Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Kristín Ólafsdóttir, Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 10. maí 2022 14:30 Keppendur á fyrra undankvöldi Eurovision koma frá sautján löndum. Vísir Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 verður haldið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með þar til yfir lýkur. Eurovisionvaktina má finna neðst í fréttinni. Við byrjum með nýjustu fréttir beint frá Tórínó þar sem Sylvía Rut og Dóra Júlía eru staddar fyrir hönd fréttastofunnar. Þegar nær dregur keppni tekur Kristín við vaktinni og fylgist með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er óviðkomandi - og engum verður hlíft. Til að hita upp fyrir kvöldið er hægt að taka þetta Júrókviss um keppni kvöldsins. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sextán landa í eftirfarandi röð: Albanía, Lettland, Litháen, Sviss, Slóvenía, Úkraína, Búlgaría, Holland, Moldóva, Portúgal, Króatía, Danmörk, Austurríki, Ísland, Grikkland, Noregur, Armenía. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Eurovisionvaktina má finna neðst í fréttinni. Við byrjum með nýjustu fréttir beint frá Tórínó þar sem Sylvía Rut og Dóra Júlía eru staddar fyrir hönd fréttastofunnar. Þegar nær dregur keppni tekur Kristín við vaktinni og fylgist með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er óviðkomandi - og engum verður hlíft. Til að hita upp fyrir kvöldið er hægt að taka þetta Júrókviss um keppni kvöldsins. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sextán landa í eftirfarandi röð: Albanía, Lettland, Litháen, Sviss, Slóvenía, Úkraína, Búlgaría, Holland, Moldóva, Portúgal, Króatía, Danmörk, Austurríki, Ísland, Grikkland, Noregur, Armenía. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Eurovision Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira