Uppbygging vegna fólksfjölgunar í Hafnarfirði efst á blaði Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2022 19:20 Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður bæjarstjóri í Hafnarfirði til 1. janúar 2025. Þangað til verður Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins formaður bæjarráðs en síðan skipta þau á embættum. Stöð 2/Sigurjón Uppbygging vegna mikillar fyrirsjáanlegrar fjölgunar íbúa verður eitt aðalverkefni nýrrar bæjarstjórnar í Hafnarfirði að mati oddvita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf. Oddvitarnir munu hafa vistaskipti í stóli bæjarstjóra og formanns bæjarráðs á miðju kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn sótti í sig veðrið í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði eins og flokkurinn gerði víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í sveitarstjórnarkosningunum hinn 14. maí , fékk tvo kjörna og bætti við sig einum. Sjálfstæðisflokkurinn missti hins vegar einn fulltrúa og fór úr fimm í fjóra. Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi samstarf flokkanna. Rósa Guðbjartsdóttir núverandi bæjarstjóri gegnir embættinu áfram til 1. janúar 2025. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir brýnast að bregðast við fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun fólks í bænum.Stöð 2/Sigurjón „Ég er fyrst og fremst ánægð með að þetta meirihlutasamstarf sé í höfn. Það hefur gefist vel á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Við erum samhentur hópur sem ætlar að fara saman í að halda áfram að vinna vel fyrir bæinn okkar. Það er gríðarlega mikið uppbyggingarskeið sem er hafið,“segir Rósa. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins reikna með að kynna meirihlutasáttmálann í stofnunum flokka sinna strax eftir helgi. Sáttmálinn verði síðan opinber um miðja næstu viku. Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins verður formaður bæjarráðs á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann og Rósa hafa síðan vistaskipti hinn 1. janúar 2025. Valdimar Víðisson verður formaður bæjarráðs. Hann segir endurnýjaðan meirihluta byggja á því sem þegar hafi verið gert.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu málin verða áframhald á þessari gífurlega miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu mánuði og ár. Við ætlum að halda áfram á þessari braut sem við erum þegar komin á. Þessi meirihluti vann vel í mörgum málum. Meðal annars í skipulags- og velferðarmálum og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ segir Valdimar. Samfylkingin sem bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum og fékk fjóra í kosningunum og þrýsti mjög á Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Valdimar segist hafa vitað af áhuga Samfylkingarinnar og auðvitað hafi flestir talað saman eftir kosningar. Það hafi þó alltaf legið fyrir að hann myndi fyrst ræða við samstarfsflokkinn frá fyrra kjörtímabili. „Og þar byrjaði það og þar náðist þessi árangur,“ segir Valdimar. Rósa segir að þetta sé í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Sjálfstæðisflokknum takist að komast í meirihluta í Hafnarfirði þrjú kjörtímabil í röð. Auk húsnæðismála verði áhersla á að auka og bæta þjónustu bæjarins. Gert sé ráð fyrir að bæjarbúum fjölgi um sjö til sjö þúsund og fimm hundruð manns á komandi kjörtímabili. „Og það er nú ekkert lítið. Það er ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi til að halda uppi öflugri þjónustu og slíku til að taka á móti þeirri íbúafjölgun,“segir Rósa Guðbjartsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38 Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn sótti í sig veðrið í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði eins og flokkurinn gerði víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í sveitarstjórnarkosningunum hinn 14. maí , fékk tvo kjörna og bætti við sig einum. Sjálfstæðisflokkurinn missti hins vegar einn fulltrúa og fór úr fimm í fjóra. Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi samstarf flokkanna. Rósa Guðbjartsdóttir núverandi bæjarstjóri gegnir embættinu áfram til 1. janúar 2025. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir brýnast að bregðast við fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun fólks í bænum.Stöð 2/Sigurjón „Ég er fyrst og fremst ánægð með að þetta meirihlutasamstarf sé í höfn. Það hefur gefist vel á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Við erum samhentur hópur sem ætlar að fara saman í að halda áfram að vinna vel fyrir bæinn okkar. Það er gríðarlega mikið uppbyggingarskeið sem er hafið,“segir Rósa. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins reikna með að kynna meirihlutasáttmálann í stofnunum flokka sinna strax eftir helgi. Sáttmálinn verði síðan opinber um miðja næstu viku. Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins verður formaður bæjarráðs á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann og Rósa hafa síðan vistaskipti hinn 1. janúar 2025. Valdimar Víðisson verður formaður bæjarráðs. Hann segir endurnýjaðan meirihluta byggja á því sem þegar hafi verið gert.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu málin verða áframhald á þessari gífurlega miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu mánuði og ár. Við ætlum að halda áfram á þessari braut sem við erum þegar komin á. Þessi meirihluti vann vel í mörgum málum. Meðal annars í skipulags- og velferðarmálum og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ segir Valdimar. Samfylkingin sem bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum og fékk fjóra í kosningunum og þrýsti mjög á Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Valdimar segist hafa vitað af áhuga Samfylkingarinnar og auðvitað hafi flestir talað saman eftir kosningar. Það hafi þó alltaf legið fyrir að hann myndi fyrst ræða við samstarfsflokkinn frá fyrra kjörtímabili. „Og þar byrjaði það og þar náðist þessi árangur,“ segir Valdimar. Rósa segir að þetta sé í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Sjálfstæðisflokknum takist að komast í meirihluta í Hafnarfirði þrjú kjörtímabil í röð. Auk húsnæðismála verði áhersla á að auka og bæta þjónustu bæjarins. Gert sé ráð fyrir að bæjarbúum fjölgi um sjö til sjö þúsund og fimm hundruð manns á komandi kjörtímabili. „Og það er nú ekkert lítið. Það er ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi til að halda uppi öflugri þjónustu og slíku til að taka á móti þeirri íbúafjölgun,“segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38 Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Sjá meira
Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38
Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent