Ráðherra stoltur af afrekum vinkvenna sinna í Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 16:31 Karen og Stella stóðu í ströngu um helgina. Vísir/Hulda Margrét Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hélt að því virðist með Fram í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna í handbolta. Tvær af vinkonum hennar voru í liði Fram sem hampaði á endanum titlinum. Fram varð Íslandsmeistari á sunnudag með eins marks sigri á Val er liðin mættust í Safamýri. Einvígi liðanna var æsispennandi og alltaf mjótt á munum. Áslaug Arna hefur fylgst spennt með en tvær af æskuvinkonum hennar í Framliðinu. Hún hrósaði þeim í hástert á Twitter-síðu sinni. „Ótrúlega stolt af vinkonum mínum sem sýndu það enn á ný hvað þær eru ótrúlegar íþróttakonur. Karen (Knútsdóttir) er engri lík. Spilar handboltann með vinnu, námi & móðurhlutverkinu. Ástríðan fyrir handboltanum alltaf verið til staðar,“ segir Áslaug Arna og heldur svo áfram. Karen fagnar Íslandsmeistaratitlinum.Vísir/Hulda Margrét Karen var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Hún skoraði 9 mörk í sigrinum á sunnudag en í einvíginu skoraði hún samanlagt 34 mörk. „Það sama á við um Stellu (Sigurðardóttur). Hún var fyrirliði í landsliðinu og í atvinnumennsku þegar hún þurfti í sjö ár að hætta í handbolta vegna höfuðmeiðsla sem hafði mikil áhrif. En hún kom til baka og sótti Íslandsmeistaratitil í gær að nýju! Fyrirmyndir báðar tvær.“ Að lokum segir ráðherra að þær Karen og Stella hafi reynt að gera sig að handboltakonu. „Þær reyndu að gera handboltakonu úr mér. En ég æfði lengi með Fram með þeim þó ég hafi aldrei búið í því hverfi. Keppnisskap þeirra og áræðni dugði hins vegar ekki til í það skiptið.“ Þær reyndu að gera handboltakonu úr mér. En ég æfði lengi með Fram með þeim þó ég hafi aldrei búið í því hverfi. Keppnisskap þeirra og áræðni dugði hinsvegar ekki til í það skiptið.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 30, 2022 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira
Fram varð Íslandsmeistari á sunnudag með eins marks sigri á Val er liðin mættust í Safamýri. Einvígi liðanna var æsispennandi og alltaf mjótt á munum. Áslaug Arna hefur fylgst spennt með en tvær af æskuvinkonum hennar í Framliðinu. Hún hrósaði þeim í hástert á Twitter-síðu sinni. „Ótrúlega stolt af vinkonum mínum sem sýndu það enn á ný hvað þær eru ótrúlegar íþróttakonur. Karen (Knútsdóttir) er engri lík. Spilar handboltann með vinnu, námi & móðurhlutverkinu. Ástríðan fyrir handboltanum alltaf verið til staðar,“ segir Áslaug Arna og heldur svo áfram. Karen fagnar Íslandsmeistaratitlinum.Vísir/Hulda Margrét Karen var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Hún skoraði 9 mörk í sigrinum á sunnudag en í einvíginu skoraði hún samanlagt 34 mörk. „Það sama á við um Stellu (Sigurðardóttur). Hún var fyrirliði í landsliðinu og í atvinnumennsku þegar hún þurfti í sjö ár að hætta í handbolta vegna höfuðmeiðsla sem hafði mikil áhrif. En hún kom til baka og sótti Íslandsmeistaratitil í gær að nýju! Fyrirmyndir báðar tvær.“ Að lokum segir ráðherra að þær Karen og Stella hafi reynt að gera sig að handboltakonu. „Þær reyndu að gera handboltakonu úr mér. En ég æfði lengi með Fram með þeim þó ég hafi aldrei búið í því hverfi. Keppnisskap þeirra og áræðni dugði hins vegar ekki til í það skiptið.“ Þær reyndu að gera handboltakonu úr mér. En ég æfði lengi með Fram með þeim þó ég hafi aldrei búið í því hverfi. Keppnisskap þeirra og áræðni dugði hinsvegar ekki til í það skiptið.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 30, 2022 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira