Orðuveitingar frá Póllandi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2022 16:16 Anetu Figalarska (t.v.) og Magdalena Markowska, pólskukennarar með orðurnar sínar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var hátíðleg stund í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi fyrir helgi þegar fulltrúar Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands mættu til að heiðra fjóra starfsmenn með orðum fyrir frábært starf fyrir að sinna nemendum af pólskum uppruna vel og allri þjónustu við þá og forráðamenn þeirra til margra ára. Sendinefnd frá pólska ríkinu mætti í íþróttahúsið prúðbúinn til að heiðra þær Anetu Figalarsku, kennara í Vallaskóla og kennsluráðgjafi hjá skólaþjónustu Suðurlands og Magdalenu Markowsku, kennari í Vallaskóla fyrir frábær störf. Einnig voru Guðbjartur Ólason, skólastjóri Vallaskóla, og Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar heiðraðir með heiðursviðurkenningu Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands. Hópurinn, sem kom að athöfninni á einn eða annan hátt í íþróttahúsi Vallaskóla á föstudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjartur og Þorsteinn eru að vonum mjög stoltir. „Við erum bæði stoltir og hrærðir. Þetta er ekki bara viðurkenningu fyrir okkur, heldur líka fyrir samfélag Íslendinga og Pólverja á Suðurlandi. Við erum bara mjög ánægðir með þessa samvinnu og að Pólska sendiráðið og að menntamálaráðuneytið sýni þessa viðurkenningu í verki,“ segir Guðbjartur. „Þetta er bara mikill heiður enda hefur þessi skóli og við öll í Árborg lagt okkur fram um að gera þessa hluti vel og vinna vel með fólk af erlendum uppruna, ekki síst Pólverjum, sem er stór hópur hérna,“ segir Þorsteinn. „Við erum með yfir 30 nemendur af Pólskum uppruna hérna í skólanum okkar. Þessi blöndun hefur tekist mjög vel en ég held að það megi m.a. þakka að við höfum pólskumælendi kennara og nemendurnir geta styrkt sig í íslenskunni og Pólskunni,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur (t.v.) og Þorsteinn stoltir með orðurnar sínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aneta og Magdalena eru í skýjunum með viðurkenninguna, sem þær fengu frá Pólska ríkinu. En er Pólska erfitt tungumál? „Já, mjög erfitt fyrir ykkur, en krakkar eru mjög áhugasamir að læra Pólsku, þau vilja læra enn betur Pólsku samhliða íslensku, sem er mjög áhugavert,“ segir Aneta. Og Pólverjum er alltaf að fjölga á Íslandi. „Já, það er rétt, þeir koma fleiri og fleiri. Það er svo þægilegt og gott að vera hér, það er rólegt, góð vinna og gott fólk,“ segir Magdalena. OrðuveitningMagnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Pólland Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Sendinefnd frá pólska ríkinu mætti í íþróttahúsið prúðbúinn til að heiðra þær Anetu Figalarsku, kennara í Vallaskóla og kennsluráðgjafi hjá skólaþjónustu Suðurlands og Magdalenu Markowsku, kennari í Vallaskóla fyrir frábær störf. Einnig voru Guðbjartur Ólason, skólastjóri Vallaskóla, og Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar heiðraðir með heiðursviðurkenningu Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands. Hópurinn, sem kom að athöfninni á einn eða annan hátt í íþróttahúsi Vallaskóla á föstudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjartur og Þorsteinn eru að vonum mjög stoltir. „Við erum bæði stoltir og hrærðir. Þetta er ekki bara viðurkenningu fyrir okkur, heldur líka fyrir samfélag Íslendinga og Pólverja á Suðurlandi. Við erum bara mjög ánægðir með þessa samvinnu og að Pólska sendiráðið og að menntamálaráðuneytið sýni þessa viðurkenningu í verki,“ segir Guðbjartur. „Þetta er bara mikill heiður enda hefur þessi skóli og við öll í Árborg lagt okkur fram um að gera þessa hluti vel og vinna vel með fólk af erlendum uppruna, ekki síst Pólverjum, sem er stór hópur hérna,“ segir Þorsteinn. „Við erum með yfir 30 nemendur af Pólskum uppruna hérna í skólanum okkar. Þessi blöndun hefur tekist mjög vel en ég held að það megi m.a. þakka að við höfum pólskumælendi kennara og nemendurnir geta styrkt sig í íslenskunni og Pólskunni,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur (t.v.) og Þorsteinn stoltir með orðurnar sínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aneta og Magdalena eru í skýjunum með viðurkenninguna, sem þær fengu frá Pólska ríkinu. En er Pólska erfitt tungumál? „Já, mjög erfitt fyrir ykkur, en krakkar eru mjög áhugasamir að læra Pólsku, þau vilja læra enn betur Pólsku samhliða íslensku, sem er mjög áhugavert,“ segir Aneta. Og Pólverjum er alltaf að fjölga á Íslandi. „Já, það er rétt, þeir koma fleiri og fleiri. Það er svo þægilegt og gott að vera hér, það er rólegt, góð vinna og gott fólk,“ segir Magdalena. OrðuveitningMagnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Pólland Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira