Sjáðu Selfoss-heimsókn Helenu: „Ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2022 14:00 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir getur tekið út úr reynslubanka Sifjar Atladóttur. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, skellti sér á Selfoss á dögunum og afraksturinn var sýndur í þætti gærkvöldsins. Helena ræddi við hjónin Sif Atladóttur og Björn Sigurbjörnsson og hinar ungu og bráðefnilegu Barbáru Sól Gísladóttur og Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur. Sif sneri aftur til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku, þar af ellefu hjá Kristianstad í Svíþjóð. Þar var eiginmaðurinn Björn aðstoðarþjálfari. Sif segir að deildin hérna heima sé sterkari nú en þegar hún fór út 2009. „Stærsti hluturinn er að líkamlegt ástand leikmanna er betra. Leikmenn hugsa betur um sig. Þótt það sé ekki hægt að tala um þetta sem atvinnumannadeild hugsa flestir leikmenn í deildinni það vel um sig að það er hægt að titla hana þannig,“ sagði Sif. Klippa: Bestu mörkin - heimsókn Helenu á Selfoss „Leikmenn hugsa mikið um íþróttina 24/7 og það er alltaf næsti leikur sem er ekkert ósvipað og úti, nema ég finn það að leikmenn hérna á Íslandi hafa miklu fleiri bolta á lofti en þeir sem eru úti.“ Gullið tækifæri að koma aftur Barbára lék hálft tímabil með Bröndby í Danmörku á láni en ákvað að snúa aftur í Selfoss fyrir þetta tímabil. „Það eru bara spennandi tímar framundan á Selfossi. Þetta er uppeldisfélagið mitt og mér fannst bara gullið tækifæri til að koma aftur,“ sagði Barbára sem er nokkuð sátt með hvernig Selfoss hefur byrjað tímabilið. Liðið er ósigrað í 2. sæti Bestu deildarinnar. „Ég átti alveg von á þessu og hafði fulla trú á liðinu okkar.“ Áslaug Dóra spilar með Sif í hjarta varnar Selfoss og nýtur þess í botn. Átján ár eru á milli þeirra en þær ná samt vel saman. „Þetta er draumastaða og það ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu. Þetta er gefandi og það er mikill leiðtogi í henni,“ sagði Áslaug. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Helena ræddi við hjónin Sif Atladóttur og Björn Sigurbjörnsson og hinar ungu og bráðefnilegu Barbáru Sól Gísladóttur og Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur. Sif sneri aftur til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku, þar af ellefu hjá Kristianstad í Svíþjóð. Þar var eiginmaðurinn Björn aðstoðarþjálfari. Sif segir að deildin hérna heima sé sterkari nú en þegar hún fór út 2009. „Stærsti hluturinn er að líkamlegt ástand leikmanna er betra. Leikmenn hugsa betur um sig. Þótt það sé ekki hægt að tala um þetta sem atvinnumannadeild hugsa flestir leikmenn í deildinni það vel um sig að það er hægt að titla hana þannig,“ sagði Sif. Klippa: Bestu mörkin - heimsókn Helenu á Selfoss „Leikmenn hugsa mikið um íþróttina 24/7 og það er alltaf næsti leikur sem er ekkert ósvipað og úti, nema ég finn það að leikmenn hérna á Íslandi hafa miklu fleiri bolta á lofti en þeir sem eru úti.“ Gullið tækifæri að koma aftur Barbára lék hálft tímabil með Bröndby í Danmörku á láni en ákvað að snúa aftur í Selfoss fyrir þetta tímabil. „Það eru bara spennandi tímar framundan á Selfossi. Þetta er uppeldisfélagið mitt og mér fannst bara gullið tækifæri til að koma aftur,“ sagði Barbára sem er nokkuð sátt með hvernig Selfoss hefur byrjað tímabilið. Liðið er ósigrað í 2. sæti Bestu deildarinnar. „Ég átti alveg von á þessu og hafði fulla trú á liðinu okkar.“ Áslaug Dóra spilar með Sif í hjarta varnar Selfoss og nýtur þess í botn. Átján ár eru á milli þeirra en þær ná samt vel saman. „Þetta er draumastaða og það ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu. Þetta er gefandi og það er mikill leiðtogi í henni,“ sagði Áslaug. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33