Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2022 21:00 Björk Lárusdóttir er 27 ára. Henni var ekki úthlutað réttu líffræðilegu kyni við fæðingu og hóf kynleiðréttingarferli, sem náði hápunkti með ævintýraferð til Tælands í apríl. Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima. Árið 2019 var meðaltalsbiðtími þeirra sem farið hafa í kynleiðréttingaraðgerðir á Landspítala 6,6 mánuðir, samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns um málið í febrúar. En svo skall Covid á og nær lamaði starfsemi skurðsviða. 2020 var biðtíminn 14,6 mánuðir og 2021 31,1 mánuður. 26 transkonur bíða nú eftir slíkri aðgerð hér á Landspítala. Síðast var gerð kynleiðréttingaraðgerð á spítalanum í nóvember í fyrra. Alls voru tvær slíkar aðgerðir gerðar allt það ár, 2021. Árið þar á undan, 2020, voru þær þó öllu fleiri - alls níu, samkvæmt tölum frá Landspítala. „Aðgerðirnar hafa aldrei legið niðri meira en þau tímabil í Covid faraldrinum þegar skurðstofustarfsemin var í lágmarki,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu. Var í lífshættu Björk Lárusdóttir er 27 ára. Fyrir fáum mánuðum segist hún hafa staðið frammi fyrir þriggja ára bið eftir kynleiðréttingaraðgerð. „Ég var bara í lífshættu. Og ég var bara komin á mjög slæman stað. Ég fór mjög illa með sjálfa mig. Mér var alveg sama um sjálfa mig. Það var lítil sem engin sjálfsvirðing. Þegar þú ert bara föst í einhverjum líkama sem er ekki þinn.“ Milljónaferli Í febrúar komst hún í samband við sjúkrahús í Tælandi og 4. apríl síðastliðinn gekkst hún undir hina langþráðu aðgerð. Lífsbjörg, segir Björk. „Ég fór ógeðslega hratt í gegnum þetta og sumir höfðu áhyggjur af því: Vertu ekki að fara of hratt. Ég ætla ekki að láta neinn segja mér á hvaða hraða ég fer í gegnum þetta. Þetta er mitt líf og ég myndi gera það á sama hraða aftur og jafnvel hraðar.“ Sjúkratryggingar greiða ekki niður aðgerðir í Tælandi. Foreldrar Bjarkar telja að kostnaður við aðgerðina og ferðalagið út hafi hlaupið á fjórðu milljón króna og tóku veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Björk krefst þess að íslenskt heilbrigðiskerfi setji kynleiðréttingaraðgerðir í hærri forgang. „Ég er hamingjusöm og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið,“ segir Björk. „Af hverju er kerfið að ákveða hver ég er? Mér finnst þetta svo rosalega mikil forræðishyggja. Sem þarf að fara að breyta.“ Rætt var ítarlega við Björk og foreldra hennar, sem fylgdu henni til Tælands, í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalinu við fjölskylduna verður gerð skil í heild á Vísi í fyrramálið. Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Árið 2019 var meðaltalsbiðtími þeirra sem farið hafa í kynleiðréttingaraðgerðir á Landspítala 6,6 mánuðir, samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns um málið í febrúar. En svo skall Covid á og nær lamaði starfsemi skurðsviða. 2020 var biðtíminn 14,6 mánuðir og 2021 31,1 mánuður. 26 transkonur bíða nú eftir slíkri aðgerð hér á Landspítala. Síðast var gerð kynleiðréttingaraðgerð á spítalanum í nóvember í fyrra. Alls voru tvær slíkar aðgerðir gerðar allt það ár, 2021. Árið þar á undan, 2020, voru þær þó öllu fleiri - alls níu, samkvæmt tölum frá Landspítala. „Aðgerðirnar hafa aldrei legið niðri meira en þau tímabil í Covid faraldrinum þegar skurðstofustarfsemin var í lágmarki,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu. Var í lífshættu Björk Lárusdóttir er 27 ára. Fyrir fáum mánuðum segist hún hafa staðið frammi fyrir þriggja ára bið eftir kynleiðréttingaraðgerð. „Ég var bara í lífshættu. Og ég var bara komin á mjög slæman stað. Ég fór mjög illa með sjálfa mig. Mér var alveg sama um sjálfa mig. Það var lítil sem engin sjálfsvirðing. Þegar þú ert bara föst í einhverjum líkama sem er ekki þinn.“ Milljónaferli Í febrúar komst hún í samband við sjúkrahús í Tælandi og 4. apríl síðastliðinn gekkst hún undir hina langþráðu aðgerð. Lífsbjörg, segir Björk. „Ég fór ógeðslega hratt í gegnum þetta og sumir höfðu áhyggjur af því: Vertu ekki að fara of hratt. Ég ætla ekki að láta neinn segja mér á hvaða hraða ég fer í gegnum þetta. Þetta er mitt líf og ég myndi gera það á sama hraða aftur og jafnvel hraðar.“ Sjúkratryggingar greiða ekki niður aðgerðir í Tælandi. Foreldrar Bjarkar telja að kostnaður við aðgerðina og ferðalagið út hafi hlaupið á fjórðu milljón króna og tóku veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Björk krefst þess að íslenskt heilbrigðiskerfi setji kynleiðréttingaraðgerðir í hærri forgang. „Ég er hamingjusöm og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið,“ segir Björk. „Af hverju er kerfið að ákveða hver ég er? Mér finnst þetta svo rosalega mikil forræðishyggja. Sem þarf að fara að breyta.“ Rætt var ítarlega við Björk og foreldra hennar, sem fylgdu henni til Tælands, í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalinu við fjölskylduna verður gerð skil í heild á Vísi í fyrramálið.
Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira