Með þreföld skæri og magnað mark fyrir ömmu Siggu Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2022 10:00 Þorleifur Úlfarsson fagnaði marki sínu með því að fara úr treyjunni og sýna bol sem á stóð: Fyrir ömmu Siggu. AP/Ashley Landis Þorleifur Úlfarsson gæti mögulega hafa skotið sér inn í næsta íslenska landsliðshóp með mögnuðum tilþrifum sínum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Þorleifur fékk fyrir rúmri viku fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði Houston Dynamo og skoraði svo magnað mark í nótt í öðrum byrjunarliðsleik sínum, í 3-0 sigri gegn LA Galaxy í Kaliforníu. Markið má sjá hér að neðan en Þorleifur skoraði það á 62. mínútu eftir að hafa tekið þreföld skæri til að leika á varnarmann Galaxy. Þorleifur var að vonum ánægður með sitt fyrsta mark í bestu deild Bandaríkjanna og fagnaði með því að fara úr treyjunni svo hann uppskar gult spjald. Undir Houston-treyjunni var Þorleifur í bol sem á stóð: „Fyrir ömmu Siggu,“ og minntist þar með ömmu sinnar, Sigríðar Svanhildar Magnúsdóttur Snæland, sem lést fyrir sjö árum. Bandarískir miðlar leika sér með nafn Þorleifs í lýsingum á markinu hans og tala um Þórshamar og þrumur, og á Twitter-síðu Houston Dynamo segir að „sonur Óðins“ sé mættur í MLS-deildina. Í sigti Arnars landsliðsþjálfara? Houston Dymamo valdi Þorleif í nýliðavalinu í janúar en hann hafði vakið mikla athygli með frammistöðu sinni fyrir Duke í bandaríska háskólaboltanum. Þorleifur er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni í fyrra, sem og sex leiki í Lengjudeildinni fyrir Víking Ólafsvík. Þessi 21 árs gamli sóknarmaður er væntanlega á lista hjá Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara yfir þá sem koma til greina þegar landsliðshópur verður valinn á miðvikudaginn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni gegn Ísrael og Albaníu, og vináttulandsleik við San Marínó. Landsleikjatörnin hefst á útileik gegn Ísrael 2. júní. MLS Þjóðadeild UEFA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Þorleifur fékk fyrir rúmri viku fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði Houston Dynamo og skoraði svo magnað mark í nótt í öðrum byrjunarliðsleik sínum, í 3-0 sigri gegn LA Galaxy í Kaliforníu. Markið má sjá hér að neðan en Þorleifur skoraði það á 62. mínútu eftir að hafa tekið þreföld skæri til að leika á varnarmann Galaxy. Þorleifur var að vonum ánægður með sitt fyrsta mark í bestu deild Bandaríkjanna og fagnaði með því að fara úr treyjunni svo hann uppskar gult spjald. Undir Houston-treyjunni var Þorleifur í bol sem á stóð: „Fyrir ömmu Siggu,“ og minntist þar með ömmu sinnar, Sigríðar Svanhildar Magnúsdóttur Snæland, sem lést fyrir sjö árum. Bandarískir miðlar leika sér með nafn Þorleifs í lýsingum á markinu hans og tala um Þórshamar og þrumur, og á Twitter-síðu Houston Dynamo segir að „sonur Óðins“ sé mættur í MLS-deildina. Í sigti Arnars landsliðsþjálfara? Houston Dymamo valdi Þorleif í nýliðavalinu í janúar en hann hafði vakið mikla athygli með frammistöðu sinni fyrir Duke í bandaríska háskólaboltanum. Þorleifur er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni í fyrra, sem og sex leiki í Lengjudeildinni fyrir Víking Ólafsvík. Þessi 21 árs gamli sóknarmaður er væntanlega á lista hjá Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara yfir þá sem koma til greina þegar landsliðshópur verður valinn á miðvikudaginn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni gegn Ísrael og Albaníu, og vináttulandsleik við San Marínó. Landsleikjatörnin hefst á útileik gegn Ísrael 2. júní.
MLS Þjóðadeild UEFA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira