Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2022 17:41 Múte Bourup Egede forsætisráðherra Grænlands tók á móti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra við komuna til Grænlands. Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom í opinbera heimsókn til Grænlands í gær en heimsókninni lýkur á morgun. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um jafnréttismál í háskólanum í Nuuk og fyrir hádegi í dag átti hún fund með Múte Bourup Egede forsætisráðherra Grænlands. Hún fundaði síðar í dag með Naaja H. Nathanielsen fjármálaráðherra og öðrum ráðamönnum. „Síðan erum við að fara í Loftlagsstofnun Grænlands þar sem við erum að kynna okkur málin. Erum í raun og veru að reyna að heimsækja sem flesta staði hér í þessari stuttu heimsókn," segir Katrín. Íslendingar geti og eigi að hafa gott samstarf við nágranna sína á Grænlandi á sem flestum sviðum. Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu í þeim efnum í fyrra og það sé stefna ríkisstjórnarinnar. Ágætis skýrsla hafi verið unnin um þau mál. „Grænlendingar hafa að sjálfsögðu sýnt loftslagsmálunum mikinn áhuga. Það eru auðvitað málefni norðurskautsins sem eru að færast æ nærri kjarna stjórnmálanna. Þar sem Grænlendingar eru auðvitað lykilfólk. Þannig að það eru ýmsir samstarfsmöguleikar. Síðan að sjálfsögðu jafnréttismálin sem ég tek alltaf upp hvar sem ég er,“ segir forsætisráðherra. Umræðurnar um þau mál í háskólanum í Nuuk í gær hafi verið mjög djúpar og góðar. Þá eigi Íslendingar og Grænlendingar mikið samstarf í sjávarútvegsmálum, flugþjónustu og stjórnun flugumferðar, og vaxandi samskipti á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Grænlendingar hafi verið mjög áberandi gestir á árlegu þingi Hringborðs norðurslóða í Reykjavík undanfarin ár og lagt þar mikið að mörkum. „Þau eru að sjálfsögðu að láta til sín taka í þeim efnum. En þau eru ein þeirra þjóða þar sem loftslagsbreytingar birtast hvað áþreifanlegast. Þannig að það er þeim mjög ofarlega í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Grænland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum. 17. maí 2022 11:36 Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. 16. maí 2022 11:00 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom í opinbera heimsókn til Grænlands í gær en heimsókninni lýkur á morgun. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um jafnréttismál í háskólanum í Nuuk og fyrir hádegi í dag átti hún fund með Múte Bourup Egede forsætisráðherra Grænlands. Hún fundaði síðar í dag með Naaja H. Nathanielsen fjármálaráðherra og öðrum ráðamönnum. „Síðan erum við að fara í Loftlagsstofnun Grænlands þar sem við erum að kynna okkur málin. Erum í raun og veru að reyna að heimsækja sem flesta staði hér í þessari stuttu heimsókn," segir Katrín. Íslendingar geti og eigi að hafa gott samstarf við nágranna sína á Grænlandi á sem flestum sviðum. Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu í þeim efnum í fyrra og það sé stefna ríkisstjórnarinnar. Ágætis skýrsla hafi verið unnin um þau mál. „Grænlendingar hafa að sjálfsögðu sýnt loftslagsmálunum mikinn áhuga. Það eru auðvitað málefni norðurskautsins sem eru að færast æ nærri kjarna stjórnmálanna. Þar sem Grænlendingar eru auðvitað lykilfólk. Þannig að það eru ýmsir samstarfsmöguleikar. Síðan að sjálfsögðu jafnréttismálin sem ég tek alltaf upp hvar sem ég er,“ segir forsætisráðherra. Umræðurnar um þau mál í háskólanum í Nuuk í gær hafi verið mjög djúpar og góðar. Þá eigi Íslendingar og Grænlendingar mikið samstarf í sjávarútvegsmálum, flugþjónustu og stjórnun flugumferðar, og vaxandi samskipti á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Grænlendingar hafi verið mjög áberandi gestir á árlegu þingi Hringborðs norðurslóða í Reykjavík undanfarin ár og lagt þar mikið að mörkum. „Þau eru að sjálfsögðu að láta til sín taka í þeim efnum. En þau eru ein þeirra þjóða þar sem loftslagsbreytingar birtast hvað áþreifanlegast. Þannig að það er þeim mjög ofarlega í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Grænland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum. 17. maí 2022 11:36 Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. 16. maí 2022 11:00 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með meirihlutaviðræðum víðsvegar um landið að afloknum kosningum. 17. maí 2022 11:36
Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur. 16. maí 2022 11:00
Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08