„Sjáum að hlutirnir eru að þróast í rétta átt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 14:30 Arnar Þór Viðarsson segist ánægður með landsleikjagluggann hingað til. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum blaðamanna í Laugardalnum í dag, en íslenska liðið tekur á móti Ísrael í Þjóðadeildinni á morgun. Ísland hefur gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum landsleikjaglugga og Arnar segist ánægður með liðið. Íslenska liðið hefur þurft að hlusta á háværar gagnrýnisraddir undanfarnar vikur og Arnar var spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu í sínu starfi. Hann sagði svo ekki vera, heldur hafi hann verið ánægður með liðið í glugganum sem nú er að líða. „Nei af því að ég er nefnilega búinn að vera mjög ánægður með gluggann,“ sagði Arnar Þór. „Við byrjuðum í Danmörku og það er eins og það séu þrír mánuðir síðan. Þetta er búið að vera rosalega langt. En ég er búinn að vera mjög sáttur við það hvernig við, ekki bara sem lið, heldur leikmennirnir, rosalega stoltur af þeim, staffið frábært, KSÍ hvernig þeir hafa höndlað ferðalögin og allt þetta.“ „Það er svona það súrrealíska í þessu að við erum búnir að spila þrjá leiki. Gerðum jafntefli úti á móti Ísrael, gerðum jafntefli heima á móti Albaníu og unnum síðan þriðja leikinn [á móti San Marínó]. Þá finnst mér mjög skrítið að umræðan sé stundum eins og við höfum tapað þrem leikjum í röð.“ „Þannig að ég finn enn fyrir orku hjá mér, hjá staffinu og leikmönnum og miklum vilja að halda okkur inni í þessari keppni.“ Leikstíllinn mjakast í rétta átt en vantar mörkin Eins og Arnar segir þá hefur liðið gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum glugga. Jafnteflin tvö voru í Þjóðadeildinni og íslenska liðið á því enn góðan möguleika á að vinna riðilinn og koma sér þar með aftur upp í A-deild. „Við erum að fara í hálfgerðan undanúrslitaleik á morgun og ég er bara rosalega spenntur og mótiveraður að fara í þann leik. Af því að ég finn og ég sé hvað er að gerast. Þegar ég og staffið erum að kíkja yfir leikina okkar og greina leikplanið þá sjáum við að hlutirnir eru að þróast í rétta átt. Við sjáum að liðið sem við erum með í höndunum, þessir ungu leikmenn í bland við eldri leikmenn eins og Birki [Bjarnason], að þessi leikstíll sem við erum að leitast eftir er bara á mjög góðri leið.“ „Þannig að ég er bara mjög spenntur og í rauninni mjög ánægður með gluggann hingað til. Það er bara þetta eina box sem við gleymdum að tikka í - að skora fleiri mörk. En við reynum að tikka í það á morgun,“ sagði Arnar léttur að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Íslenska liðið hefur þurft að hlusta á háværar gagnrýnisraddir undanfarnar vikur og Arnar var spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu í sínu starfi. Hann sagði svo ekki vera, heldur hafi hann verið ánægður með liðið í glugganum sem nú er að líða. „Nei af því að ég er nefnilega búinn að vera mjög ánægður með gluggann,“ sagði Arnar Þór. „Við byrjuðum í Danmörku og það er eins og það séu þrír mánuðir síðan. Þetta er búið að vera rosalega langt. En ég er búinn að vera mjög sáttur við það hvernig við, ekki bara sem lið, heldur leikmennirnir, rosalega stoltur af þeim, staffið frábært, KSÍ hvernig þeir hafa höndlað ferðalögin og allt þetta.“ „Það er svona það súrrealíska í þessu að við erum búnir að spila þrjá leiki. Gerðum jafntefli úti á móti Ísrael, gerðum jafntefli heima á móti Albaníu og unnum síðan þriðja leikinn [á móti San Marínó]. Þá finnst mér mjög skrítið að umræðan sé stundum eins og við höfum tapað þrem leikjum í röð.“ „Þannig að ég finn enn fyrir orku hjá mér, hjá staffinu og leikmönnum og miklum vilja að halda okkur inni í þessari keppni.“ Leikstíllinn mjakast í rétta átt en vantar mörkin Eins og Arnar segir þá hefur liðið gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum glugga. Jafnteflin tvö voru í Þjóðadeildinni og íslenska liðið á því enn góðan möguleika á að vinna riðilinn og koma sér þar með aftur upp í A-deild. „Við erum að fara í hálfgerðan undanúrslitaleik á morgun og ég er bara rosalega spenntur og mótiveraður að fara í þann leik. Af því að ég finn og ég sé hvað er að gerast. Þegar ég og staffið erum að kíkja yfir leikina okkar og greina leikplanið þá sjáum við að hlutirnir eru að þróast í rétta átt. Við sjáum að liðið sem við erum með í höndunum, þessir ungu leikmenn í bland við eldri leikmenn eins og Birki [Bjarnason], að þessi leikstíll sem við erum að leitast eftir er bara á mjög góðri leið.“ „Þannig að ég er bara mjög spenntur og í rauninni mjög ánægður með gluggann hingað til. Það er bara þetta eina box sem við gleymdum að tikka í - að skora fleiri mörk. En við reynum að tikka í það á morgun,“ sagði Arnar léttur að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira