Binda enda á áratugalangt vinalegt „stríð“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2022 23:52 Mute Bourup, forsætisráðherra Grænlands (t.v. sitjandi), Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur (f.m.) og Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada (t.h.), handsöluðu samkomulagið um Hanseyju í Ottawa í dag. AP/Justin Tang/ The Canadian Press Dönsk og kanadísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi sem bindur enda á áratugalangar en góðlátlegar deilur ríkjanna um yfirráð yfir lítilli eyju fyrir norðan Grænland. Þau hafa nú ákveðið að skipta eyjunni til helminga á milli sín. Hanseyja í Naressundi aðeins 1,2 ferkílómetrar að stærð en bæði Kanadamenn og Danir hafa gert tilkall til hennar frá árinu 1971. Hún er jafnlangt frá ströndum Grænlands og Ellesmere-eyju í Kanada. Ríkin frestuðu að gera út um deilurnar en á níunda áratugnum færðist meira kapp í þær. Þannig lentu kanadískir hermenn á Hanseyju og stungu niður fána árið 1984. Þeir grófu jafnframt flösku af kanadísku viskíi. Grænlandsmálaráðherra Danmerkur svaraði fyrir sig nokkrum vikum síðar, skipti úr kanadíska fánanum fyrir þann danska og skildi eftir flösku af dönskum snafsi. Síðan þá hafa ríkin háð svonefnt „Viskístríð“ sem nú sér fyrir endann á. Hafa fulltrúar þeirra skipst á að skilja eftir fána og brennda drykki á eyjunni sem er lítið meira en grjóthnullungur í hafinu. Hanseyja er nefnd í höfuðið á Hans Hendrik, dönskum landkönnuði, sem tók þátt í fyrsta leiðangrinum í eyjuna árið 1853. Á grænlensku heitir eyjan Tartupaluk sem þýðir nýrnalaga.AP Fyrst byrjaði að þokast í samkomulagsátt þegar ríkin stofnuðu sameiginlegan vinnuhóp til að binda enda á deilurnar árið 2018. Tillaga hans er að ríkin skipti Hanseyju bróðurlega á milli sín, um það bil til helminga eftir náttúrulegu skarði í klettinum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þegar öryggi heimsins er ógnað er mikilvægara en nokkru sinni áður að lýðræðisríki eins og Kanada og danska konungsveldið vinni saman ásamt frumbyggjum að því að leysa úr ágreiningsmálum okkar í samræmi við alþjóðalög,“ sagði Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada, í yfirlýsingu í tilefni samkomulagsins. Með samkomulaginu verða til lengstu samfelldu landamæri í sjó í heiminum, alls 3.882 kílómetrar frá Lincoln-hafi í norðri til Labradorhafs í suðri. Danmörk Kanada Grænland Norðurslóðir Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Hanseyja í Naressundi aðeins 1,2 ferkílómetrar að stærð en bæði Kanadamenn og Danir hafa gert tilkall til hennar frá árinu 1971. Hún er jafnlangt frá ströndum Grænlands og Ellesmere-eyju í Kanada. Ríkin frestuðu að gera út um deilurnar en á níunda áratugnum færðist meira kapp í þær. Þannig lentu kanadískir hermenn á Hanseyju og stungu niður fána árið 1984. Þeir grófu jafnframt flösku af kanadísku viskíi. Grænlandsmálaráðherra Danmerkur svaraði fyrir sig nokkrum vikum síðar, skipti úr kanadíska fánanum fyrir þann danska og skildi eftir flösku af dönskum snafsi. Síðan þá hafa ríkin háð svonefnt „Viskístríð“ sem nú sér fyrir endann á. Hafa fulltrúar þeirra skipst á að skilja eftir fána og brennda drykki á eyjunni sem er lítið meira en grjóthnullungur í hafinu. Hanseyja er nefnd í höfuðið á Hans Hendrik, dönskum landkönnuði, sem tók þátt í fyrsta leiðangrinum í eyjuna árið 1853. Á grænlensku heitir eyjan Tartupaluk sem þýðir nýrnalaga.AP Fyrst byrjaði að þokast í samkomulagsátt þegar ríkin stofnuðu sameiginlegan vinnuhóp til að binda enda á deilurnar árið 2018. Tillaga hans er að ríkin skipti Hanseyju bróðurlega á milli sín, um það bil til helminga eftir náttúrulegu skarði í klettinum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þegar öryggi heimsins er ógnað er mikilvægara en nokkru sinni áður að lýðræðisríki eins og Kanada og danska konungsveldið vinni saman ásamt frumbyggjum að því að leysa úr ágreiningsmálum okkar í samræmi við alþjóðalög,“ sagði Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada, í yfirlýsingu í tilefni samkomulagsins. Með samkomulaginu verða til lengstu samfelldu landamæri í sjó í heiminum, alls 3.882 kílómetrar frá Lincoln-hafi í norðri til Labradorhafs í suðri.
Danmörk Kanada Grænland Norðurslóðir Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira