Mesta hækkun á leiguverði í tæp tvö ár Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2022 14:33 Tólf mánaða hækkun á leiguverði mælist nú tæp átta prósent. Vísir/Arnar Hækkun á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða mældist 2,1 prósent í apríl og er um að ræða mesta hækkunin síðan í júní 2020. Frá þessu segir í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að leiguverð hafi þróast með afar rólegum hætti frá því að heimsfaraldurinn skall á, ólíkt kaupverði íbúða. Tólf mánaða hækkun á leiguverði mælist nú tæp átta prósent, sem sé þó afar hóflegt í samanburði við hækkun íbúðaverðs. Segir að til lengri tíma litið fylgist leigu- og kaupverð þó yfirleitt að og sé því ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum íbúðaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. „Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1% milli mánaða í apríl sem er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum. Í mars lækkaði t.a.m. leiguverð að jafnaði um tæpt hálft prósentustig. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á eftirspurn eftir húsnæði til kaupa. Vextir á íbúðalánum lækkuðu töluvert í kjölfar stýrivaxtalækkana Seðlabankans og jókst þá kaupgeta margra. Við slíkar aðstæður dregst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman. Það, ásamt fækkun ferðamanna og þar með samdrætti í útleigu íbúða til þeirra, gerði það að verkum að spenna dróst verulega saman á leigumarkaði,“ segir í Hagsjánni. Vesturhluti Reykjavíkur dýrasta svæðið Þá segir að samanburður á fermetraverði tveggja og þriggja herbergja íbúða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum frá janúar fram í apríl, gefi til kynna að leiga sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur þar sem leiguverð hækki um 8,1 prósent á milli ára í tilfelli þriggja herbergja íbúða og 10,4 prósent í tilfelli tveggja herbergja íbúða. „Á eftir vesturhluta Reykjavíkur mælist austurhluti Reykjavíkur, dýrasta svæðið samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum hvort sem litið er til tveggja eða þriggja herbergja íbúða en litlu munar á leiguverði að jafnaði á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Leiguverð mælist lægst í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi það sem af er ári hvort sem litið er til tveggja eða þriggja herbergja íbúða,“ segir í Hafsjá Landsbankans. Leigumarkaður Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Frá þessu segir í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að leiguverð hafi þróast með afar rólegum hætti frá því að heimsfaraldurinn skall á, ólíkt kaupverði íbúða. Tólf mánaða hækkun á leiguverði mælist nú tæp átta prósent, sem sé þó afar hóflegt í samanburði við hækkun íbúðaverðs. Segir að til lengri tíma litið fylgist leigu- og kaupverð þó yfirleitt að og sé því ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum íbúðaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. „Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1% milli mánaða í apríl sem er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum. Í mars lækkaði t.a.m. leiguverð að jafnaði um tæpt hálft prósentustig. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á eftirspurn eftir húsnæði til kaupa. Vextir á íbúðalánum lækkuðu töluvert í kjölfar stýrivaxtalækkana Seðlabankans og jókst þá kaupgeta margra. Við slíkar aðstæður dregst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman. Það, ásamt fækkun ferðamanna og þar með samdrætti í útleigu íbúða til þeirra, gerði það að verkum að spenna dróst verulega saman á leigumarkaði,“ segir í Hagsjánni. Vesturhluti Reykjavíkur dýrasta svæðið Þá segir að samanburður á fermetraverði tveggja og þriggja herbergja íbúða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum frá janúar fram í apríl, gefi til kynna að leiga sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur þar sem leiguverð hækki um 8,1 prósent á milli ára í tilfelli þriggja herbergja íbúða og 10,4 prósent í tilfelli tveggja herbergja íbúða. „Á eftir vesturhluta Reykjavíkur mælist austurhluti Reykjavíkur, dýrasta svæðið samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum hvort sem litið er til tveggja eða þriggja herbergja íbúða en litlu munar á leiguverði að jafnaði á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Leiguverð mælist lægst í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi það sem af er ári hvort sem litið er til tveggja eða þriggja herbergja íbúða,“ segir í Hafsjá Landsbankans.
Leigumarkaður Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira