„Lifði hamingjusöm til æviloka“ Elísabet Hanna skrifar 2. júní 2022 16:30 Nanna hefur aldrei verið hamingjusamari en eftir að hún seldi allt og flutti í sveitina. Skjáskot Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn. Dýr helsta ástríðan Bærinn er staðsettur í dásamlegu umhverfi, nokkrar mínútur frá höfuðborginni. Nanna er klæðskeri og listakona en vinnur í dag við drauma starfið sem dýranuddari og er einnig með hunda og kattarækt. „Þetta er besta vinna í heimi,“ segir hún um dýranuddið. Hennar helstu viðskiptavinir eru hundar og þá helst gamlir hundar. Einnig eru eineigðir og þrífættir kettir búnir að mæta í nudd og ekki má gleyma naggrísnum Slítandi starf Klæðskera starfið segir hún hafa verið slítandi og kom sá tímapunktur að hún gat ekki sinnt því lengur og þurfti að hugsa sinn gang. „Ég gat hvorki borgað af húsinu né séð um nokkuð viðhald sem auðvitað maður þarf að gera með svona eign,“ segir hún um húsið í Hafnarfirði þar sem hún bjó í tuttugu ár og var með saumastofu í kjallaranum. Hún fór í gegnum skilnað sem var áfall fyrir hana en segir í dag að það hafi verið það besta sem gat gerst. „Ég er ekki viss um að ég væri að gera það sem að mig langar, eins og ég er að gera núna alla daga frá morgni til kvölds, ef að ég væri ennþá gift kona inni í Hafnarfirði.“ Vala Matt kíkti í heimsókn til Nönnu. Friður og fallegt útsýni Fyrir tilviljun var hún að keyra um Vatnsleysuströnd og fékk tilfinninguna um að þetta væri staðurinn sinn og fór strax að leggja drög að flutningunum. „Ég gat borgað upp þó nokkuð mikið af skuldum og lifði hamingjusöm til æviloka,“ segir hún og hlær. Hún er hægt og rólega búin að vera að gera upp húsið, byggja sér pall og ákvað að fá sér hænur á heimilið. Hún segist aldrei hafa getað ímyndað sér það að geta búið í sveit en vera samt aðeins tuttugu mínútur að komast í vinnuna í borginni á morgnana. „Það er bara ég, fuglarnir og dýrin. Enginn með partý á kvöldin og það er ekkert sem truflar.“ Nanna lifir nú einföldu lífi í sveitinni eftir að hafa losað sig við búslóðina, endurnýtir og vill ekki vera með of mikið af dóti. Hún segist aldrei hafa verið hamingjusamari. Vala Matt fór og heimsótti Nönnu en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Ísland í dag Dýr Kettir Hundar Vogar Tengdar fréttir „Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Dýr helsta ástríðan Bærinn er staðsettur í dásamlegu umhverfi, nokkrar mínútur frá höfuðborginni. Nanna er klæðskeri og listakona en vinnur í dag við drauma starfið sem dýranuddari og er einnig með hunda og kattarækt. „Þetta er besta vinna í heimi,“ segir hún um dýranuddið. Hennar helstu viðskiptavinir eru hundar og þá helst gamlir hundar. Einnig eru eineigðir og þrífættir kettir búnir að mæta í nudd og ekki má gleyma naggrísnum Slítandi starf Klæðskera starfið segir hún hafa verið slítandi og kom sá tímapunktur að hún gat ekki sinnt því lengur og þurfti að hugsa sinn gang. „Ég gat hvorki borgað af húsinu né séð um nokkuð viðhald sem auðvitað maður þarf að gera með svona eign,“ segir hún um húsið í Hafnarfirði þar sem hún bjó í tuttugu ár og var með saumastofu í kjallaranum. Hún fór í gegnum skilnað sem var áfall fyrir hana en segir í dag að það hafi verið það besta sem gat gerst. „Ég er ekki viss um að ég væri að gera það sem að mig langar, eins og ég er að gera núna alla daga frá morgni til kvölds, ef að ég væri ennþá gift kona inni í Hafnarfirði.“ Vala Matt kíkti í heimsókn til Nönnu. Friður og fallegt útsýni Fyrir tilviljun var hún að keyra um Vatnsleysuströnd og fékk tilfinninguna um að þetta væri staðurinn sinn og fór strax að leggja drög að flutningunum. „Ég gat borgað upp þó nokkuð mikið af skuldum og lifði hamingjusöm til æviloka,“ segir hún og hlær. Hún er hægt og rólega búin að vera að gera upp húsið, byggja sér pall og ákvað að fá sér hænur á heimilið. Hún segist aldrei hafa getað ímyndað sér það að geta búið í sveit en vera samt aðeins tuttugu mínútur að komast í vinnuna í borginni á morgnana. „Það er bara ég, fuglarnir og dýrin. Enginn með partý á kvöldin og það er ekkert sem truflar.“ Nanna lifir nú einföldu lífi í sveitinni eftir að hafa losað sig við búslóðina, endurnýtir og vill ekki vera með of mikið af dóti. Hún segist aldrei hafa verið hamingjusamari. Vala Matt fór og heimsótti Nönnu en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Ísland í dag Dýr Kettir Hundar Vogar Tengdar fréttir „Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Svo setti ég bara hnefann í borðið og það hlýddu mér allir“ Hanna Rún Ragnarsdóttir byrjaði að stunda rally af miklum móð til þess að komast yfir bílhræðslu sem hún byrjaði að upplifa eftir slæmt bílslys fyrir nokkrum árum. Hún segir konur hræddar við akstursíþróttir því þær séu þekktar sem karlasport og vill hún breyta því. 2. júní 2022 13:30