„Sjáum að hlutirnir eru að þróast í rétta átt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 14:30 Arnar Þór Viðarsson segist ánægður með landsleikjagluggann hingað til. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum blaðamanna í Laugardalnum í dag, en íslenska liðið tekur á móti Ísrael í Þjóðadeildinni á morgun. Ísland hefur gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum landsleikjaglugga og Arnar segist ánægður með liðið. Íslenska liðið hefur þurft að hlusta á háværar gagnrýnisraddir undanfarnar vikur og Arnar var spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu í sínu starfi. Hann sagði svo ekki vera, heldur hafi hann verið ánægður með liðið í glugganum sem nú er að líða. „Nei af því að ég er nefnilega búinn að vera mjög ánægður með gluggann,“ sagði Arnar Þór. „Við byrjuðum í Danmörku og það er eins og það séu þrír mánuðir síðan. Þetta er búið að vera rosalega langt. En ég er búinn að vera mjög sáttur við það hvernig við, ekki bara sem lið, heldur leikmennirnir, rosalega stoltur af þeim, staffið frábært, KSÍ hvernig þeir hafa höndlað ferðalögin og allt þetta.“ „Það er svona það súrrealíska í þessu að við erum búnir að spila þrjá leiki. Gerðum jafntefli úti á móti Ísrael, gerðum jafntefli heima á móti Albaníu og unnum síðan þriðja leikinn [á móti San Marínó]. Þá finnst mér mjög skrítið að umræðan sé stundum eins og við höfum tapað þrem leikjum í röð.“ „Þannig að ég finn enn fyrir orku hjá mér, hjá staffinu og leikmönnum og miklum vilja að halda okkur inni í þessari keppni.“ Leikstíllinn mjakast í rétta átt en vantar mörkin Eins og Arnar segir þá hefur liðið gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum glugga. Jafnteflin tvö voru í Þjóðadeildinni og íslenska liðið á því enn góðan möguleika á að vinna riðilinn og koma sér þar með aftur upp í A-deild. „Við erum að fara í hálfgerðan undanúrslitaleik á morgun og ég er bara rosalega spenntur og mótiveraður að fara í þann leik. Af því að ég finn og ég sé hvað er að gerast. Þegar ég og staffið erum að kíkja yfir leikina okkar og greina leikplanið þá sjáum við að hlutirnir eru að þróast í rétta átt. Við sjáum að liðið sem við erum með í höndunum, þessir ungu leikmenn í bland við eldri leikmenn eins og Birki [Bjarnason], að þessi leikstíll sem við erum að leitast eftir er bara á mjög góðri leið.“ „Þannig að ég er bara mjög spenntur og í rauninni mjög ánægður með gluggann hingað til. Það er bara þetta eina box sem við gleymdum að tikka í - að skora fleiri mörk. En við reynum að tikka í það á morgun,“ sagði Arnar léttur að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver Sjá meira
Íslenska liðið hefur þurft að hlusta á háværar gagnrýnisraddir undanfarnar vikur og Arnar var spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu í sínu starfi. Hann sagði svo ekki vera, heldur hafi hann verið ánægður með liðið í glugganum sem nú er að líða. „Nei af því að ég er nefnilega búinn að vera mjög ánægður með gluggann,“ sagði Arnar Þór. „Við byrjuðum í Danmörku og það er eins og það séu þrír mánuðir síðan. Þetta er búið að vera rosalega langt. En ég er búinn að vera mjög sáttur við það hvernig við, ekki bara sem lið, heldur leikmennirnir, rosalega stoltur af þeim, staffið frábært, KSÍ hvernig þeir hafa höndlað ferðalögin og allt þetta.“ „Það er svona það súrrealíska í þessu að við erum búnir að spila þrjá leiki. Gerðum jafntefli úti á móti Ísrael, gerðum jafntefli heima á móti Albaníu og unnum síðan þriðja leikinn [á móti San Marínó]. Þá finnst mér mjög skrítið að umræðan sé stundum eins og við höfum tapað þrem leikjum í röð.“ „Þannig að ég finn enn fyrir orku hjá mér, hjá staffinu og leikmönnum og miklum vilja að halda okkur inni í þessari keppni.“ Leikstíllinn mjakast í rétta átt en vantar mörkin Eins og Arnar segir þá hefur liðið gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum glugga. Jafnteflin tvö voru í Þjóðadeildinni og íslenska liðið á því enn góðan möguleika á að vinna riðilinn og koma sér þar með aftur upp í A-deild. „Við erum að fara í hálfgerðan undanúrslitaleik á morgun og ég er bara rosalega spenntur og mótiveraður að fara í þann leik. Af því að ég finn og ég sé hvað er að gerast. Þegar ég og staffið erum að kíkja yfir leikina okkar og greina leikplanið þá sjáum við að hlutirnir eru að þróast í rétta átt. Við sjáum að liðið sem við erum með í höndunum, þessir ungu leikmenn í bland við eldri leikmenn eins og Birki [Bjarnason], að þessi leikstíll sem við erum að leitast eftir er bara á mjög góðri leið.“ „Þannig að ég er bara mjög spenntur og í rauninni mjög ánægður með gluggann hingað til. Það er bara þetta eina box sem við gleymdum að tikka í - að skora fleiri mörk. En við reynum að tikka í það á morgun,“ sagði Arnar léttur að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver Sjá meira