Sér ekki hvað lögreglan hefði getað gert öðruvísi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. maí 2022 12:14 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir lögreglu vera meðvitaða um að forðast kynþáttamörkun í sínum störfum. Vísir/Egill Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að það sé óþolandi að saklaus ungur drengur skyldi hafa orðið fyrir ítrekuðu áreiti af hálfu lögreglu eingöngu vegna uppruna og kynþáttar. Á sama tíma sjái hún ekki hvað lögreglan hefði getað gert öðruvísi því hún hafi verið að leita að hættulegum manni en verið var að leita að gæsluvarðhaldsfanga sem flúði úr héraðsdómi. Lögreglan hefur nýlokið stefnumótun en upp úr henni spruttu einkunnarorðin: Að vernda og virða. Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis hélt opinn fund í morgun með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Ólafi Erni Bragasyni, forstöðumanni Mennta-og starfsþróunarseturs lögreglumanna. Óskað var eftir fundinum vegna atviks í apríl þegar lögreglan hafði tvívegis afskipti af ungum dreng vegna húðlitar en hann hafði sér ekkert til sakar unnið. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata óskaði eftir fundinum og spurði Sigríði hvort atvikið gæti flokkast sem kynþáttamörkun eða það sem nefnist á ensku „Racial profiling“.Sigríður svaraði því til að það hefði ekki verið lögreglan sem hefði valið þá sem afskipti voru höfð af heldur hafi hún verið aðf ylgja eftir ábendingum frá almenningi. Því geti hún ekki skrifað upp á að þetta tilvik sé dæmi um kynþáttamörkun en lögreglan sé þó vakandi fyrir slíku í sínum störfum. Hún segir að misskilningur hafi verið í fjölmiðlaumfjöllun af málinu.„Þeir áttu aldrei samskipti við drenginn, ræddu aldrei við hann. Þeir eru einmitt þjálfaðir í að bera kennsl á fólk sem þýðir að þeir sáu alveg um leið að þetta var ekki maðurinn sem verið var að leita að. Þeir gengu í fyrra tilvikinu út í enda á strætisvagni, sneru við og fóru út. Þetta er engu að síður mjög „trámatískt“ fyrir drenginn,“ segir Sigríður.Lögreglan sé þjónustustofnun og hún þurfi að gera betur í að hlusta á samfélagið. Lögreglan hafi nýlokið stefnumótun en upp úr henni hafi sprottið ný einkunnarorð: Að vernda og virða.„Það er raunverulega óþolandi að það skuli vera saklaust ungmenni sem þarna á í hlut sem verður fyrir þessari „trámatísku“ reynslu jafnvel þótt lögreglan hafi verið að sinna sínu starfi, ég er algjörlega sammála því og við þurfum að reyna að finna einhverjar leiðir til þess að vinna með það þó ég sjái ekki hvernig við hefðum getað gert þetta öðruvísi í þessu tilviki þá eru fleiri tilvik sem munu koma upp í framtíðinni,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Kynþáttafordómar Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Sérsveitin hafði afskipti af dreng sem reyndist óvopnaður Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynning um vopnaðan mann í miðborginni barst lögreglu. Sá reyndist ekki aðeins vopnlaus með öllu heldur einnig undir átján ára aldri. 30. apríl 2022 14:48 Umboðsmaður barna blandar sér í afskipti lögreglu af unglingspiltinum Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með ríkislögreglustjóra til þess að ræða afskipti lögreglu af sextán ára dreng við leitina að strokufanga í síðuðustu viku. 25. apríl 2022 20:18 Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis hélt opinn fund í morgun með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Ólafi Erni Bragasyni, forstöðumanni Mennta-og starfsþróunarseturs lögreglumanna. Óskað var eftir fundinum vegna atviks í apríl þegar lögreglan hafði tvívegis afskipti af ungum dreng vegna húðlitar en hann hafði sér ekkert til sakar unnið. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata óskaði eftir fundinum og spurði Sigríði hvort atvikið gæti flokkast sem kynþáttamörkun eða það sem nefnist á ensku „Racial profiling“.Sigríður svaraði því til að það hefði ekki verið lögreglan sem hefði valið þá sem afskipti voru höfð af heldur hafi hún verið aðf ylgja eftir ábendingum frá almenningi. Því geti hún ekki skrifað upp á að þetta tilvik sé dæmi um kynþáttamörkun en lögreglan sé þó vakandi fyrir slíku í sínum störfum. Hún segir að misskilningur hafi verið í fjölmiðlaumfjöllun af málinu.„Þeir áttu aldrei samskipti við drenginn, ræddu aldrei við hann. Þeir eru einmitt þjálfaðir í að bera kennsl á fólk sem þýðir að þeir sáu alveg um leið að þetta var ekki maðurinn sem verið var að leita að. Þeir gengu í fyrra tilvikinu út í enda á strætisvagni, sneru við og fóru út. Þetta er engu að síður mjög „trámatískt“ fyrir drenginn,“ segir Sigríður.Lögreglan sé þjónustustofnun og hún þurfi að gera betur í að hlusta á samfélagið. Lögreglan hafi nýlokið stefnumótun en upp úr henni hafi sprottið ný einkunnarorð: Að vernda og virða.„Það er raunverulega óþolandi að það skuli vera saklaust ungmenni sem þarna á í hlut sem verður fyrir þessari „trámatísku“ reynslu jafnvel þótt lögreglan hafi verið að sinna sínu starfi, ég er algjörlega sammála því og við þurfum að reyna að finna einhverjar leiðir til þess að vinna með það þó ég sjái ekki hvernig við hefðum getað gert þetta öðruvísi í þessu tilviki þá eru fleiri tilvik sem munu koma upp í framtíðinni,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Kynþáttafordómar Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Sérsveitin hafði afskipti af dreng sem reyndist óvopnaður Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynning um vopnaðan mann í miðborginni barst lögreglu. Sá reyndist ekki aðeins vopnlaus með öllu heldur einnig undir átján ára aldri. 30. apríl 2022 14:48 Umboðsmaður barna blandar sér í afskipti lögreglu af unglingspiltinum Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með ríkislögreglustjóra til þess að ræða afskipti lögreglu af sextán ára dreng við leitina að strokufanga í síðuðustu viku. 25. apríl 2022 20:18 Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sérsveitin hafði afskipti af dreng sem reyndist óvopnaður Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynning um vopnaðan mann í miðborginni barst lögreglu. Sá reyndist ekki aðeins vopnlaus með öllu heldur einnig undir átján ára aldri. 30. apríl 2022 14:48
Umboðsmaður barna blandar sér í afskipti lögreglu af unglingspiltinum Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með ríkislögreglustjóra til þess að ræða afskipti lögreglu af sextán ára dreng við leitina að strokufanga í síðuðustu viku. 25. apríl 2022 20:18
Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00