Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2022 20:45 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni - og þær eru umdeildar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi þær áfram harðlega á Alþingi í dag, Rauði krossinn hefur mótmælt þeim og síðast í dag hvatti Félagsráðgjafafélags Íslands til þess að stjórnvöld veittu fólkinu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Undir þetta tekur Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, einkum í ljósi þess að margir úr hópnum hafi dvalið hér lengi - sumir hátt í þrjú ár. „Í rauninni er það pólitísk ákvörðun að gera það ekki. Við höfum séð að það er hægt að grípa til aðgerða með einu pennastriki eins og dómsmálaráðherra gerði þegar braust út stríð í Evrópu, og það er alveg eins hægt að gera það í dag,“ segir Sema. Biðja um stuðning þjóðarinnar á mótmælum Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardag. „Það er flóttafólkið sjálft sem er að boða til þessara mótmæla og það biður um stuðning okkar til þess að hvetja stjórnvöld að falla frá þessari ákvörðun.“ Hún veit ekki til þess að neinn úr hópnum hafi þegar yfirgefið landið. „Ég hugsa að flestir séu óttaslegnir og bíða eftir því að sá dagur komi þar sem færa eigi þau úr landi, sem við vonandi getum komið í veg fyrir.“ Sema fordæmir að senda eigi fólk til Grikklands, þar sem hún segir aðstæður geta verið lífshættulegar. Af þeim sem standa nú frammi fyrir brottvísun hafa 80 fengið vernd í Grikklandi, að sögn forsætisráðherra á Alþingi í dag. „Og ég hef óskað eftir upplýsingum um það hvort önnur Evrópuríki séu að senda til Grikklands miðað við aðstæður þar, því að það er eitt af því sem er bent á að aðstæður þar séu ekki fullnægjandi og ég hef ekki fengið svör við því og mér finnst skipta miklu máli að við kynnum okkur þau mál til hlítar áður en slíkar ákvarðanir eru teknar,“ segir Sema. Jón segist einungis vera að fara eftir lögum og reglum Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur mátt þola nokkra gagnrýni vegna málsins. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sagðist hann vera að fylgja lögum og reglum. „Við erum bara að framfylgja þeim lögum og þeim reglum sem Alþingi hefur sett um þessa hluti. Það er alveg skýrt að þetta fólk hefur allt fengið málsmeðferð samkvæmt því sem er gert ráð fyrir í lögum. Á stjórnsýslustigi hjá Útlendingastofnun. Það hefur getað áfrýjað niðurstöðu stofnunarinnar til úrskurðarnefndar útlendingamála og fengið þá synjun þar líka á dvöl hér sem flóttamaður. Það er á grundvelli þess, þegar þær niðurstöður liggja fyrir, þá á fólk að fara úr landi, sagði Jón. Aðspurður út í hvort að rekja mætti málið til þess að skortur á pólítískum vilja væri til þess að halda fólkinu hér á landi, sagði Jón ekki hægt að grípa inn í einstök mál. „Ef að við ætlum að fara að grípa inn í að breyta þessum reglum, þá er það Alþingi sem getur breytt þeim. Þá eru komnar nýjar reglur, viðmiðunarreglur. Við getum ekki verið að grípa inn í einstök mál. Það er mjög erfitt,“ sagði Jón. Vísaði hann til þess að stjórnvöld hér færu eftir sama kerfi og fleiri Evrópuþjóðir. „Þetta eru auðvitað erfið mál, ég hef mikinn skilning á því en við erum með sambærilegar reglur, erum að vinna hér í þessu verndarkerfi í samvinnu við margar aðrar þjóðir, þetta er í raun alþjóðasáttmáli og við erum að framfylgja því með sama hætti og aðrar þjóðir eru að gera.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13 Vonbrigði að stjórnvöld ætli að hefja brottvísanir á ný: „Þetta er bara algjörlega óboðlegt“ Stjórnarandstaðan segir óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur eftir langt hlé í faraldrinum þar sem margir hafa fest rætur sínar hér á landi. Þingmaður Píratatelur að frumvarp um breytingar á útlendingalögum muni ekki verða samþykkt og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu. 22. maí 2022 23:15 Harðorð í garð Jóns vegna brottvísana og spyr hvort hann hafi komið til Sómalíu Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Sómalíu, segir í opnu bréfi sínu til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að það sé pólitísk ákvörðun að vísa flóttafólki úr landi. Ráðherra og Útlendingastofnun skýli sér bak við reglugerðir við brottvísanir flóttafólks. 21. maí 2022 14:11 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni - og þær eru umdeildar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi þær áfram harðlega á Alþingi í dag, Rauði krossinn hefur mótmælt þeim og síðast í dag hvatti Félagsráðgjafafélags Íslands til þess að stjórnvöld veittu fólkinu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Undir þetta tekur Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, einkum í ljósi þess að margir úr hópnum hafi dvalið hér lengi - sumir hátt í þrjú ár. „Í rauninni er það pólitísk ákvörðun að gera það ekki. Við höfum séð að það er hægt að grípa til aðgerða með einu pennastriki eins og dómsmálaráðherra gerði þegar braust út stríð í Evrópu, og það er alveg eins hægt að gera það í dag,“ segir Sema. Biðja um stuðning þjóðarinnar á mótmælum Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardag. „Það er flóttafólkið sjálft sem er að boða til þessara mótmæla og það biður um stuðning okkar til þess að hvetja stjórnvöld að falla frá þessari ákvörðun.“ Hún veit ekki til þess að neinn úr hópnum hafi þegar yfirgefið landið. „Ég hugsa að flestir séu óttaslegnir og bíða eftir því að sá dagur komi þar sem færa eigi þau úr landi, sem við vonandi getum komið í veg fyrir.“ Sema fordæmir að senda eigi fólk til Grikklands, þar sem hún segir aðstæður geta verið lífshættulegar. Af þeim sem standa nú frammi fyrir brottvísun hafa 80 fengið vernd í Grikklandi, að sögn forsætisráðherra á Alþingi í dag. „Og ég hef óskað eftir upplýsingum um það hvort önnur Evrópuríki séu að senda til Grikklands miðað við aðstæður þar, því að það er eitt af því sem er bent á að aðstæður þar séu ekki fullnægjandi og ég hef ekki fengið svör við því og mér finnst skipta miklu máli að við kynnum okkur þau mál til hlítar áður en slíkar ákvarðanir eru teknar,“ segir Sema. Jón segist einungis vera að fara eftir lögum og reglum Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur mátt þola nokkra gagnrýni vegna málsins. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sagðist hann vera að fylgja lögum og reglum. „Við erum bara að framfylgja þeim lögum og þeim reglum sem Alþingi hefur sett um þessa hluti. Það er alveg skýrt að þetta fólk hefur allt fengið málsmeðferð samkvæmt því sem er gert ráð fyrir í lögum. Á stjórnsýslustigi hjá Útlendingastofnun. Það hefur getað áfrýjað niðurstöðu stofnunarinnar til úrskurðarnefndar útlendingamála og fengið þá synjun þar líka á dvöl hér sem flóttamaður. Það er á grundvelli þess, þegar þær niðurstöður liggja fyrir, þá á fólk að fara úr landi, sagði Jón. Aðspurður út í hvort að rekja mætti málið til þess að skortur á pólítískum vilja væri til þess að halda fólkinu hér á landi, sagði Jón ekki hægt að grípa inn í einstök mál. „Ef að við ætlum að fara að grípa inn í að breyta þessum reglum, þá er það Alþingi sem getur breytt þeim. Þá eru komnar nýjar reglur, viðmiðunarreglur. Við getum ekki verið að grípa inn í einstök mál. Það er mjög erfitt,“ sagði Jón. Vísaði hann til þess að stjórnvöld hér færu eftir sama kerfi og fleiri Evrópuþjóðir. „Þetta eru auðvitað erfið mál, ég hef mikinn skilning á því en við erum með sambærilegar reglur, erum að vinna hér í þessu verndarkerfi í samvinnu við margar aðrar þjóðir, þetta er í raun alþjóðasáttmáli og við erum að framfylgja því með sama hætti og aðrar þjóðir eru að gera.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13 Vonbrigði að stjórnvöld ætli að hefja brottvísanir á ný: „Þetta er bara algjörlega óboðlegt“ Stjórnarandstaðan segir óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur eftir langt hlé í faraldrinum þar sem margir hafa fest rætur sínar hér á landi. Þingmaður Píratatelur að frumvarp um breytingar á útlendingalögum muni ekki verða samþykkt og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu. 22. maí 2022 23:15 Harðorð í garð Jóns vegna brottvísana og spyr hvort hann hafi komið til Sómalíu Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Sómalíu, segir í opnu bréfi sínu til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að það sé pólitísk ákvörðun að vísa flóttafólki úr landi. Ráðherra og Útlendingastofnun skýli sér bak við reglugerðir við brottvísanir flóttafólks. 21. maí 2022 14:11 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13
Vonbrigði að stjórnvöld ætli að hefja brottvísanir á ný: „Þetta er bara algjörlega óboðlegt“ Stjórnarandstaðan segir óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur eftir langt hlé í faraldrinum þar sem margir hafa fest rætur sínar hér á landi. Þingmaður Píratatelur að frumvarp um breytingar á útlendingalögum muni ekki verða samþykkt og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu. 22. maí 2022 23:15
Harðorð í garð Jóns vegna brottvísana og spyr hvort hann hafi komið til Sómalíu Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Sómalíu, segir í opnu bréfi sínu til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að það sé pólitísk ákvörðun að vísa flóttafólki úr landi. Ráðherra og Útlendingastofnun skýli sér bak við reglugerðir við brottvísanir flóttafólks. 21. maí 2022 14:11