Hinn íslensk-ættaði Tomasson tekur við Blackburn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 15:00 Frá Malmö til Blackburn. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Hinn 45 ára gamli Jon Dahl Tomasson hefur tekið við þjálfun Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Tomasson gerði Malmö FF í Svíþjóð að meisturum tvö ár í röð áður en hann sagði óvænt upp í desember á síðasta ári. Tomasson á ættir að rekja til Íslands en afi hans var íslenskur. Það kom þó aldrei annað til greina hjá þessum fyrrverandi framherja en að spila fyrir Danmörku. Alls skoraði hann 51 mark í 112 A-landsleikjum. Hann átti einkan flottar feril en eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Köge í Danmörku fór hann til Heerenveen í Hollandi, þaðan til Newcastle United, Feyenoord, AC Milan, Stuttgart, Villareal og aftur Feyenoord. Eftir að leggja skóna á hilluna 2011 þá beið Tomasson í tvö ár áður en hann tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi. Það var hjá Excelsior í Hollandi árið 2013 en hann entist stutt þar og sama má segja um tíma hans hjá Roda JC. Árið 2015 var hann ráðin aðstoðarþjálfari Vitesse Arnhem og ári síðar var hann orðinn aðstoðarþjálfari Danmerkur. Það var svo í janúar 2020 sem hann tók við Malmö og gerði liðið að meisturum. Hann vann deildina aftur ári síðar áður en hann sagði upp störfum í desembersíðastliðnum. We are delighted to announce the appointment of Jon Dahl Tomasson as our new Head Coach. Velkommen, Jon! Read more: https://t.co/02d4lBfwGl#Rovers pic.twitter.com/cQ4d0Wt0yQ— Blackburn Rovers (@Rovers) June 14, 2022 Hann var því án atvinnu í rúmlega hálft ár eða þangað til Blackburn Rovers tilkynnti að Tomasson væri nýr þjálfari liðsins. Á hann að hjálpa því að komast upp í deild þeirra bestu en þar hefur Blackburn ekki verið síðan árið 2012. Nýlega réð Blackburn manninn á bakvið árangur Noregsmeistara Bodø/Glimt sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Það er því ljóst að félagið horfir til Norðurlandanna í uppbyggingu sinni, hver veit nema þeir horfi næst til Íslands í leit að leikmönnum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Tomasson á ættir að rekja til Íslands en afi hans var íslenskur. Það kom þó aldrei annað til greina hjá þessum fyrrverandi framherja en að spila fyrir Danmörku. Alls skoraði hann 51 mark í 112 A-landsleikjum. Hann átti einkan flottar feril en eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Köge í Danmörku fór hann til Heerenveen í Hollandi, þaðan til Newcastle United, Feyenoord, AC Milan, Stuttgart, Villareal og aftur Feyenoord. Eftir að leggja skóna á hilluna 2011 þá beið Tomasson í tvö ár áður en hann tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi. Það var hjá Excelsior í Hollandi árið 2013 en hann entist stutt þar og sama má segja um tíma hans hjá Roda JC. Árið 2015 var hann ráðin aðstoðarþjálfari Vitesse Arnhem og ári síðar var hann orðinn aðstoðarþjálfari Danmerkur. Það var svo í janúar 2020 sem hann tók við Malmö og gerði liðið að meisturum. Hann vann deildina aftur ári síðar áður en hann sagði upp störfum í desembersíðastliðnum. We are delighted to announce the appointment of Jon Dahl Tomasson as our new Head Coach. Velkommen, Jon! Read more: https://t.co/02d4lBfwGl#Rovers pic.twitter.com/cQ4d0Wt0yQ— Blackburn Rovers (@Rovers) June 14, 2022 Hann var því án atvinnu í rúmlega hálft ár eða þangað til Blackburn Rovers tilkynnti að Tomasson væri nýr þjálfari liðsins. Á hann að hjálpa því að komast upp í deild þeirra bestu en þar hefur Blackburn ekki verið síðan árið 2012. Nýlega réð Blackburn manninn á bakvið árangur Noregsmeistara Bodø/Glimt sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Það er því ljóst að félagið horfir til Norðurlandanna í uppbyggingu sinni, hver veit nema þeir horfi næst til Íslands í leit að leikmönnum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira