Tevez leggur skóna á hilluna vegna andláts föður síns Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 22:00 Carlos Tevez hefur skorað sitt síðasta mark sem atvinnumaður. Mariano Gabriel Sanchez/Getty Images Argentínumaðurinn Carlos Tevez leggur skóna á hilluna 38 ára gamall eftir að föður hans lést. Tevez lék á sínum tíma með bæði Manchester United og City. Tevez hóf feril sinn hjá Boca Juniors í Argentínu áður en hann elti seðilinn til Corinthians í Brasilíu. Þaðan lá leiðin til West Ham United á Englandi sem þá var undir íslensku eignarhaldi. "I lost my number one fan" Carlos Tevez has called time on a glittering career https://t.co/bG68rTLBxh— talkSPORT (@talkSPORT) June 4, 2022 Tevez var ekki allra og segja má að ýmis vistaskipti hans hafi vakið athygli, undrun og reiði. Þó aldrei eins og þegar hann færði sig um set frá Manchester United til Manchester City árið 2009. Þaðan lá leiðin til Juventus á Ítalíu, heim til Boca áður en hann elti seðilinn á nýjan leik en að þessu sinni til Kína og svo aftur til Boca árið 2018 þar sem hann hefur spilað síðan 2018. „Það hefur verið erfitt að spila undanfarið ár en ég gat þó alltaf séð gamla manninn (föður sinn). Ég hef ákveðið að hætta að spila þar sem ég hef misst minn helsta stuðningsmann,“ sagði Tevez um ástæðu þess að skórnir væru farnir á hilluna. Tevez var gríðarlega vinnusamur framherji sem skoraði þó vel yfir 200 mörk á ferli sínum. Þá vann hann fjölda titla, þar á meðal ensku úrvalsdeildina þrívegis, FA bikarinn og ítölsku úrvalsdeildina tvívegis sem og Meistaradeild Evrópu og FA bikarinn einu sinni. Carlos Tevez gave us one of the coldest football photos pic.twitter.com/3yDMMX9BZw— B/R Football (@brfootball) June 4, 2022 Þá vann Tevez gull á Ólympíuleikunum með Argentínu ásamt því að enda þrívegis í öðru sæti Suður-Ameríkubikarsins. Fótbolti Tímamót Argentína Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Tevez hóf feril sinn hjá Boca Juniors í Argentínu áður en hann elti seðilinn til Corinthians í Brasilíu. Þaðan lá leiðin til West Ham United á Englandi sem þá var undir íslensku eignarhaldi. "I lost my number one fan" Carlos Tevez has called time on a glittering career https://t.co/bG68rTLBxh— talkSPORT (@talkSPORT) June 4, 2022 Tevez var ekki allra og segja má að ýmis vistaskipti hans hafi vakið athygli, undrun og reiði. Þó aldrei eins og þegar hann færði sig um set frá Manchester United til Manchester City árið 2009. Þaðan lá leiðin til Juventus á Ítalíu, heim til Boca áður en hann elti seðilinn á nýjan leik en að þessu sinni til Kína og svo aftur til Boca árið 2018 þar sem hann hefur spilað síðan 2018. „Það hefur verið erfitt að spila undanfarið ár en ég gat þó alltaf séð gamla manninn (föður sinn). Ég hef ákveðið að hætta að spila þar sem ég hef misst minn helsta stuðningsmann,“ sagði Tevez um ástæðu þess að skórnir væru farnir á hilluna. Tevez var gríðarlega vinnusamur framherji sem skoraði þó vel yfir 200 mörk á ferli sínum. Þá vann hann fjölda titla, þar á meðal ensku úrvalsdeildina þrívegis, FA bikarinn og ítölsku úrvalsdeildina tvívegis sem og Meistaradeild Evrópu og FA bikarinn einu sinni. Carlos Tevez gave us one of the coldest football photos pic.twitter.com/3yDMMX9BZw— B/R Football (@brfootball) June 4, 2022 Þá vann Tevez gull á Ólympíuleikunum með Argentínu ásamt því að enda þrívegis í öðru sæti Suður-Ameríkubikarsins.
Fótbolti Tímamót Argentína Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira