Perez framlengir við Red Bull Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2022 18:45 Sergio Perez verður áfram í herbúðum Red Bull. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Red Bull. Framlengingin nær til ársins 2024, en þessi 32 ára ökuþór vann sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann kom fyrstur í mark í Mónakó síðastliðinn sunnudag. Eftir sigurinn á sunnudaginn situr Perez í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, trónir á toppnum, en saman sjá þeir til þess að Red Bull-liðið leiðir heimsmeistarakeppni bílasmiða. „Þetta hefur verið ótrúleg vika fyrir mig. Að sigra í Mónakó er draumur fyrir hvaða ökumann sem er og að fylgja því svo eftir með því að tilkynna að ég verði hjá Red Bull til ársins 2024 gerir mig ótrúlega hamingjusaman,“ sagði Perez. Thank you for all the trust and for making me part of this family for two more years! Vamooos!¡Gracias por toda la confianza y por hacerme parte de esta familia hasta 2024! ¡Vamooos! @redbullracing pic.twitter.com/DCNpUt3WMg— Sergio Pérez (@SChecoPerez) May 31, 2022 Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, sagði enn fremur að Perez væri ekki bara frábær liðsmaður, heldur væri hann að stíga skref í átt að því að berjast á toppnum. „Aftur og aftur hefur hann sannað sig sem ekki bara frábær liðsmaður, heldur hefur sjálfstraustið hans aukist það mikið að hann er farinn að gera sig gildandi meðal fremstu manna. Á þessu ári hefur hann tekið enn eitt skrefið í átt að því og er farinn að minnka bilið á milli sín og heimsmeistarans Max Verstappen,“ sagði Horner. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Framlengingin nær til ársins 2024, en þessi 32 ára ökuþór vann sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann kom fyrstur í mark í Mónakó síðastliðinn sunnudag. Eftir sigurinn á sunnudaginn situr Perez í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, trónir á toppnum, en saman sjá þeir til þess að Red Bull-liðið leiðir heimsmeistarakeppni bílasmiða. „Þetta hefur verið ótrúleg vika fyrir mig. Að sigra í Mónakó er draumur fyrir hvaða ökumann sem er og að fylgja því svo eftir með því að tilkynna að ég verði hjá Red Bull til ársins 2024 gerir mig ótrúlega hamingjusaman,“ sagði Perez. Thank you for all the trust and for making me part of this family for two more years! Vamooos!¡Gracias por toda la confianza y por hacerme parte de esta familia hasta 2024! ¡Vamooos! @redbullracing pic.twitter.com/DCNpUt3WMg— Sergio Pérez (@SChecoPerez) May 31, 2022 Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, sagði enn fremur að Perez væri ekki bara frábær liðsmaður, heldur væri hann að stíga skref í átt að því að berjast á toppnum. „Aftur og aftur hefur hann sannað sig sem ekki bara frábær liðsmaður, heldur hefur sjálfstraustið hans aukist það mikið að hann er farinn að gera sig gildandi meðal fremstu manna. Á þessu ári hefur hann tekið enn eitt skrefið í átt að því og er farinn að minnka bilið á milli sín og heimsmeistarans Max Verstappen,“ sagði Horner.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira