Ekkert nema hryllingur bíði hennar í Grikklandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 19:00 Sómölsk kona, sem vísa á úr landi á næstu dögum, segir brottvísun ógna lífi sínu. Lögmaður hennar gagnrýnir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl, sem hann telur að gætu verið ólögmætar. Eftir nær algjört hlé á brottvísunum í Covid stendur til að hefja þær aftur á næstu dögum. Ríkislögreglustjóri sagði í tilkynningu í morgun að 250 manns, sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, dvelji enn hér á landi án heimildar, þar sem þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnarreglur móttökuríkjanna - til dæmis bólusetningu eða PCR-próf. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir þessa fullyrðingu beinlínis ranga. „Það eru margir í þessum hópi umbjóðendur mínir sem hafa ekki tafið mál sín með nokkrum hætti. Hafa ekki einu sinni verið sakaðir um það. Þannig að þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Magnús. Magnús lætur nú reyna á þessa niðurstöðu stjórnvalda fyrir dómi. „Þá gæti sú niðurstaða komið að þessar brottvísanir, tugir eða hundruð, væru ólögmætar.“ Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.Vísir/Sigurjón Örugg í fyrsta sinn Ein þeirra nokkur hundruð sem stendur frammi fyrir brottvísun er hin 22 ára Asli Jama. Hún er sómölsk en kom til Íslands í apríl í fyrra eftir miklar hrakningar; hún og fjölskylda hennar hafi til að mynda sætt ofbeldi og ofsóknum af hálfu hryðjuverkasamtakanna Al Shabaab. Hún komst loks til Grikklands við illan leik og lýsir aðstæðum þar sem hryllilegum. „Við vorum ekki örugg. Fólk slóst þarna á hverjum degi, lögreglan kom á hverjum degi. Lögreglan kom á hverjum morgni að ræða við okkur,“ segir Asli. Á Íslandi upplifir Asli sig örugga í fyrsta sinn á ævinni. Magnús telur hana eiga rétt á efnismeðferð þar sem hún hafi verið á landinu í rúmt ár - og bæði hann og Asli hafna því að hún hafi á nokkurn hátt tafið afgreiðslu máls síns eins og stjórnvöld beri fyrir sig í umræddum málum. „Mér finnst framtíð mín mjög örugg á Íslandi. Ég vinn sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og hef kynnst stórkostlegum Íslendingum. Og ég bý í húsi, með fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir Asli. Ekkert nema hryllingur bíði hennar, verði henni vísað aftur til Grikklands. „Mér gæti verið nauðgað þar. Ég verð heimilislaus. Mér er mikil hætta búin, ég gæti verið seld í mansal.“ Í ólögmætri dvöl og meðvituð um dagsetninguna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ræddi fyrirhugaðar brottvísanir við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann gaf þar lítið fyrir gagnrýni á fyrirætlanirnar, þar sem vísað var til þess að margir hælisleitendanna hefðu jafnvel verið hér um árabil og fest rætur. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl, það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi, þannig það hefur verið að því leiti á sína ábyrgð hér á landi í lengri tíma vitandi það að, að þessari dagsetningu kæmi,“ sagði Jón. Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Eftir nær algjört hlé á brottvísunum í Covid stendur til að hefja þær aftur á næstu dögum. Ríkislögreglustjóri sagði í tilkynningu í morgun að 250 manns, sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, dvelji enn hér á landi án heimildar, þar sem þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnarreglur móttökuríkjanna - til dæmis bólusetningu eða PCR-próf. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir þessa fullyrðingu beinlínis ranga. „Það eru margir í þessum hópi umbjóðendur mínir sem hafa ekki tafið mál sín með nokkrum hætti. Hafa ekki einu sinni verið sakaðir um það. Þannig að þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Magnús. Magnús lætur nú reyna á þessa niðurstöðu stjórnvalda fyrir dómi. „Þá gæti sú niðurstaða komið að þessar brottvísanir, tugir eða hundruð, væru ólögmætar.“ Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.Vísir/Sigurjón Örugg í fyrsta sinn Ein þeirra nokkur hundruð sem stendur frammi fyrir brottvísun er hin 22 ára Asli Jama. Hún er sómölsk en kom til Íslands í apríl í fyrra eftir miklar hrakningar; hún og fjölskylda hennar hafi til að mynda sætt ofbeldi og ofsóknum af hálfu hryðjuverkasamtakanna Al Shabaab. Hún komst loks til Grikklands við illan leik og lýsir aðstæðum þar sem hryllilegum. „Við vorum ekki örugg. Fólk slóst þarna á hverjum degi, lögreglan kom á hverjum degi. Lögreglan kom á hverjum morgni að ræða við okkur,“ segir Asli. Á Íslandi upplifir Asli sig örugga í fyrsta sinn á ævinni. Magnús telur hana eiga rétt á efnismeðferð þar sem hún hafi verið á landinu í rúmt ár - og bæði hann og Asli hafna því að hún hafi á nokkurn hátt tafið afgreiðslu máls síns eins og stjórnvöld beri fyrir sig í umræddum málum. „Mér finnst framtíð mín mjög örugg á Íslandi. Ég vinn sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og hef kynnst stórkostlegum Íslendingum. Og ég bý í húsi, með fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir Asli. Ekkert nema hryllingur bíði hennar, verði henni vísað aftur til Grikklands. „Mér gæti verið nauðgað þar. Ég verð heimilislaus. Mér er mikil hætta búin, ég gæti verið seld í mansal.“ Í ólögmætri dvöl og meðvituð um dagsetninguna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ræddi fyrirhugaðar brottvísanir við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann gaf þar lítið fyrir gagnrýni á fyrirætlanirnar, þar sem vísað var til þess að margir hælisleitendanna hefðu jafnvel verið hér um árabil og fest rætur. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl, það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi, þannig það hefur verið að því leiti á sína ábyrgð hér á landi í lengri tíma vitandi það að, að þessari dagsetningu kæmi,“ sagði Jón.
Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31