Kínverjar herja á KK á Spotify: „Ég heyri bara í Jóni Gunnarssyni, hann er duglegur að henda útlendingum út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:15 KK segist ekki hafa hugmynd um hvernig kínverskir tónlistarmenn komust á Spotify-listann hans. Vísir Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, kannast ekkert við þrjú nýjustu lögin sem hann er skráður fyrir á Spotify. Kannski ekki skrítið, því lögin eru kínversk hiphop lög, ekki beint sá tónlistarstíll sem KK er þekktur fyrir. Þegar fréttmaður náði tali af KK kannaðist hann ekkert við lögin og vissi heldur ekki að þau væru nú merkt honum á Spotify. „Ha? Ég veit ekki hvað er í gangi, það kom fyrir einhvern tíma að einhverjir indverskir KK-ar voru út um allt inni á síðunni hjá mér. Ég hafði ekki séð það, ég er ekkert svo mikið að pæla í þessu,“ segir KK og hlær. „Það er mjög stór listamaður í Indlandi, sem heitir KK og er mjög vinsæll, einhvern vegin lak þetta á milli. Ég geri mér enga grein fyrir því hvernig þetta virkar allt saman, það eru ungir menn hjá Alda Music sem fatta hvað er í gangi,“ segir KK. Hér má hlusta á bút úr einu kínversku laganna sem skráð er á KK á Spotify. Hann segist ætla að heyra í sínum mönnum hjá Alda Music eftir helgi svo þeir geti kippt þessu í liðinn fyrir hann. „Ég veit ekkert hvað er í gangi þarna, ég var ekki einu sinni búinn að sjá þetta. Heitir hann KK líka?“ spurði KK blaðamann, sem gat engu svarað enda allur textinn við kínversku lögin á kínversku, sem blaðamaður því miður les ekki. „Kínverjar eru svo margir, þeir verða að vera einhvers staðar. Það er svo mikið pláss hjá Íslendingum að þeir eru farnir að koma til okkar,“ segir KK og hlær. „Ég verð kannski bara að tala við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og hann reddar þessu. Hann er duglegur að henda útlendingum út.“ Tónlist Spotify Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Þegar fréttmaður náði tali af KK kannaðist hann ekkert við lögin og vissi heldur ekki að þau væru nú merkt honum á Spotify. „Ha? Ég veit ekki hvað er í gangi, það kom fyrir einhvern tíma að einhverjir indverskir KK-ar voru út um allt inni á síðunni hjá mér. Ég hafði ekki séð það, ég er ekkert svo mikið að pæla í þessu,“ segir KK og hlær. „Það er mjög stór listamaður í Indlandi, sem heitir KK og er mjög vinsæll, einhvern vegin lak þetta á milli. Ég geri mér enga grein fyrir því hvernig þetta virkar allt saman, það eru ungir menn hjá Alda Music sem fatta hvað er í gangi,“ segir KK. Hér má hlusta á bút úr einu kínversku laganna sem skráð er á KK á Spotify. Hann segist ætla að heyra í sínum mönnum hjá Alda Music eftir helgi svo þeir geti kippt þessu í liðinn fyrir hann. „Ég veit ekkert hvað er í gangi þarna, ég var ekki einu sinni búinn að sjá þetta. Heitir hann KK líka?“ spurði KK blaðamann, sem gat engu svarað enda allur textinn við kínversku lögin á kínversku, sem blaðamaður því miður les ekki. „Kínverjar eru svo margir, þeir verða að vera einhvers staðar. Það er svo mikið pláss hjá Íslendingum að þeir eru farnir að koma til okkar,“ segir KK og hlær. „Ég verð kannski bara að tala við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og hann reddar þessu. Hann er duglegur að henda útlendingum út.“
Tónlist Spotify Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira