Leikhléin sýna hvernig Erlingur greip í taumana í báðum hálfleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 12:30 Erlingur Birgir Richardsson tókst að stýra ÍBV-liðinu til sigurs á Val án tveggja bestu skyttna liðsins, þeirra Rúnars Kárasonar og Sigtryggs Daða Rúnarssonar, sem sjást hér fyrir aftan hann eftir að þeir meiddust í leik eitt. Vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum tókst að jafna metin í úrslitaeinvígi sínu á móti Val í gær og vera um leið fyrsta liðið í þessari úrslitakeppni sem fagnar sigri á móti þessu öfluga Valsliði. Valsmenn höfðu keyrt yfir Eyjamenn í fyrsta leiknum ekki síst í fyrri hálfleik sem liðið vann með þrettán mörkum, 22-9. Í leiknum í gær gerðu Valsmenn sig líklega til að bruna yfir heimamenn í báðum hálfleikjum en skynsamur þjálfari Eyjamanna, Erlingur Birgir Richardsson, tókst að vekja sína menn í bæði skiptin. Erlingur tók tvö leikhlé í fyrsta leiknum, það fyrsta í stöðunni 7-2 fyrir Val og það seinna í stöðunni 17-7 en tókst ekki að snúa við blaðinu fyrr en í hálfleiknum. Eyjamenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik á fyrsta leiknum en munurinn fór þó bara úr þrettán mörkum niður í tíu mörk. Valsliðið gerði sig þar með líklegt til að bruna yfir Eyjamenn aftur í Eyjum í gær og þurfti Erlingur að taka fyrsta leikhléið sitt eftir rétt rúma átta og hálfa mínútu. Þá voru Valsmenn komnir fjórum mörkum yfir, 7-3, og það stefndi óefni. Erlingi tókst að vekja sína menn sem minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hlé og fengu líka tækifæri til að jafna metin en klúðruðu víti í síðasta kasti hálfleiksins. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti og voru skyndilega komnir fimm mörkum yfir á ný, 20-15. Erlingur tók nú leikhlé þegar rúm fimm og hálf mínúta var liðin af hálfleiknum. Aftur tókst Eyjamönnum að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið orð í eyra frá Erlingi. Þeir komu sér aftur inn í leikinn og náðu síðan að landa sigri með frábærum lokamínútum. Þetta þýðir að Valsmenn unnu byrjun beggja hálfleikja með samtals átta marka mun en Eyjamenn skoruðu tíu mörkum meira en gestirnir eftir að hafa fengið þessi góðu ráð frá þjálfara sínum. Eyjamenn verða að reyna að hægja á Valsmönnum og þeirra hröðu miðju til þess að fækka ódýru mörkunum. Það tókst hjá þeim í Eyjum í gær eftir smá basl í byrjun fyrri og seinni en Eyjavörnin fékk því í framhaldinu betri og fleiri tækifæri til að stilla sér upp og sýna mátt sinn. Það er hins vegar ljóst að Eyjamenn hafa ekki efni á því að byrja hálfleikina svona illa. Næsti leikur er á Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur. Hvort fyrsti leikurinn hafi verið slys kemur þá fyrst almennilega í ljós. Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19) Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Valsmenn höfðu keyrt yfir Eyjamenn í fyrsta leiknum ekki síst í fyrri hálfleik sem liðið vann með þrettán mörkum, 22-9. Í leiknum í gær gerðu Valsmenn sig líklega til að bruna yfir heimamenn í báðum hálfleikjum en skynsamur þjálfari Eyjamanna, Erlingur Birgir Richardsson, tókst að vekja sína menn í bæði skiptin. Erlingur tók tvö leikhlé í fyrsta leiknum, það fyrsta í stöðunni 7-2 fyrir Val og það seinna í stöðunni 17-7 en tókst ekki að snúa við blaðinu fyrr en í hálfleiknum. Eyjamenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik á fyrsta leiknum en munurinn fór þó bara úr þrettán mörkum niður í tíu mörk. Valsliðið gerði sig þar með líklegt til að bruna yfir Eyjamenn aftur í Eyjum í gær og þurfti Erlingur að taka fyrsta leikhléið sitt eftir rétt rúma átta og hálfa mínútu. Þá voru Valsmenn komnir fjórum mörkum yfir, 7-3, og það stefndi óefni. Erlingi tókst að vekja sína menn sem minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hlé og fengu líka tækifæri til að jafna metin en klúðruðu víti í síðasta kasti hálfleiksins. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti og voru skyndilega komnir fimm mörkum yfir á ný, 20-15. Erlingur tók nú leikhlé þegar rúm fimm og hálf mínúta var liðin af hálfleiknum. Aftur tókst Eyjamönnum að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið orð í eyra frá Erlingi. Þeir komu sér aftur inn í leikinn og náðu síðan að landa sigri með frábærum lokamínútum. Þetta þýðir að Valsmenn unnu byrjun beggja hálfleikja með samtals átta marka mun en Eyjamenn skoruðu tíu mörkum meira en gestirnir eftir að hafa fengið þessi góðu ráð frá þjálfara sínum. Eyjamenn verða að reyna að hægja á Valsmönnum og þeirra hröðu miðju til þess að fækka ódýru mörkunum. Það tókst hjá þeim í Eyjum í gær eftir smá basl í byrjun fyrri og seinni en Eyjavörnin fékk því í framhaldinu betri og fleiri tækifæri til að stilla sér upp og sýna mátt sinn. Það er hins vegar ljóst að Eyjamenn hafa ekki efni á því að byrja hálfleikina svona illa. Næsti leikur er á Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur. Hvort fyrsti leikurinn hafi verið slys kemur þá fyrst almennilega í ljós. Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19)
Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19)
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira