik sækir Þór/KA heim á Akureyri á laugardag og fimm leikir fara fram á sunnudag. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Bestu mörkin Besta deild kvenna Valur Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
„Við höfum áhyggjur af þessu því Elín Metta lá þarna lengi. Hún lendir í samstuði, reynir að halda áfram, en þetta lítur ekki vel út, sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. Margrét Lára Viðarsdóttir sagði þetta hins vegar ef til vill ekki mjög alvarlegt. Jákvætt væri að um högg var að ræða, en ekki meiðsli án snertingar. „Það sem hræðir mig minna við að sjá þetta, er að þetta er högg. Mar, maður er aumur, það var tilfinningin. Mér finnst alltaf óhugnalegra þegar enginn er nálægt og það er engin snerting,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér finnst það líka sárt, fyrir hönd Elínar Mettu, af því að mér fannst hún öflug frá upphafi í þessum leik, maður sá að það var eldmóður í henni,“ Sonný Lára Þráinsdóttir tók undir það og segir synd að Elín missi mögulega af síðasta leik Vals áður en landsliðið kemur saman. „Hún var spræk og maður væri alveg til í að sjá hana spila þessa leiki sem eftir eru þangað til að EM-hópurinn kemur saman. En vonandi er þetta bara lítið og Ásta [Árnadóttir, sjúkraþjálfari Vals og landsliðsins] ýtir smá í hana, smá olnboga,“ Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta meiðist Helena velti þá upp hvort leikmenn séu stressaðir og beri sig öðruvísi til að forðast meiðsli í aðdraganda mótsins. „Auðvitað pæla þær í því. En það er rosa hættulegt að fara inn í leiki með það í hausnum og þora ekki að fara á fullu í tæklingar eða návígi, því þá ertu að fara að meiðast,“ sagði Sonný Lára en Margrét Lára sagði þá leikmenn sem eru í landsliðinu vera nógu miklir fagmenn til að slíkar hugsanir kæmust ekki að. „Ég held að þegar þú ert komin inn í leik, þá gleymist allt einhvern veginn. Við höfum allar fundið fyrir því að vera með allar heimsins á herðum sér en þegar maður mætir inn í leik eða æfingar man maður ekki neitt hvað maður var að glíma við korteri áður. Þessar stelpur eru ótrúlega miklir fagmenn og mæta í alla leiki til að standa sig vel.“ Umræðuna um meiðsli Elínar Mettu má sjá í spilaranum að ofan. Síðasta umferð Bestu deildar kvenna fyrir rúmlega mánaðar hlé vegna EM á Englandi er um helgina. Breiðablik sækir Þór/KA heim á Akureyri á laugardag og fimm leikir fara fram á sunnudag. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Bestu mörkin Besta deild kvenna Valur Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira