Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 09:16 Martin féll til jarðar og hélt um vinstra hnéð. Stöð 2 Sport Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. Valencia mætti Baskonia í 8-liða úrslitum ACB-deildarinnar á Spáni í gær en um er að ræða eina af sterkari deildum Evrópu. Valendia leiddi 37-31 þegar tæplega tvær mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Martin féll þá til jarðar og greip um hnéð. Ljóst var að landsliðsmaðurinn var sárkvalinn og var hann í kjölfarið borinn af velli. Martin Hermannsson se retira lesionado¡Mucho ánimo!pic.twitter.com/uGKPXjnMz5— Gigantes del Basket (@GIGANTESbasket) May 30, 2022 Valencia var heillum horfið eftir að Martin var borinn til búningsherbergja og tapaði það á endanum leiknum, 59-76 lokatölur gestunum í Baskonia í vil sem eru komnir áfram í undanúrslit. Leikmenn Valencia eru þar af leiðandi komnir í sumarfrí en ljóst er að Martin verður frá töluvert lengur en það. Valencia staðfesti nú í morgunsárið að um slitið krossband væri að ræða. Martin tjáði sig um meiðslin á Twitter-síðu sinni. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og skilaboðin sem ég hef fengið. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Önnur áskorun til að stíga yfir, get ekki beðið eftir að hefja endurhæfinguna. Sjáumst sem fyrst,“ segir hann brattur. I want to thank everybody for the support and messages I have received. Life is not always fair. Another challenge to overcome, cant wait to start working! See you soon. https://t.co/Ekjas69aEn— Martin Hermannsson (@hermannsson15) May 31, 2022 Það er ljóst að Martin verður því ekki með íslenska landsliðinu í komandi verkefnum. Ísland mætir Hollandi á Ásvöllum í byrjun júlí í síðasta leik sínum á fyrra stigi undankeppni HM. Liðið er komið áfram og hefur keppni á næsta stigi undankeppninnar í ágúst. Fréttin hefur verið uppfærð. Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins. 30. maí 2022 21:01 Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út. 30. maí 2022 20:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Valencia mætti Baskonia í 8-liða úrslitum ACB-deildarinnar á Spáni í gær en um er að ræða eina af sterkari deildum Evrópu. Valendia leiddi 37-31 þegar tæplega tvær mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Martin féll þá til jarðar og greip um hnéð. Ljóst var að landsliðsmaðurinn var sárkvalinn og var hann í kjölfarið borinn af velli. Martin Hermannsson se retira lesionado¡Mucho ánimo!pic.twitter.com/uGKPXjnMz5— Gigantes del Basket (@GIGANTESbasket) May 30, 2022 Valencia var heillum horfið eftir að Martin var borinn til búningsherbergja og tapaði það á endanum leiknum, 59-76 lokatölur gestunum í Baskonia í vil sem eru komnir áfram í undanúrslit. Leikmenn Valencia eru þar af leiðandi komnir í sumarfrí en ljóst er að Martin verður frá töluvert lengur en það. Valencia staðfesti nú í morgunsárið að um slitið krossband væri að ræða. Martin tjáði sig um meiðslin á Twitter-síðu sinni. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og skilaboðin sem ég hef fengið. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Önnur áskorun til að stíga yfir, get ekki beðið eftir að hefja endurhæfinguna. Sjáumst sem fyrst,“ segir hann brattur. I want to thank everybody for the support and messages I have received. Life is not always fair. Another challenge to overcome, cant wait to start working! See you soon. https://t.co/Ekjas69aEn— Martin Hermannsson (@hermannsson15) May 31, 2022 Það er ljóst að Martin verður því ekki með íslenska landsliðinu í komandi verkefnum. Ísland mætir Hollandi á Ásvöllum í byrjun júlí í síðasta leik sínum á fyrra stigi undankeppni HM. Liðið er komið áfram og hefur keppni á næsta stigi undankeppninnar í ágúst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins. 30. maí 2022 21:01 Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út. 30. maí 2022 20:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins. 30. maí 2022 21:01
Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út. 30. maí 2022 20:00