Leikmaður í ensku B-deildinni kom út úr skápnum | Fengið stuðning úr öllum áttum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2022 18:16 Jake Daniels, leikmaður Blackpool. Sky Sports Jake Daniels hefur átt sannkallað draumatímabil. Braut sér lið inn í aðallið Blackpool, skrifaði undir atvinnumannasamning, raðaði inn mörkum fyrir unglingalið félagsins og naut sín í botn. Það var þó alltaf eitthvað sem lá þungt á honum, þangað til nú. Hinn 17 ára gamli Daniels opinberaði í dag að hann væri samkynhneigður. Sem stendur eru aðeins tveir atvinnumenn í fótbolta opinberlega samkynhneigðir, hinn er Josh Cavallo – vinstri bakvörður Adelaide United í Ástralíu. „Ég hef vitað alla mína ævi að ég sé samkynhneigður. Mér líður nú eins og ég sé tilbúinn að koma út úr skápnum og vera ég sjálfur,“ segir Daniels í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Blackpool. A message from Jake Daniels. https://t.co/R2wEsniXKV pic.twitter.com/dcznYKtSaD— Blackpool FC (@BlackpoolFC) May 16, 2022 „Ég feta nú ótroðnar slóðir, verandi einn af fyrstu fótboltamönnunum þessa lands sem kemur út úr skápnum. Menn á borð Josh Cavallo, Matt Morton hafa veitt mér innblástur sem og íþróttamenn úr öðrum íþróttum, Tom Daley til að mynda. Þökk sé þeim fann ég hugrekkið sem þurfti til að taka þetta skref.“ „Ég hef hatað að lifa í lygi alla mína ævi og ávallt fundist ég þurfa að breyta einhverju í mínu fari til að falla inn almennilega inn í hópinn,“ segir Daniels að endingu. Segja má að yfirlýsingin hafi fengið góðar móttökur en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið rúmlega 80 þúsund Like á Twitter. FIFA, enska úrvalsdeildin og öll stærstu félög Englands hafa svarað yfirlýsingunni og sagst vera stolt af ákvörðun Daniels. Ekki er algengt að fótboltamenn eða íþróttamenn yfirhöfuð komi út úr skápnum þegar þeir eru enn að spila. Mögulega þökk sé hetjudáð Daniels munu fleiri taka þetta skref í framtíðinni. Fótbolti Enski boltinn Tímamót Hinsegin Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Hinn 17 ára gamli Daniels opinberaði í dag að hann væri samkynhneigður. Sem stendur eru aðeins tveir atvinnumenn í fótbolta opinberlega samkynhneigðir, hinn er Josh Cavallo – vinstri bakvörður Adelaide United í Ástralíu. „Ég hef vitað alla mína ævi að ég sé samkynhneigður. Mér líður nú eins og ég sé tilbúinn að koma út úr skápnum og vera ég sjálfur,“ segir Daniels í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Blackpool. A message from Jake Daniels. https://t.co/R2wEsniXKV pic.twitter.com/dcznYKtSaD— Blackpool FC (@BlackpoolFC) May 16, 2022 „Ég feta nú ótroðnar slóðir, verandi einn af fyrstu fótboltamönnunum þessa lands sem kemur út úr skápnum. Menn á borð Josh Cavallo, Matt Morton hafa veitt mér innblástur sem og íþróttamenn úr öðrum íþróttum, Tom Daley til að mynda. Þökk sé þeim fann ég hugrekkið sem þurfti til að taka þetta skref.“ „Ég hef hatað að lifa í lygi alla mína ævi og ávallt fundist ég þurfa að breyta einhverju í mínu fari til að falla inn almennilega inn í hópinn,“ segir Daniels að endingu. Segja má að yfirlýsingin hafi fengið góðar móttökur en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið rúmlega 80 þúsund Like á Twitter. FIFA, enska úrvalsdeildin og öll stærstu félög Englands hafa svarað yfirlýsingunni og sagst vera stolt af ákvörðun Daniels. Ekki er algengt að fótboltamenn eða íþróttamenn yfirhöfuð komi út úr skápnum þegar þeir eru enn að spila. Mögulega þökk sé hetjudáð Daniels munu fleiri taka þetta skref í framtíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Tímamót Hinsegin Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira