Fín veiði við Hraun í Ölfusi Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2022 09:15 Sjóbirtingur Þrátt fyrir að veiðin á aðalsvæðum sjóbirtingsins sé að mestu lokið er ennþá hægt að gera fína veiði á sjóbirting á nokkrum svæðum. Eitt af þeim er Hraun í Ölfusi en það er veiðisvæðið við Ölfusárbrúnna. Það er bæði veitt af austur og vesturbakkanum og meira að segja hafa margir gert góða veiði fyrir neðan brú. Það er best að koma á fjörunni og veiða í aðfallinu, þá kemur sjóbirtingurinn inn. Það er líka hægt að setja í lax og stöku bleikju á góðum degi. Það gefur langbest að veiða á flugu með sökkenda og eitt af því sem þarf að hafa í huga er að vaða alls ekki út í því fiskurinn getur tekið alveg upp við harða land. Vinsælar flugur hafa verið Bizmo og Sunray en eins hafa Snælda og stór Rauð Frances túpa oft gefið vel. Beitan getur líka virkað en þeir sem eru komnir á lagið með að kasta flugu segja að það sé bara mun veiðnari aðferð. Veiðin stendur yfir frá því að aðfallið byrjar og liggjanda er náð. Lítið veiðist þegar það fellur frá. Þetta er upplagt svæði fyrir fjölskyldur því það þarf ekki að kasta langt til að eiga von á góðum birting og fyrir yngstu veiðimennina er best að nota spún, kasta aðeins upp í strauminn og láta leka alveg upp við land. Stangveiði Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði
Eitt af þeim er Hraun í Ölfusi en það er veiðisvæðið við Ölfusárbrúnna. Það er bæði veitt af austur og vesturbakkanum og meira að segja hafa margir gert góða veiði fyrir neðan brú. Það er best að koma á fjörunni og veiða í aðfallinu, þá kemur sjóbirtingurinn inn. Það er líka hægt að setja í lax og stöku bleikju á góðum degi. Það gefur langbest að veiða á flugu með sökkenda og eitt af því sem þarf að hafa í huga er að vaða alls ekki út í því fiskurinn getur tekið alveg upp við harða land. Vinsælar flugur hafa verið Bizmo og Sunray en eins hafa Snælda og stór Rauð Frances túpa oft gefið vel. Beitan getur líka virkað en þeir sem eru komnir á lagið með að kasta flugu segja að það sé bara mun veiðnari aðferð. Veiðin stendur yfir frá því að aðfallið byrjar og liggjanda er náð. Lítið veiðist þegar það fellur frá. Þetta er upplagt svæði fyrir fjölskyldur því það þarf ekki að kasta langt til að eiga von á góðum birting og fyrir yngstu veiðimennina er best að nota spún, kasta aðeins upp í strauminn og láta leka alveg upp við land.
Stangveiði Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði