Viðar segir norskum fjölmiðlamanni að fara að vinna vinnuna sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 10:31 Viðar Örn Kjartansson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Kjartansson er kominn í fjölmiðlastríð við norskan fótboltasérfræðing sem hafði gagnrýnt leik hans og þá sérstaklega litla vinnusemi hans á vellinum. Íslenski landsliðsframherjinn hjá Vålerenga er allt annað en sáttur með gagnrýni frá Christian Gauseth sem starfar sem sjónvarpssérfræðingur í umfjöllun um norsku deildina. Gauseth gagnrýndi Viðar fyrir slæma líkamstjáningu inn á vellinum, að honum væri sama um liðsfélaga sína og að Viðar stæði sig illa í pressunni. Viðar sá ástæðu til að svara þessari gagnrýni í viðtali við Verdens Gang. Kjartansson ut mot TV-profil: Det er pisspreik https://t.co/N0Og7f8UBg— VG Sporten (@vgsporten) May 24, 2022 Gauseth er fyrrum fyrirliði Mjöndalen en hann er nú 37 ára gamall. „Þetta er alveg í takti við það að þarna er gæi sem er skítsama um liðið sitt,“ sagði Christian Gauseth meðal annars. Viðar ræddi við blaðamann VG eftir að hafa skorað sitt fjórða mark í átta leikjum í 2-3 tapi Vålerenga á móti Strømsgodset um helgina. „Ég skora ekki bara mörk heldur tel ég að þjálfarinn sé ánægður með mig af því að ég legg mig mikið fram og geri liðsfélaga mína betri. Það hafa komið slæmir leikir hjá mér eins og á móti HamKam en að halda því fram að allt tímabilið hafi verið þannig er algjör þvaður,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. „Ég tel að vinur minn „Christiano“ Gauseth ætti að horfa á fleiri leiki ekki bara þennan leik á móti HamKam. Ég var slakur í þeim leik og missti mikið boltann. Ef hann horfir á leikinn í dag þá þarf hann á gleraugum að halda ef hann sér ekki að ég stóð mig vel,“ sagði Viðar. Gauseth var í VGTV myndverinu og tjáði sig strax um gagnrýni Viðars. „Ég get fullvissað Viðar Örn Kjartansson að ef það er einhver sem situr og horfir á alla leiki og allar sekúndurnar í þeim, þá er það ég. Það er ekkert sem gerist í norsku úrvalsdeildinni sem fer fram hjá mér,“ sagði Gauseth. „Þegar ég segir eitthvað þá er ástæða fyrir því. Ég hef ekki bara horft á þennan HamKam því ég hef séð marga aðra leiki með honum. Það er ekki gagnrýnin mín sem er vandamálið heldur vinnusemi íslenska framherjans hjá Vålerenga. Við búumst við svo miklu meira af honum,“ sagði Gauseth. Aðeins tveir leikmenn í deildinni hafa samt skorað meira en Viðar Örn á leiktíðinni en það eru þeir Veton Berisha hjá Viking (6 mörk) og Sigurd Haugen hjá Aalesund. Norski boltinn Tengdar fréttir Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn hjá Vålerenga er allt annað en sáttur með gagnrýni frá Christian Gauseth sem starfar sem sjónvarpssérfræðingur í umfjöllun um norsku deildina. Gauseth gagnrýndi Viðar fyrir slæma líkamstjáningu inn á vellinum, að honum væri sama um liðsfélaga sína og að Viðar stæði sig illa í pressunni. Viðar sá ástæðu til að svara þessari gagnrýni í viðtali við Verdens Gang. Kjartansson ut mot TV-profil: Det er pisspreik https://t.co/N0Og7f8UBg— VG Sporten (@vgsporten) May 24, 2022 Gauseth er fyrrum fyrirliði Mjöndalen en hann er nú 37 ára gamall. „Þetta er alveg í takti við það að þarna er gæi sem er skítsama um liðið sitt,“ sagði Christian Gauseth meðal annars. Viðar ræddi við blaðamann VG eftir að hafa skorað sitt fjórða mark í átta leikjum í 2-3 tapi Vålerenga á móti Strømsgodset um helgina. „Ég skora ekki bara mörk heldur tel ég að þjálfarinn sé ánægður með mig af því að ég legg mig mikið fram og geri liðsfélaga mína betri. Það hafa komið slæmir leikir hjá mér eins og á móti HamKam en að halda því fram að allt tímabilið hafi verið þannig er algjör þvaður,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. „Ég tel að vinur minn „Christiano“ Gauseth ætti að horfa á fleiri leiki ekki bara þennan leik á móti HamKam. Ég var slakur í þeim leik og missti mikið boltann. Ef hann horfir á leikinn í dag þá þarf hann á gleraugum að halda ef hann sér ekki að ég stóð mig vel,“ sagði Viðar. Gauseth var í VGTV myndverinu og tjáði sig strax um gagnrýni Viðars. „Ég get fullvissað Viðar Örn Kjartansson að ef það er einhver sem situr og horfir á alla leiki og allar sekúndurnar í þeim, þá er það ég. Það er ekkert sem gerist í norsku úrvalsdeildinni sem fer fram hjá mér,“ sagði Gauseth. „Þegar ég segir eitthvað þá er ástæða fyrir því. Ég hef ekki bara horft á þennan HamKam því ég hef séð marga aðra leiki með honum. Það er ekki gagnrýnin mín sem er vandamálið heldur vinnusemi íslenska framherjans hjá Vålerenga. Við búumst við svo miklu meira af honum,“ sagði Gauseth. Aðeins tveir leikmenn í deildinni hafa samt skorað meira en Viðar Örn á leiktíðinni en það eru þeir Veton Berisha hjá Viking (6 mörk) og Sigurd Haugen hjá Aalesund.
Norski boltinn Tengdar fréttir Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Sjá meira
Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00