„Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Þráinn ákvað einn daginn að gerast atvinnuljósmyndari. Þráinn Kolbeinsson, er einn vinsælasti ævintýraljósmyndari landsins. Hann flakkar um landið og fangar fegurð þess á sinn einstaka hátt. Hann er sömuleiðis vinsæll á Instagram og er duglegur að gefa af sér þar, bæði að kenna fólki að vinna myndirnar sínar og sýna frá sínum störfum. En Þráinn ætlaði sér þó aðra hluti en hann byrjaði að glíma í bardagafélaginu Mjölni, þar sem hann ætlaði sér stóra hluti. Rætt var við Þráinn í Íslandi í dag. „Í tíu ár gerði ég í rauninni ekkert annað en að glíma og þetta var það sem ég ætlaði að gera. Svo byrjar maður að eldast og er orðinn 27 ára og byrjaður að vera aumur í hnjánum. Þá fór að læðast að manni sá grunur að maður gæti kannski ekki verið að gera þetta þangað til maður væri orðinn 75 ára,“ segir Þráinn sem skráði sig því næst í sálfræði í Háskóla Íslands og eftir að hann útskrifaðist þar hóf hann störf hjá Teigi, fíknideild landsspítalans, en hann fann sig samt ekki alveg á spítalanum. Ekki eftur snúið „Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig. Á Teygi sem er deildin sem ég var að vinna hjá var ég að vinna með manni sem er mikill ljósmyndunaráhugamaður og hann var alltaf að sýna mér einhverjar linsur og annað sem ég hafði ekkert mikið vit á. Þetta endaði þannig að hann sannfærði mig um að kaupa myndavél.“ Og þá, var ekki aftur snúið, Þráinn var kominn með myndavél og fer að fikta enn meira í ljósmyndun, bæði ljósmyndaparturinn sjálfur og eftirvinnslan heillaði hann upp úr skónum. „Á þessum tímapunkti hafði ég ekki hugmynd um að ég gæti lifað á ljósmyndun. Ég hætti á Landspítala og fer að vinna á lítilli einkastofu, litlu kvíðameðferðastofunni með börnum og unglingum til að prófa það líka. Svo eftir ár þar var í raun sama sagan. Þá hætti ég og fór á fullt í ljósmyndun,“ segir Þráinn sem var þarna nýfluttur til Grindavíkur og ræddi hann við markaðsstofu Reykjaness og fékk hann stórt verkefni þar. Hann leyfir sínum fylgjendum á Instagram að fylgjast vel með því hvernig hann vinnur myndirnar í eftirvinnslu. Þráinn er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var á heldur óvenjulegu ferðalagi, en hann fór að hitta og ferðast með einum stærsta ævintýraljósmyndara heims, Chris Burkard. Í sumar fara þeir tveir saman í ferðalag með fram strandlengju Íslands á um 500 kílómetra kafla og ferðast þeir á hjólum og uppblásnum hjólum. Undirbúningur fyrir ferðina í sumar fór fram í Colorado í Bandaríkjunum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Ljósmyndun Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Hann er sömuleiðis vinsæll á Instagram og er duglegur að gefa af sér þar, bæði að kenna fólki að vinna myndirnar sínar og sýna frá sínum störfum. En Þráinn ætlaði sér þó aðra hluti en hann byrjaði að glíma í bardagafélaginu Mjölni, þar sem hann ætlaði sér stóra hluti. Rætt var við Þráinn í Íslandi í dag. „Í tíu ár gerði ég í rauninni ekkert annað en að glíma og þetta var það sem ég ætlaði að gera. Svo byrjar maður að eldast og er orðinn 27 ára og byrjaður að vera aumur í hnjánum. Þá fór að læðast að manni sá grunur að maður gæti kannski ekki verið að gera þetta þangað til maður væri orðinn 75 ára,“ segir Þráinn sem skráði sig því næst í sálfræði í Háskóla Íslands og eftir að hann útskrifaðist þar hóf hann störf hjá Teigi, fíknideild landsspítalans, en hann fann sig samt ekki alveg á spítalanum. Ekki eftur snúið „Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig. Á Teygi sem er deildin sem ég var að vinna hjá var ég að vinna með manni sem er mikill ljósmyndunaráhugamaður og hann var alltaf að sýna mér einhverjar linsur og annað sem ég hafði ekkert mikið vit á. Þetta endaði þannig að hann sannfærði mig um að kaupa myndavél.“ Og þá, var ekki aftur snúið, Þráinn var kominn með myndavél og fer að fikta enn meira í ljósmyndun, bæði ljósmyndaparturinn sjálfur og eftirvinnslan heillaði hann upp úr skónum. „Á þessum tímapunkti hafði ég ekki hugmynd um að ég gæti lifað á ljósmyndun. Ég hætti á Landspítala og fer að vinna á lítilli einkastofu, litlu kvíðameðferðastofunni með börnum og unglingum til að prófa það líka. Svo eftir ár þar var í raun sama sagan. Þá hætti ég og fór á fullt í ljósmyndun,“ segir Þráinn sem var þarna nýfluttur til Grindavíkur og ræddi hann við markaðsstofu Reykjaness og fékk hann stórt verkefni þar. Hann leyfir sínum fylgjendum á Instagram að fylgjast vel með því hvernig hann vinnur myndirnar í eftirvinnslu. Þráinn er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var á heldur óvenjulegu ferðalagi, en hann fór að hitta og ferðast með einum stærsta ævintýraljósmyndara heims, Chris Burkard. Í sumar fara þeir tveir saman í ferðalag með fram strandlengju Íslands á um 500 kílómetra kafla og ferðast þeir á hjólum og uppblásnum hjólum. Undirbúningur fyrir ferðina í sumar fór fram í Colorado í Bandaríkjunum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Ljósmyndun Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira