Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales Atli Arason skrifar 6. júní 2022 23:31 Oleksandr Petrakov, þjálfari Úkraínu, á hliðarlínunni í leiknum gegn Wales. Getty Images Oleksandr Petrakov, þjálfari úkraínska landsliðsins, bað þjóð sína afsökunar og segir Úkraínumenn standa í þakkarskuld við Wales á tilfinningaþrungnum fréttamannafundi eftir 1-0 tap Úkraínu í Wales í gær. „Dauðaþögn“ var orðið sem Petrakov notaði til að lýsa því hvernig andrúmsloftið var í búningsherbergi Úkraínu eftir leik. Leikmenn liðsins fengu úkraínska fánan að gjöf fyrir leikinn í gær frá hermönnum sem eru að verja landið þeirra fyrir innrás Rússa. Á fánanum voru skilaboð til stuðnings landsliðsins. Úkraínska landsliðið í fótbolta hefur verið ljósið í myrkrinu hjá úkraínsku þjóðinni á erfiðum tímum. Liðið hafði náð lygilega góðum árangri og var einungis einum leik frá því að komast á sitt annað heimsmeistaramót frá upphafi. Landsliðsþjálfarinn var klökkur á fjölmiðlafundi eftir tapið. „Ég held að við höfum gert allt sem við gátum en ég vil að fólkið í Úkraínu muni eftir liðinu okkar, baráttuviljanum okkar. Mig langar að biðjast afsökunar á því að okkur tókst ekki að skora en svona getur fótboltinn verið. Svona fór þetta í kvöld en... ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er alveg orðlaus,“ sagði Petrakov sem átti í erfiðleikum með að halda aftur af tilfinningum sínum. „Ekki gleyma því sem er að gerast í Úkraínu. Það er stríð þar útum allt land. Það eru börn og konur að deyja á hverjum degi. Innviðir okkar hafa verið lagðir í rúst af rússneskum villimönnum.“ „Við erum bara að reyna að vernda okkar eigið landsvæði. Við biðjum ykkur um að styðja okkur, við viljum að þið skiljið allt það sem er í gangi heima hjá okkur. Það er óskandi að ekkert þessu líkt komi fyrir ykkur eða neinn annan,“ sagði Petrakov við dynjandi lófatak á fjölmiðlafundinum í Cardiff. Leikurinn í Cardiff í gær var óhefðbundin af því leyti að enginn öryggisgæsla skildi hópa stuðningsmanna hvors liðs í sundur. Ekki þurfti gæslu til að halda frið og ró, öllum virtist koma vel saman. Wales hefur tekið á móti tæplega 4.000 manns á flótta frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Knattspyrnusamband Wales, FAW, gaf 100 miða á völlinn til flóttafólks frá Úkraínu. Petrakov lokaði fjölmiðlafundinum með því að þakka gestgjöfunum í Wales. „Ég vil sýna Wales þakklæti. Ég óska ykkur alls hins besta á heimsmeistaramótinu. Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales. Þakka ykkur fyrir,“ sagði Petrakov að endingu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína HM 2022 í Katar Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
„Dauðaþögn“ var orðið sem Petrakov notaði til að lýsa því hvernig andrúmsloftið var í búningsherbergi Úkraínu eftir leik. Leikmenn liðsins fengu úkraínska fánan að gjöf fyrir leikinn í gær frá hermönnum sem eru að verja landið þeirra fyrir innrás Rússa. Á fánanum voru skilaboð til stuðnings landsliðsins. Úkraínska landsliðið í fótbolta hefur verið ljósið í myrkrinu hjá úkraínsku þjóðinni á erfiðum tímum. Liðið hafði náð lygilega góðum árangri og var einungis einum leik frá því að komast á sitt annað heimsmeistaramót frá upphafi. Landsliðsþjálfarinn var klökkur á fjölmiðlafundi eftir tapið. „Ég held að við höfum gert allt sem við gátum en ég vil að fólkið í Úkraínu muni eftir liðinu okkar, baráttuviljanum okkar. Mig langar að biðjast afsökunar á því að okkur tókst ekki að skora en svona getur fótboltinn verið. Svona fór þetta í kvöld en... ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er alveg orðlaus,“ sagði Petrakov sem átti í erfiðleikum með að halda aftur af tilfinningum sínum. „Ekki gleyma því sem er að gerast í Úkraínu. Það er stríð þar útum allt land. Það eru börn og konur að deyja á hverjum degi. Innviðir okkar hafa verið lagðir í rúst af rússneskum villimönnum.“ „Við erum bara að reyna að vernda okkar eigið landsvæði. Við biðjum ykkur um að styðja okkur, við viljum að þið skiljið allt það sem er í gangi heima hjá okkur. Það er óskandi að ekkert þessu líkt komi fyrir ykkur eða neinn annan,“ sagði Petrakov við dynjandi lófatak á fjölmiðlafundinum í Cardiff. Leikurinn í Cardiff í gær var óhefðbundin af því leyti að enginn öryggisgæsla skildi hópa stuðningsmanna hvors liðs í sundur. Ekki þurfti gæslu til að halda frið og ró, öllum virtist koma vel saman. Wales hefur tekið á móti tæplega 4.000 manns á flótta frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Knattspyrnusamband Wales, FAW, gaf 100 miða á völlinn til flóttafólks frá Úkraínu. Petrakov lokaði fjölmiðlafundinum með því að þakka gestgjöfunum í Wales. „Ég vil sýna Wales þakklæti. Ég óska ykkur alls hins besta á heimsmeistaramótinu. Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales. Þakka ykkur fyrir,“ sagði Petrakov að endingu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína HM 2022 í Katar Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira