Segir umgjörðina og aðstöðuna hjá Breiðabliki betri en hjá Frankfurt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2022 15:31 Blikarnir Alexandra Jóhannsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir voru gestir í Bestu upphituninni. stöð 2 sport Breiðabliksþema var í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Blikarnir Ásta Eir Árnadóttir og Alexandra Jóhannsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur. Breiðablik fékk Alexöndru á láni frá Frankfurt í síðustu viku og hún verður hjá Blikum fram að Evrópumótinu í júlí. Alexandra lék sinn fyrsta leik eftir heimkomuna á föstudaginn og var ekki lengi að stimpla sig inn. Hún kom Blikum á bragðið eftir fimm mínútur í 0-4 sigri á KR-ingum á Meistaravöllum. Alexandra lék með Breiðabliki á árunum 2018-20 og vildi snúa aftur til liðsins til að komast í betri leikæfingu fyrir EM. „Ég vissi og var búin að heyra af því að ég þyrfti að spila meira. Það var ekkert mikið í boði og mér fannst þetta góður kostur, að koma heim í umhverfi sem ég þekki, með stelpum sem ég þekki og fá vonandi mínútur,“ sagði Alexandra og bætti við að landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefði viljað sjá hana spila meira. Miklar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá síðasta tímabili. Sterkir leikmenn eins og Agla María Albertsdóttir eru horfnar á braut en Blikar hafa fyllt í skörðin bæði með íslenskum og erlendum leikmönnum. „Við erum með marga nýja leikmenn sem hafa verið að týnast inn með vorinu. Auðvitað eru þetta miklar breytingar á hópnum en mjög jákvæðar breytingar, að fá ný andlit. Þetta hefur gengið vel en auðvitað tekur tíma að púsla saman nýju liði. En hingað til hefur þetta gengið vel,“ sagði Ásta. Klippa: Besta upphitunin fyrir 5. umferð Leikmannahópur Breiðabliks hefur ekki bara tekið breytingum heldur fengu Blikar nýjan þjálfara í haust þegar Ásmundur Arnarsson tók við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni. Þar áður hafði Þorsteinn Halldórsson stýrt Breiðabliki í sex ár. Þrátt fyrir þjálfaraskiptin halda Blikar alltaf í sín Breiðablikseinkenni eins og Helena sagði. „Við misstum ekkert alla leikmennina okkar. Við héldum góðum kjarna sem hefur spilað lengi saman. Við í kjarnanum erum allar miklir sigurvegarar. Menningin í Breiðabliki helst alltaf sú sama þótt hópurinn breytist. Leikmennirnir halda menningunni gangandi með því að ná í góð úrslit og spila vel. Þjálfararnir segja sitt en við spilum leikina,“ sagði Ásta. Alexandra segir að umgjörðin og aðstaðan hjá Breiðabliki sé jafnvel betri en hjá stórliði Frankfurt. „Umgjörðin er fín en hún er frábær í Kópavogi. Þar er allt til alls. Ég gæti alveg trúað því að umgjörðin sé betri þar en úti,“ sagði Alexandra. „Við spilum á góðu grasi og æfingavöllurinn er góður en við keppum á einum stað og æfum á öðrum. Klefaaðstaðan er miklu betri í Kópavogi.“ Upphitunarþáttinn fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 5. umferð Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Breiðablik fékk Alexöndru á láni frá Frankfurt í síðustu viku og hún verður hjá Blikum fram að Evrópumótinu í júlí. Alexandra lék sinn fyrsta leik eftir heimkomuna á föstudaginn og var ekki lengi að stimpla sig inn. Hún kom Blikum á bragðið eftir fimm mínútur í 0-4 sigri á KR-ingum á Meistaravöllum. Alexandra lék með Breiðabliki á árunum 2018-20 og vildi snúa aftur til liðsins til að komast í betri leikæfingu fyrir EM. „Ég vissi og var búin að heyra af því að ég þyrfti að spila meira. Það var ekkert mikið í boði og mér fannst þetta góður kostur, að koma heim í umhverfi sem ég þekki, með stelpum sem ég þekki og fá vonandi mínútur,“ sagði Alexandra og bætti við að landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefði viljað sjá hana spila meira. Miklar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá síðasta tímabili. Sterkir leikmenn eins og Agla María Albertsdóttir eru horfnar á braut en Blikar hafa fyllt í skörðin bæði með íslenskum og erlendum leikmönnum. „Við erum með marga nýja leikmenn sem hafa verið að týnast inn með vorinu. Auðvitað eru þetta miklar breytingar á hópnum en mjög jákvæðar breytingar, að fá ný andlit. Þetta hefur gengið vel en auðvitað tekur tíma að púsla saman nýju liði. En hingað til hefur þetta gengið vel,“ sagði Ásta. Klippa: Besta upphitunin fyrir 5. umferð Leikmannahópur Breiðabliks hefur ekki bara tekið breytingum heldur fengu Blikar nýjan þjálfara í haust þegar Ásmundur Arnarsson tók við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni. Þar áður hafði Þorsteinn Halldórsson stýrt Breiðabliki í sex ár. Þrátt fyrir þjálfaraskiptin halda Blikar alltaf í sín Breiðablikseinkenni eins og Helena sagði. „Við misstum ekkert alla leikmennina okkar. Við héldum góðum kjarna sem hefur spilað lengi saman. Við í kjarnanum erum allar miklir sigurvegarar. Menningin í Breiðabliki helst alltaf sú sama þótt hópurinn breytist. Leikmennirnir halda menningunni gangandi með því að ná í góð úrslit og spila vel. Þjálfararnir segja sitt en við spilum leikina,“ sagði Ásta. Alexandra segir að umgjörðin og aðstaðan hjá Breiðabliki sé jafnvel betri en hjá stórliði Frankfurt. „Umgjörðin er fín en hún er frábær í Kópavogi. Þar er allt til alls. Ég gæti alveg trúað því að umgjörðin sé betri þar en úti,“ sagði Alexandra. „Við spilum á góðu grasi og æfingavöllurinn er góður en við keppum á einum stað og æfum á öðrum. Klefaaðstaðan er miklu betri í Kópavogi.“ Upphitunarþáttinn fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 5. umferð
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira